Morgunblaðið - 31.05.2013, Page 20
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
S
kógar og kjarrlendi draga
stórlega úr neikvæðum af-
leiðingum gjóskufalls. Það
er því talið brýnt lang-
tímaverkefni að byggja
aftur upp skóga- og kjarrvistkerfi
umhverfis stærstu eldstöðvar lands-
ins.
Fjallað er um forvarnargildi gróð-
urs gegn hamförum af völdum eld-
gosa og eldgosagjósku í skýrslunni
Gróður og eldgosavá sem birt hefur
verið á vef Landgræðslu ríkisins.
Skýrslan er liður í undirbúningi að
gerð hættumats vegna eldgosa á Ís-
landi sem ríkisstjórnin samþykkti
fyrir tæpum tveimur árum og reiknað
er með að taki 15-20 ár að gera.
Skýrslan er innlegg í starf vinnuhóps
sem skipaður var til að safna upplýs-
ingum um verkefni í landgræðslu,
skógrækt og landbúnaði sem tengjast
eldgosum og leiðum til að draga úr
skaðsemi þeirra með markvissri upp-
byggingu vistkerfa á eldvirkum svæð-
um.
Byggja þarf upp vistkerfin
Í skýrslunni er rifjað upp að eld-
virkni og váleg áhrif eldgosa á gróður
eru algeng í umhverfissögu landsins.
Gjóskan geymdist í skjóli skóganna á
meðan þeir voru, en varðveittist ekki
á gróðurlitlum bersvæðum. Þar fauk
gjóskan um og olli frekari gróður- og
jarðvegseyðingu. Bent er á að
gróskumikil vistkerfi með hávöxnum
gróðri, líkt og skógi og kjarrlendi, þoli
betur áföll og dragi úr neikvæðum af-
leiðingum gjóskufalls. Sá gróður sé
líklegri til að lifa af gjóskufall, hann
geti dregið úr langvinnum áhrifum
öskustorma og stytti tímann sem
landið þurfi til að ná bata. „Það er því
brýnt langtímaverkefni að byggja aft-
ur upp vistkerfi umhverfis stærstu
eldstöðvakerfi landsins svo þau megni
að sinna því hlutverki á ný. Með upp-
græðsluaðgerðum má byggja upp
gróskumikil vistkerfi sem væru betur
í stakk búin að mæta áföllum og gætu
dregið verulega úr neikvæðum afleið-
ingum gjóskufalls og endurteknu
foki,“ segir meðal annars.
Lítið þanþol vistkerfa
Bent er á að þótt ástand vistkerfa á
Íslandi sé hugsanlega að færast til
betri vegar þá sé enn mikið rof á
stórum hluta landsins. Bendi það til
þess að vistkerfi landsins sé enn undir
miklu álagi. Ef viðbótaráföll dynji yfir
sé því hætt við að geta vistkerfanna til
að bregðast við sé takmörkuð. Þan-
þolið sé því lítið á áhrifasvæðum eld-
gosanna.
Lagt er til að ráðist verði í marg-
þættar rannsóknir á áhrifum eldgosa
á vistkerfi landsins, meðal annars á
ástandi vistkerfa og þoli þeirra gagn-
vart gjóskufalli.
Reynslan frá síðustu eldgosum í
Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli og
fyrri eldgosum er talin sýna að tjón af
völdum eldgosa verður að verulegu
leyti vegna gjóskufoks eftir að gosi
lýkur. Þá hefur reynslan erlendis
sýnt að það er endurflutningur gjósk-
unnar sem veldur landbúnaði mesta
efnahagslega tjóninu. Þá sýni reynsl-
an að gjóskan fjúki margfalt meira en
þyrfti vegna lélegs ástands vistkerf-
anna. Settar eru fram tillögur að að-
gerðaáætlun til að draga úr tjóni af
gjóskufoki, meðal annars með því að
skilgreina hættusvæði og byggja
hratt upp vistkerfi á forgangs-
svæðum, þar sem talin er mikil hætta
á tjóni.
Líklegt er talið að mesta þörf á að-
gerðum sé við gosbeltin og þau eld-
stöðvakerfi þar sem gjóskugos hafa
verið tíðust. Það er í nágrenni eld-
stöðvanna við Grímsvötn, Heklu,
Bárðarbungu, Veiðivötn og Kötlu.
