Morgunblaðið - 31.05.2013, Side 11
manns, þá væri viðskiptahóp-
urinn að stórum hluta til ákveðin
ríkra manna klíka.
Knattspyrnumenn litnir
hornauga
„Við opnuðum útibúið Lond-
on Rocks í febrúar. Ég er búinn
að gera samning við stærsta
klúbbinn í London, eða þann sem
er erfiðast að komast inn í, The
Box. Svo er einn aðili frá okkur í
Berlín núna og við stefnum þangað
líka,“ segir Unnar. Hann hefur náð
að mynda góð tengsl í London og er
meðal annars kunnugur umboðs-
mönnum Gorillaz og Blur ásamt því
að þekkja til Mark Jones sem á
meðal annars plötuútgáfufyrirtækið
Wall of Sound.
„Þetta snýst allt um að mynda
tengsl. Ef við tökum The Box sem
dæmi þá hitti ég fram-
kvæmdastjórann þar fyrir
tilviljun. Það er einn í fót-
boltalandsliðinu hérna heima
sem vildi komast inn á þennan
stað og hafði samband við mig.
Ég þekki hann ekki neitt, þetta
voru bara viðskipti. Ég hafði
samband við framkvæmda-
stjóra staðarins. Hún tjáði mér
samstundis að þau tækju ekki
við fótboltamönnum. Þau vilja
ekki fá fótboltamenn inn á
staðinn hjá sér, það er meira
um Hollywood-lið sem þessi
staður er ætlaður. Kate Moss
er til að mynda ein þeirra sem
sækja staðinn reglulega,“ seg-
ir Unnar en hann mun á næst-
unni draga sig frá rekstri fyr-
irtækjanna þar sem ný og
spennandi verkefni bíða hans.
The Black
Eyed Peas
Charlie
Sheen
Liv Tyler
Reuters
Sean
Lennon
Kate Moss
Busta
Rhymes
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013
2.000 notendur
smáforritsins
Á leikdegi fá hinir 2.000 not-
endur forritsins senda áminningu
um komandi leik og geta þeir á
sama tíma nálgast leikskrá. „Mið-
að við að þetta höfðar eiginlega
bara til KR-inga þá finnst mér
alveg ótrúlega fínt hversu margir
nýta sér þetta.“ Jónas æfði lengi
vel knattspyrnu með KR. „Pabbi
er framkvæmdastjóri KR þannig
að það er bein leið inn félagið
fyrir mig og ekki annað hægt en
að vera algjör KR-ingur. Þegar
ég hætti í fótboltanum tók ein-
faldlega annað áhugamál við og
ég fór í verkfræði í HR.“
KR-smáforritið er frítt og er
hægt að nálgast það ef leitað er
undir KR Reykjavík og er það
aðgengilegt bæði fyrir iPhone og
Android. „Ég er alveg hrikalega
ánægður með þetta og það eru
allir ánægðir með þetta hjá KR.
Maður finnur mest fyrir því að
fólk vill að maður sé stöðugt að
bæta einhverju nýju við.“
Smáforritari Jónas Óli Jónasson sameinaði tvö áhugamál sín, knattspyrnu
og smáforritagerð, og bjó til KR-smáforritið.
Einstaklingur stendursjaldan á jafnskýrumkaflaskilum í lífinu ogþegar hann útskrifast úr
framhaldsskóla,“ hugsaði ég, við-
staddur stúdentsveislu frænda
míns um síðastliðna helgi. Við út-
skrift stendur maður á tímamótum
þar sem manni ber að segja skilið
við kæruleysi menntaskólaáranna
og reima á sig skóna áður en talið
er í fyrir lífsins dans – eða eitthvað
í þá áttina.
Í veislunni varð mér hugsað til
eigin útskriftar, sem reyndi þó
ekki mikið á hugann þar sem að-
eins eru liðin tvö ár síðan. Dag-
urinn var einn sá besti sem ég hef
lifað og lýtalaus að öllu leyti að
frátöldu einu smáatriði, raunar
ómerkilegu smáatriði.
Umrætt smáatriði var fólgið í
fjögurra orða spurningu sem annar
hver gestur skvetti framan í mig,
oftast er þeir höfðu króað mig af.
„Hvað tekur svo við?“
Spurningin getur verið ansi erfið
viðureignar, einkum þegar sá sem
hún beinist að kann ekki svarið
sjálfur. Merkilegt nokk taldi ég
mig þó vita svarið, a.m.k. á þeim
tímapunkti, svo ég var með
romsuna nokkuð vel æfða
þegar fyrsti gesturinn kró-
aði mig af. Ég hafði hins
vegar ekki fyrr lokið mér af
við að þylja upp svarið en
næsti gestur króaði mig af
og sá næsti og sá næsti.
Ljósgrái bletturinn á þess-
um gleðidegi var sem
sagt fólginn í þreyt-
andi endurtekn-
ingu. Í stað þess
að fá að njóta
þessa gleði-
augnabliks til
hins ýtrasta
var ég neydd-
ur til að sóa
hálfri veisl-
unni í að út-
skýra fyrir
50 ólíkum
einstakling-
um hvað ég
hygðist taka
mér fyrir hendur
mánuðum síðar.
Nú kann einhver að halda að ég
beri kala til gestanna en því fer
fjarri. Ég kenni sjálfum mér um,
því auðvitað hefði ég átt að sjá
þetta fyrir. Við svona skýr kafla-
skil er fátt eðlilegra en að margir
gestir vilji fræðast um áform ný-
stúdents. Ég hefði sem sé átt að
vera með kláran fyrirlestur.
Ég hefði átt að bjóða gesti vel-
komna með því að rétta þeim út-
drátt með lýsingu á áformum mín-
um í stikkorðum. Útdrátturinn
hefði jafnvel getað verið prentaður
á servíettur, sem hefði þá nýst fyr-
ir standandi borðhaldið um leið.
Við fyrsta mögulega tækifæri eftir
komu gesta hefði ég síðan átt að
kveðja mér hljóðs, kveikja á skjá-
varpa og svala forvitni allra gesta
á einu bretti, jafnvel taka á móti
spurningum. Á fimm mínútum
hefði ég getað slegið 50 flugur í
einu höggi.
Það er auðvelt að vera
vitur eftir á en hver veit
nema að ég taki upp á
þessu næst þegar ég út-
skrifast úr námi, þótt
ég standi víst aldrei aft-
ur á kvíslóttu krossgöt-
unum sem fylgja stúd-
entsprófi. Að því sögðu má
ég til með nefna að
ef einhver sem á
eftir að skella á
sig hvítu húf-
unni les
þennan pist-
il, þá er hon-
um frjálst að
færa sér
þessa að-
ferð í nyt.
Ég lofa að
lesa ekki
yfir við-
komandi.
»Á fimm mínútumhefði ég getað slegið
50 flugur í einu höggi.
Heimur Einars
Einar Lövdahl
elg@mbl.is
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
RÚNSTYKKI
MEÐ SKINKU & OSTI
Til eru fræ sem þrá ekkert heitar en að lenda á rúnstykki með
skinku og osti. Mundu það næst þegar þú færð þér bita.