Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Side 28
*Matur og drykkir Góður hópur fór á dögunum í árlega kræklingatínslu í Hvalfirðinum og eldaði í fjörunni »32
H
ráefnið sem við notum á NAM er í sama gæða-
flokki og á háklassa veitingastöðum erlendis en
við ákváðum að selja þetta á bensínstöð á Ís-
landi,“ segir Emil Helgi Lárusson hlæjandi.
Emil og Einar Örn Einarsson eru eigendur veitingastað-
arins NAM á N1, Bíldshöfða. Þeir hafa rekið saman veit-
ingastaðina Serrano í mörg ár og lagt sig fram við að
bjóða upp á hollan og ferskan mexíkóskan skyndibita.
„Við höfðum lengi gengið með þá hugmynd í kollinum að
opna stað með sömu áherslum og Serrano nema bara með
asískum mat,“ segir Emil. „Alex, yfirkokkurinn okkar á
Serrano, er sérhæfður í asískri og kínverskri matargerð og
gerði matseðilinn fyrir okkur. Þegar staðsetningin hér á
N1 bauðst létum við verða af þessu.“
Emil og Einar hafa ekki aðeins rekið Serrano hér á Ís-
landi heldur einnig í Svíþjóð. „Við erum með fimm staði
þar núna en komum til með að opna þrjá til viðbótar á
næstu mánuðum,“ segir Emil og bætir við að þeir hafi ný-
verið fengið stóran fjárfesti í Svíþjóð. „Það hefur eiginlega
allt setið á hakanum á meðan verið var að ganga frá
þessu,“ játar Emil. „Við höfum meðal annars dregið lapp-
irnar við uppbyggingu NAM.“ Nú fari hins vegar að rofa
til hjá þeim og þá hafi þeir hugsað sér að færa út kvíarnar.
Emil segir þá félaga ekki endilega stefna á fleiri staði á
þjónustustöðvum heldur vilji þeir opna sjálfstæðan stað.
„Þessi matur er æðislega góður og hann býður upp á veit-
ingastað með stærri matseðli,“ segir Emil en þeir Einar
setja stefnuna á tvo nýja NAM-staði á árinu en eru þó
ekki sérstaklega bjartsýnir á að það gangi eftir fyrir ára-
mótin.
Morgunblaðið/Rósa Braga
ASÍSKUR MATUR ÚR GÓÐU HRÁEFNI
Hollt og ferskt á NAM
EMIL OG EINAR, EIGENDUR NAM OG SERRANO, LEGGJA MIKIÐ UPP ÚR METNAÐI Í MATARGERÐ EN
EINNIG HAGKVÆMNI OG GÓÐU VERÐI. ÞEIR HYGGJAST OPNA FLEIRI NAM-STAÐI Á NÆSTUNNI.
Kristín Björk Jónsdóttir kbj3@hi.is
Emil Helgi Lárusson, annar eigenda veitingastaðarins NAM
sem staðsettur er á þjónustustöð N1 á Bíldshöfða.
Tófú-grunnur
100 g sveppir
10 g saxað engifer
3 stk. rauður chili
50 g blaðlaukur
40 ml mild soja
200 g tófú
1 tsk. sezshuan-pipar
20 ml ólífuolía
10 g salt
Aðferð
Steikið sveppi, engifer og blaðlauk í olíu. Bætið
við chili, soja og pipar og steikið þar til allur
vökvi hefur gufað upp. Bætið tófú við og bland-
ið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
Tófú-bollur
600 g hrísgrjón soðin og kæld tófúgrunnur
2 egg
25 g saxaður vorlaukur
pankó-raspur
Aðferð Blandið öllu saman. Best er að setja á
sig hanska og nota hendurnar, hnoðið saman í
kúlur og veltið þeim uppúr raspinum. Djúp-
steikið við 170°C í ca. 3 mínútur eða þar til
bollurnar eru gullinbrúnar.
Meðlæti Gott að bera fram með soja og vor-
lauk yfir. Bollurnar eru einnig gott meðlæti
með kjöti og salati.
Tófúbollur frá NAM