Skógur og kjarr til
varnar gegn öskufoki
Morgunblaðið/Ómar
Öskugrátt Bílarnir þyrluðu upp öskunni sem féll úr gosinu í Eyjafjallajökli
þegar ekið var um Mýrdalssand. Askan er enn á ferðinni á vissum svæðum.
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
U
m síðustu helgi varð pistilshöf-
undur þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að fylgjast með braut-
skráningu ungs ættarlauks frá
einum af framhaldsskólum
landsins. Umrætt ungmenni útskrifaðist frá
sama skóla og sú sem hér skrifar og við braut-
skráningarathöfnina bauð stjórnandi kórs
skólans þeim fyrri kórfélögum sem voru við-
staddir að stíga á svið og taka undir með kórn-
um. Undirrituð er í þeim hópi og tók áskor-
uninni. Við það rifjaðist upp að síðast hafði
verið sungið með þessum kór fyrir 24 árum,
við eigin brautskráningu frá sama skóla.
Síðan þá hefur margt breyst í skóla- og
menntamálum, annað væri óeðlilegt. Eitt af
því sem hefur tekið miklum breytingum er
umræðan. Til dæmis heyrðist orðið brottfall
sjaldan vorið 1989, þrátt fyrir að fjölmargir hyrfu þá frá
námi fljótlega á skólagöngunni, eitthvað var þó rætt um
að auka fjölbreytni, lítið var talað um að stytta þyrfti
námstíma í grunn- og framhaldsskólum. En nú eru aðrir
tímar; krafan um að stokka upp í skólakerfinu verður sí-
fellt háværari og kemur úr mörgum áttum og það er
fagnaðarefni að nýskipaður menntamálaráðherra skuli
telja menntamálin stærsta efnahagsmálið.
Þegar rætt er um styttingu náms í grunn- og fram-
haldsskólum gleymist stundum að sá möguleiki hefur
lengi verið fyrir hendi. Margir framhaldsskólar gefa
nemendum kost á að hraða námi sínu og samkvæmt lög-
um um grunnskóla er heimilt að útskrifa
nemendur þaðan í lok 9. bekkjar, uppfylli þeir
tiltekin skilyrði. Í rauninni ætti ekkert að
standa í vegi fyrir því að nemendur geti stytt
námstíma sinn á því skólastigi sem best hent-
ar hverju sinni. En til þess að það mætti
verða þyrfti að líta til alls námsferilsins í
þessu sambandi, en ekki bara til einstakra
skólastiga. Skoða leik-, grunn- og framhalds-
skóla sem eina heild. Það virðist stundum
gleymast í allri þessari skólaumræðu að leik-
skólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastig-
ið, menntun þeirra sem þar starfa er talsvert
meiri en var fyrir nokkrum árum og í flestum
leikskólum eru elstu börnin undirbúin mark-
visst fyrir grunnskólanám. Mörg börn eru vel
í stakk búin til að hefja grunnskólanám yngri
en sex ára, önnur eru ekki tilbúin til þess fyrr
en síðar. Þetta vita allir sem starfað hafa við grunnskóla-
kennslu á yngsta stigi. Það sama gildir um nemendur á
unglingastigi, sumir þeirra gætu vel tekist á við nám í
framhaldsskóla fyrr en hefðin býður.
Stundum blandast umræðan um kjaramál kennara
saman við umræðu um styttingu skólaársins. Að verði
námstíminn styttur, þá verði miklir peningar afgangs
sem megi m.a. nýta til þess að lagfæra kjör kennara.
Kjaramál kennara eru óskylt málefni og þarf að ræða á
öðrum vettvangi. Því ef okkur er alvara með því að vilja
betri skóla þá verðum við líka að vera tilbúin til að borga
fólkinu sem þar vinnur laun við hæfi. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Skólarnir stærsta efnahagsmálið
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Eldgosin í Eyjafjallajökli og
Grímsvötnum hafa minnt Ís-
lendinga á þá hættu sem stafar
af eldgosum. Rannsóknir benda
til þess að búast megi við virk-
ara tímabili eldvirkni á næst-
unni. Af þessum ástæðum var
ákveðið að gera heildar-
hættumat vegna eldgosa á Ís-
landi og leggja mat á tjón sem
þau geta valdið og áhrif á sam-
félagið og móta mótvægis-
aðgerðir. Tilgangurinn er að lág-
marka skaða samfélagsins
vegna eldgosa. Gert er ráð fyrir
að þetta verk taki 15 til 20 ár.
