Morgunblaðið - 31.05.2013, Side 2
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Heildartekjur einstaklinga hér á
landi á árinu 2011 voru við álagn-
ingu skattyfirvalda í fyrra tæpir
1.003 milljarðar. Höfðu þær þá
lækkað um rúma 432 milljarða að
raunvirði, eða 30,1%, frá árinu 2007.
Mikil lækkun fjármagnstekna átti
hér stóran hlut að máli en þær lækk-
uðu úr 335,5 milljörðum árið 2007 í
59,2 milljarða fjórum árum síðar og
hafa ekki verið jafn lágar síðan árið
1993.
Þessar upplýsingar koma fram í
ítarlegri úttekt Páls Kolbeins, hag-
fræðings hjá ríkisskattstjóra (RSK),
á tekjudreifingu og skattbyrði, sem
birt er í Tíund, fréttablaði RSK.
Meðal þess sem kemur fram í
greininni er að fleiri einstaklingar
greiddu minni skatta árið 2011 en
þeir gerðu árið 2007 en skattar af
sambærilegum tekjum hækkuðu
hins vegar nokkuð á milli áranna
2007 og 2011, sérstaklega á þá
tekjuhæstu í þjóðfélaginu.
43 milljörðum minni tekjur
Segir Páll að sá helmingur fjöl-
skyldna sem var með lægstu tekj-
urnar samkvæmt skattframtölum,
hafi verið með 43,4 milljörðum minni
tekjur að raungildi árið 2011 en
sambærilegur hópur hafði árið 2007.
Tekjur þeirra fimm prósenta sem
voru með hæstar tekjur árið 2011
voru 265,8 milljörðum, eða 56,7%,
minni en sambærilegs hóps árið
2007. Af þessari lækkun voru 81,6%
vegna lægri tekna þess hundraðs-
hluta sem var efst í tekjustiganum.
„Það er merkilegt til þess að
hugsa að af tæplega 432,2 milljarða
tekjulækkun milli áranna 2007 og
2011 voru tæpir 217 milljarðar, eða
50,2%, vegna þess að tekjur tekju-
hæsta hundraðshluta fjölskyldna
lækkuðu um 76,1%. Tekjur í tekju-
hæsta fimm prósenta þrepinu hafa
þannig lækkað mun meira en tekjur
í öðrum tekjuþrepum, eða um
56,7%. Það vekur reyndar athygli að
tekjur í neðsta fjórðungnum hafa
lækkað meira, að undanskildu tekju-
hæsta þrepinu, en tekjur í öðrum
hlutfallshópum. Tekjur þessa hóps
voru 24,6% minni en tekjur sam-
bærilegs hóps árið 2007,“ segir í
grein Páls.
Páll segir tekjumun hafa vaxið.
Eitt prósent fjölskyldna í landinu
sem voru með hæstar tekjur var
með 5,5% allra tekna í landinu árið
1992. Þessi tekjuhæsti hundraðs-
hluti greiddi þá 10,7% þeirra skatta
sem lagðir voru á. Árið 2007 hafði
hlutur tekjuhæstu fjölskyldnanna í
heildartekjum hækkað í 19,9% af
tekjum í landinu. Þrátt fyrir að
skattbyrðin hefði minnkað þannig
að þeir greiddu almennt lægri skatt
en meðalmaðurinn hafði hlutur
þessa hundraðshluta í heildarskatt-
byrði aukist í 15,2%. Árið 2011 var
tekjuhæsti hundraðshluti fjöl-
skyldna með 6,8% heildartekna og
greiddi þá 10,9% álagðra skatta.
Tekjur einstaklinga lækkuðu
um 432 milljarða á 4 árum
Miklar breytingar á tekjum og skattbyrði Tekjumunur hefur vaxið
Skattar og tekjur
» Lægri tekjur og breytingar á
skattkerfinu hafa leitt til þess
að þó landsmenn hafi almennt
greitt hærra hlutfall tekna í
skatt af tekjum ársins 2011 en
2010, þá greiða 2/3 fjöl-
skyldna lægra hlutfall tekna í
skatt en árið 2007.
» Þeir sem tilheyra tekju-
hæsta eina prósenti lands-
manna höfðu meira en 43
milljónir í árstekjur 2007 en
þau tekjumörk sigu niður í 24
millj. kr. 2011.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
KJÚKLINGASALAT
Nú er létt að borða rétt. Þessi réttur virkar alltaf þegar mann
langar í eitthvað almennilegt sem er bæði létt og gott.
Fæst á öllum veitingastöðum N1 (12 staðir).
Stefnt er að því að Alþingi komi
saman næstkomandi fimmtudag,
þann 6. júní, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Lengd sumar-
þingsins liggur ekki fyrir, en hún
ræðst af umfangi og fjölda þeirra
mála sem tekin verða fyrir.
27 nýir þingmenn taka sæti á
nýju þingi og sátu þeir fund í gær
þar sem þeir fræddust um störf
þingsins.
