Morgunblaðið - 31.05.2013, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013
Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæ-
mundsson tekur á næstunni þátt í
leiðangri Evrópusambandsins,
Norðmanna, Færeyinga og Íslend-
inga til að telja egg makríls. Skip-
ið leggur í leiðangurinn 10. júní og
er áætlað að það verði í þessu
verkefni í rúmar tvær vikur. Alls
tóku þrettán skip þátt í eggjataln-
ingunni fyrir þremur árum í 16 að-
skildum leiðöngrum.
Í eggjatalningunni eru sýni tek-
in með sérhæfðum háfi við yf-
irborð sjávar og síðan er reiknað
út miðað við fjölda eggja í hverju
kasti hversu margir fiskar
hrygndu það árið. Til grundvallar
liggja margvíslegar upplýsingar,
meðal annars úr fyrri leiðöngrum
auk frjósemismælinga, þ.e. heild-
arfjölda hrogna í hverri hrygnu.
Þessir leiðangrar hafa verið
grundvöllur við mat á stærð
hrygningarstofns.
Eggjaleiðangrarnir eru mjög
umfangsmiklir og er verkefnið í
gangi þriðja hvert ár frá janúar og
fram í miðjan júní. Egg hafa verið
talin alla leið frá Biskaya-flóa og í
síðasta leiðangri í fyrsta skipti
syðst og austast í íslensku lög-
sögunni í lok verkefnisins. Þá var
talið að um 1% af heildarhrygn-
ingunni hafi verið í íslenskri lög-
sögu. Hrygningunni er fylgt norð-
ur á bóginn þar til engin egg
finnast.
Mælingar á makrílstofninum
eru ýmsum vandkvæðum háðar. Í
fyrsta lagi er fiskurinn ekki með
sundmaga og því næst ekki end-
urkast með bergmálsmælingum
frá makrílnum. Þá er makríll mjög
ofarlega í sjónum og yfir sum-
armánuðina er hann ofar en botn-
stykki skipanna. Þessi staðreynd
torveldar enn frekar bergmáls-
mælingar á makríl. Við bergmáls-
mælingar á öðrum fiskum kemur
endurvarp hljóðsins að 95% frá
sundmaganum. Norðmenn hafa
unnið að þróun tækni til að berg-
málsmæla makríl.
Makríll í Atlantshafi skiptist í
þrjá stofnhluta og eru hrygning-
arsvæði þeirra vel aðgreind. Vest-
urstofn er langstærstur eða um
80% af heildarstofnstærð mak-
ríls. Hann hrygnir á stóru svæði
frá vestur af Skotlandi að Biska-
ya-flóa í mars til júní. Hrygningar
varð vart í íslenskri lögsögu í síð-
asta leiðangri eins og áður sagði.
Norðursjávarstofn er talinn mjög
lítill og hrygnir í Norðursjó í apríl
til júlí. Suðurstofn hrygnir með
norður- og vesturströnd Íber-
íuskagans í janúar til apríl.
BJARNI SÆMUNDSSON TEKUR ÞÁTT Í FJÖLÞJÓÐLEGRI EGGJATALNINGU
Sýni tekin með sérhæfðum háfi
Ljósmynd/Björn Gunnarsson
Rannsóknir Sýni eru tekin úr hrogna-
sekkjum fullorðinna makrílhrygna.
Með vefjafræðilegum aðferðum er
hægt að áætla hversu mörg egg hver
hrygna framleiðir á hrygningartíma.
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
E
vrópusam-
bandið hefur hafnað
að taka þátt í trollleið-
angri íslenskra, fær-
eyskra og norskra vís-
indamanna til að kanna stofnstærð
og útbreiðslusvæði makríls og magn
hans á hverju svæði yfir sumartím-
ann. Áfram verður því einkum
stuðst við svokallaðan eggjaleið-
angur til að kanna vísitölu
hrygningarstofns makríls, en í þá er
aðeins farið á þriggja ára fresti.