Hættumat
vegna gosa
AUKIN ELDVIRKNI
Grímur Íbúar þurftu að verja önd-
unarfærin eftir Grímsvatnagosið.
Ídag kemur Morg-unblaðið les-endum sínum
öðruvísi fyrir sjónir en
aðra daga. Blaðið er
gefið út á því formi sem
þekkt hefur verið í
gegnum tíðina hjá er-
lendum stórblöðum og kallað er breið-
síða, eða broadsheet á enskri tungu.
Þó að Morgunblaðið hafi ekki fylgt
fyrirmynd erlendra stórblaða að þessu
leyti nema um skamma hríð snemma á
síðustu öld – frekar að þau séu farin að
fylgja fordæmi Morgunblaðsins – er
blaðið vitaskuld stórblað á íslenskan
mælikvarða og hefur verið í þau 100 ár
sem það hefur komið út, en blaðið á
aldarafmæli síðar á árinu.
Lesendur Morgunblaðsins, sem
margir eru íhaldssamir þegar kemur
að efni og útliti blaðsins síns, þurfa
raunar ekki að hafa áhyggjur af að
stækkun blaðsins sé varanleg. Ætlunin
er aðeins að blaðið verði á þessu formi
þennan eina dag, en segja má að þessi
óvenjulega útgáfa sé til marks um að
þó að blaðið sé búið að slíta barns-
skónum og sé á margan hátt jafn
íhaldssamt og lesendur þess, er það
engu að síður nýjungagjarnt og hefur
gaman af að breyta til.
Þessa hafa oft sést merki í gegnum
tíðina og má nefna að blaðið tók
snemma til við að veita öfluga frétta-
þjónustu á netinu og hefur um árabil
haldið úti öflugasta frétta- og afþrey-
ingarvef landsins, mbl.is. Morg-
unblaðið var einnig fyrst dagblaða til
að bjóða lesendum sínum blaðið í gegn-
um smáforrit á spjaldtölvum og á því
formi og á hinum hefðbundna vef er
blaðið í dag að finna í hefðbundinni
stærð líkt og aðra daga.
Morgunblaðið hefur einnig haft sér-
stöðu í að tengja saman blað og vef
með svokölluðum QR-kóðum fyrir
snjallsíma og mun áfram tryggja að
lesendur geti fengið
blaðið á því formi sem
hentar best, bæði raf-
rænu og á pappír.
Ánægjulegt er að
geta á afmælisárinu
gefið út eina breiðsíðu
af Morgunblaðinu en
lesendur blaðsins munu á næstu mán-
uðum verða afmælisins varir á ýmsan
annan hátt. Rifjuð verða upp áhuga-
verð og skemmtileg atvik úr sögu Ís-
lands síðustu 100 árin, sem óhætt er
að segja að sé hvergi betur skráð en á
síðum Morgunblaðsins.
Allan aldur Morgunblaðsins hefur
meginþunginn í útgáfu þess og helsta
markmið verið að veita lesendum sín-
um sem bestar, mestar og réttastar
fréttir af því sem á sér stað hér á landi
og í umheiminum. Á tímum þegar
aðrir hafa brugðist og ýmist ekki haft
getu eða vilja til að upplýsa um það
sem máli skiptir hefur Morgunblaðið
staðið vaktina og tryggt lesendum
sínum aðgang að nauðsynlegum upp-
lýsingum. Þetta hlutverk tekur Morg-
unblaðið alvarlega og mun sinna því
áfram af sömu elju og það hefur gert.