Stefnt að
sumarþingi
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég prófa svo stór-
ar sápukúlur,“ segir Kári Svan Rafnsson, með-
limur í Sirkus Íslands-hópnum, um fimm metra
langa sápukúlu sem hann bjó til er hann var
staddur á Klambratúni. „Ég hef verið að finna
upp uppskriftir og þróa þetta áfram í um einn
mánuð.“ Til verksins notar Kári heimatilbúna
mixtúru og dýfir þar ofan í tveimur prikum
sem tengd eru við snæri. „Kjöraðstæður eru
hæg gola og blautt veður, vegna þess að blöðr-
urnar lifa á raka. Því þurrara sem er, því fyrr
þorna þær upp og springa. Þetta spratt upp úr
sirkusstarfinu, maður er alltaf að skoða hitt og
þetta í fjöllistum.“ Ásamt nýtilkominni færni í
sápukúlugerð hefur Kári með sirkushópnum
verið að snúa upp á blöðrur, halda hlutum á
lofti og sýna loftfimleikalistir. „Þetta verður
undir væng sirkussins og ég verð væntanlega á
hátíðum á hans vegum að búa til kúlur. Þetta
er alveg þrælskemmtilegt,“ sagði Kári að lok-
um.
Kári Svan Rafnsson, meðlimur í Sirkus Íslands og sápukúlumeistari, æfði sig á Klambratúni
Morgunblaðið/Júlíus
Býr til fimm metra langa sápukúlu eftir sérstakri uppskrift
„Við horfum á þetta sjónarspil af
hlaðinu,“ segir Guðrún Lilja Arnórs-
dóttir, bóndi á Eiði við Kolgrafa-
fjörð. Enn er töluvert af síld í firð-
inum og fuglar og smáhveli elta hana
inn fyrir brú.
Súlan er tignarleg þegar hún
steypir sér eftir æti. Veiðiaðferðin er
nefnd súlukast. Súlan steypir sér úr
mikilli hæð með sínu mikla væng-
hafi, gerir sig spjótslaga og klýfur
vatnið. Þannig getur hún sótt fisk á
miklu dýpi. Guðrún segir að súlan sé
heldur áköf á veiðum því fjöldi fugla
hafi vængbrotið sig í atganginum.
Þær stingi sér hver á aðra eða lendi á
grjóti. Ábúendur á Eiði hafa fundið
tugi súlna dauðar eða vængbrotnar.
Síðustu daga hefur súlan mest
haldið sig við brúna yfir Kolgrafa-
fjörð og mest er hún að veiðum á að-
fallinu, þegar straumur er mestur.
Þar er súlan með sýningu fyrir veg-
farendur. helgi@mbl.is
Ljósmynd/Róbert A. Stefánsson
Súlan kast-
ar sér á
síld í Kol-
grafafirði
Fara sér að voða
Mikil fjölgun ferðamanna til Íslands
felur í sér áskoranir og kallað hefur
verið eftir aðgerðum stjórnvalda
með til dæmis innheimtu gjalds á
ferðamannastöðum. „Þetta er eitt
mest aðkallandi málið sem snýr að
ferðaþjónustunni núna,“ segir Ragn-
heiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra.
„Það er komin ákveðin sátt innan
greinarinnar um að finna þurfi fyrir-
komulag á gjaldtöku sem sé einfalt
og skili sér til uppbyggingar á ferða-
mannastöðum. Standa þarf vörð um
náttúruna sem fólk er að koma að sjá
og verja hana átroðningi.“ Aðspurð
segist Ragnheiður ekki geta fullyrt
hvaða fyrirkomulag verði ofan á en
bendir á að sala náttúrupassa geti
reynst erfið í framkvæmd. „Það hafa
margir talað fyrir
því að hafa ein-
hvers konar nátt-
úrupassa en þá
koma upp ákveð-
in álitamál sem
taka verður af-
stöðu til eins og
til dæmis hvort
þeir séu aðeins
ætlaðir erlendum
ferðamönnum, en
það gæti verið erfitt í framkvæmd út
frá alþjóðlegum skuldbindingum og
jafnræðissjónarmiðum. Þá má líka
velta því fyrir sér hvort sanngjarnt
sé að ferðamaður sem ekki ætlar sér
að skoða þessa helstu ferðamanna-
staði eigi að greiða fyrir náttúru-
passa sem hann mun ekki nota.
Varðandi annars konar gjaldtöku þá
er það ekki aðlaðandi hugmynd að
hafa innheimtumenn á bílastæðum
um allt land. Þetta eru sjónarmið
sem við munum taka til athugunar
og finna viðeigandi lausnir.“
Finna þurfi finna lausnir sem skila
árangri. „Við þurfum að byggja upp
einfalt og sanngjarnt kerfi sem skil-
ar tekjum inn í ferðaþjónustuna og
til uppbyggingar á ferðamannastöð-
um. Eins verður að afnema þá skatta
og þau gjöld sem hafa ekki náð þess-
um markmiðum. Gistináttagjaldið
hefur til dæmis verið gagnrýnt þar
sem það er flókið í framkvæmd, skil-
ar litlu og kemur ekki jafnt niður á
fyrirtækjum og öðrum í ferðamála-
geiranum.“
Ragnheiður segir málið mjög ár-
íðandi en tekur fram að ekki megi
skella á gjaldtöku á atvinnugreinar
með skömmum fyrirvara. Það kom
illa niður á fyrirtækjum þegar virð-
isaukaskattinum á gistingu var
breytt því þau voru mörg hver búin
voru að selja ferðir langt fram í tím-
ann. mariamargret@mbl.is
Passar erfiðir í framkvæmd
Afnema skatta sem
ekki skila árangri
Ragnheiður Elín
Árnadóttir