Þessir leiðangrar eru umfangsmiklir
og eiga um þriggja áratuga sam-
fellda sögu.
Óformlega og formlega hefur ver-
ið rætt við ESB síðustu ár um þátt-
töku í fyrrnefndum rannsóknum
með flotvörpu. Norðmenn og Fær-
eyingar hafa stutt sjónarmið Ís-
lands, en um leið eru þjóðirnar,
þ.m.t. Íslendingar, einnig aðilar að
eggjaleiðöngrum sem skipulagðir
eru af Alþjóða hafrannsóknaráðinu.
Síðustu ár hefur makríll í miklum
mæli gengið norður á bóginn í æt-
isleit yfir sumartímann og er talið að
meira en milljón tonn hafi verið í ís-
lenskri lögsögu síðustu sumur og allt
að hálfri annarri milljón. Miklir
hagsmunir eru því í húfi að rann-
sóknir séu sem nákvæmastar. Ekki
er samkomulag um stjórnun veið-
anna.
Andstaða Skota og Íra
Síðast voru þessi mál rædd á sam-
eiginlegum fundum vísindamanna
og hagsmunaaðila frá Íslandi, Fær-
eyjum, Noregi og löndum Evrópu-
sambandsins í Danmörku í mars-
mánuði. Á þeim fundum kom fram
neikvæð afstaða Skota og Íra gagn-
vart þátttöku í trollrannsóknunum.
Borið var við að rannsóknaskip væru
ekki fyrir hendi á þessum tíma með
svo skömmum fyrirvara. Einnig að
fjárhagsáætlanir gerðu ekki ráð fyr-
ir þessu verkefni.
Undirliggjandi kann að vera að
vitneskja sé um að lítið sé af makríl í
lögsögu þessara þjóða yfir sum-
artímann. Ekki sé sérstakur áhugi á
að fá úr því skorið þar sem það gæti
haft áhrif á samningsstöðu ESB. Þó
svo að framkvæmdastjórn ESB ráði
ekki yfir rannsóknaskipum og bún-
aði er það talið hafa mikil áhrif legð-
ist hún á árar og styddi ósk Íslend-
inga.
Frá 2009 hafa göngur makríls
norður á bóginn verið kortlagðar og
í sumar verður göngum makríls
fylgt inn í grænlenska lögsögu í
fyrsta skipti. Þessar rannsóknir ná
hins vegar aðeins að miðlínu suður
af Færeyjum og aðeins stutt inn í
ESB lögsögu í Norðursjó, norska
rannsóknaskipið. Leiðangurinn á
síðasta ári stóð allan júlímánuð og í
fyrra notuðu öll rannsóknaskipin
fjögur samskonar flotvörpu sem sér-
staklega hefur verið þróuð fyrir
þennan leiðangur.
Ítrekaði þátttöku ESB
Steingrímur J. Sigfússon, þáver-
andi atvinnuvegaráðherra, skrifaði í
síðasta mánuði bréf til Mariu Dam-
anaki, sjávarútvegsstjóra Evrópu-
sambandsins. Steingrímur ítrekaði
þar að Evrópusambandið tæki þátt í
fyrrnefndum trollrannsóknum. Bent
var á að til að ná yfir allt út-
breiðslusvæði makríls þyrfti leið-
angurinn að ná lengra suður og vest-
ur á bóginn. Ráðherra segir í bréfi
sínu að sé ekkert rannsóknaskip frá
ESB á lausu sé hann fullviss um að
hægt sé að finna lausn á slíku fram-
kvæmdaatriði.
„Með einlægri ósk um að við get-
um sameinað krafta okkar til að ná
fram besta mögulega grundvelli fyr-
ir samningi strandríkja,“ segir
Steingrímur í lok bréfsins.