Um leið mun blaðið áfram tryggja
lesendum sínum afþreyingar- og
skemmtiefni af margvíslegum toga og
vera á sama tíma vettvangur fyrir þá
að koma skoðunum sínum og hugð-
arefnum á framfæri. Meðal annars
með þeim hætti er Morgunblaðið, og
hefur verið, gagnvirkur miðill, eins og
það gæti kallast á tölvu- og upplýs-
ingaöld. Þannig þjónar það einnig les-
endum sínum af þeim áhuga sem það
hefur gert í tæpa öld, enda starfar
Morgunblaðið í þágu lesenda sinna.
Þjónustan við áskrifendur blaðsins
hefur verið í fyrsta sæti hjá starfs-
mönnum þess í tæpa öld og verður
áfram um ókomna framtíð, á hvaða
formi sem áskrifendur kjósa að njóta
blaðsins.
Blaðið birtist
lesendum sínum
með óvenjulegum
hætti í dag}
Breiðsíða
Morgunblaðsins
Samkvæmt skil-yrðum sem Evr-
ópusambandið hefur
birt fara engar raun-
verulegar „samninga-
viðræður“ fram þegar
land sækir um aðild að
sambandinu. Eingöngu eiga sér stað
aðlögunarviðræður samkvæmt birtum
ófrávíkjanlegum skilyrðum ESB. Um
þetta verður ekki deilt, enda gera það
engir aðrir en þeir sem koma af fjöll-
um í íslenskri þjóðfélagsumræðu og
eru almennt úti á þekju.
Þessi skilyrði Evrópusambandsins
eru bæði eðlileg og sanngjörn, eins og
Hollande forseti Frakklands hefur ný-
lega bent á. Aðild einstakra ríkja er
ekki í ætt við að fara á veitingahús og
velja sérsniðna máltíð. Evrópusam-
bandið er félagsskapur 27 ríkja sem
hafa komið sér saman um reglur á
100.000 – eitthundrað þúsund síðum.
Þær liggja fyrir og ríki sækir ekki um
aðild fyrr en það hefur kynnt sér þær
og telur sig geta fallist á að undirgang-
ast þær.
„Viðræðurnar“ sem fram fara eru
tvenns konar. Annars vegar mæta
fulltrúar umsóknarríkis með reglu-
bundnar skýrslur um það, hvernig því
gengur að laga tilveru sína að reglum
ESB. Aðlögun fer fram alla þá daga
sem „viðræðurnar“ standa án þess að
nokkur hafi „kíkt í pakka“ eða að þjóð-
in hafi fengið nokkuð um þessar breyt-
ingar að segja.
Sá þáttur, sem er
næstur því að nálgast
það að flokkast undir
„samningaviðræður“
(þótt ESB vari við því
að nota það orð), snýst
um hvort aðildarríki
þurfi í undantekningartilvikum að fá
aukinn tíma til að innleiða einhverjar
reglur. Þetta liggur fyrir og er ekki
deiluefni, nema þeirra einna sem telja
það ekki forsendu þess að fjalla um
mál að hafa sett sig inn í þau. Slíkir eru
fáir og ná naumast máli.
Nú, þegar margt bendir til þess að
íslenska ríkisstjórnin muni efna loforð
stjórnarflokkanna um að hætta aðild-
arbröltinu, fer áhugi vaxandi meðal
þjóða sem eru í ESB um að finna leið
út úr þeim ógöngum sem fylgja aðild
og ekki síst evrunni. Nýlega kom út
bók í Portúgal eftir þekktan fræði-
mann þar í landi um veruna í ESB.
Bókin heitir Porque Debemos Sair do
Euro sem mætti þýða „Þess vegna eig-
um við að kasta evrunni“. Það gerist
ekki oft að þunglamalegar bækur um
slík efni verði sölubækur. En þessi
flaug í fyrsta sæti metsölulista Portú-
gals. Það segir mikla sögu.
Allir vita um vaxandi efasemdir um
ESB-aðild í Bretlandi og eru Bretar
þó ekki fastir í evrugildrunni. Fullyrð-
ingar um heimspólitískan jarðskjálfta,
ef Ísland hyrfi úr aðildarbröltinu,
reyndust markleysa. Málið er ljóst og
einfalt. Á að gera það flókið?
Bók um að kasta
evrunni fór á topp
sölulista í Portúgal}
Málið er sáraeinfalt