Pólitískur vilji
Í svari sínu segir Maria Damanaki
að aukning á trollmælingum eða
stofnmælingu með flotvörpu kalli á
að tvö skilyrði séu uppfyllt. Í fyrsta
lagi þyrfti að vera vissa um að ekki
væri hætta á að það myndi beina fé
og mannafla frá eggjaleiðöngrum,
sem myndi hafa áhrif á mikilvæga og
einstæða tímaröð hennar. Slík rösk-
un myndi grafa undan undirstöðum
stofnmats Alþjóða hafrannsókna-
ráðsins.
Í öðru lagi þyrfti að aðlaga að-
ferðafræði núverandi stofnmælinga
með flotvörpu svo henni mætti beita
sunnar á hafsvæðinu. Makríll haldi
sig í efri lögum sjávar þegar hann
nærist í íslenskri eða færeyskri lög-
sögu. Í lögsögum ESB-ríkja sem
liggja sunnar sé makríll ekki bund-
inn við efstu 20 metra sjávar heldur
sé hann dreifðari þar. Í bréfinu seg-
ist Damanaki binda vonir við að Al-
þjóða hafrannsóknaráðið geti veitt
ráðgjöf um sum þessara atriða fyrir
haustið.
Hún bendir á að jafnvel þótt
stofnmælingar með flotvörpu myndu
takmarkast við núverandi svæði að
sinni hafi Alþjóða hafrannsóknar-
ráðið nú þegar til skoðunar niður-
stöður sínar í skýrslum vinnuhópa
frá 2013. Og muni líklega gera það
einnig við vinnu rýnihópa sem ráð-
leggja um aðferðafræði við makríl-
veiðar snemma á næsta ári.
„Ég vona líka að við getum unnið
saman að því að skapa sem besta
umgjörð til að ná samkomulagi milli
strandríkjanna og ný gögn sem vís-
indamenn kunna að afla verði þáttur
í því ferli. En umfram allt þarf að
vera fyrir hendi pólitískur vilji til að
ná lausn sem hlutaðeigandi geta fall-
ist á,“ segir Maria Damanaki.
Hrygning Eggjum safnað í háf um
borð í Árna Friðrikssyni sumarið
2010.
Ekki samstaða um
rannsóknir, ESB styðst
við eggjatalningu
Fleiri stoðir
» Mat á stærð hrygningar-
stofns makríls er nú einkum
byggt á aflagögnum og magni
makríleggja í fjölþjóðlegum
leiðöngrum.
» Nýjar upplýsingar um vísi-
tölu hrygningarstofns fást því
aðeins á þriggja ára fresti
samanborið við að árlegar
stofnmælingar eru gerðar ár-
lega í mikilvægustu botnfisk-
stofnum við Ísland, jafnvel
bæði að vori og hausti t.d.
fyrir þorsk.
» Séu tölur um aflamagn
makríls verulega rangar, eins
og mun hafa verið fyrir ekki
svo mörgum árum í löndum
ESB, hafi það veruleg skekk-
juáhrif í stofnmatinu.
» Samhæfðir leiðangrar Ís-
lendinga, Norðmanna og Fær-
eyinga á norðursvæðinu hóf-
ust árið 2009 og fara því
fram í fimmta skipti í sumar.
» Íslendingar hafa farið fram
á að mat á stærð makríl-
stofnsins byggist á fleiri stoð-
um en nú er gert og nið-
urstöður trollrannsókna verði
teknar með.
Ljósmynd/Björn Gunnarsson
Sumarútbreiðsla og gönguleiðir makríls
Ísland
Noregur
Færeyjar
Grænland
Skotland
Viðbótardreifing síðustu ár
Dreifing 2004
Gönguleiðir
RÚNSTYKKI
MEÐ SKINKU & OSTI
Til eru fræ sem þrá ekkert heitar en að lenda á rúnstykki með
skinku og osti. Mundu það næst þegar þú færð þér bita.
CUPCAKE
Vissulega er hún sæt og girnileg en útlitið segir ekki allt.
Hún er staðráðin í að halda sér í formi svo þú fáir notið
hvers einasta bita.
Fæst á Ártúnshöfða og Hringbraut.