Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013
✝ Lovísa HafbergBjörnsson
fæddist á Akureyri
27. febrúar 1925.
Hún lést á hjúkr-
unar- og dval-
arheimilinu Grund
21. maí 2013.
Móðir hennar
var Halldóra Sig-
urðardóttir hús-
freyja, f. 4.5. 1887,
d. 20.11. 1979. Fóst-
urforeldrar Lovísu voru hjónin
Sigurjón Jónsson, héraðslæknir
á Dalvík, f. 22.12. 1872, d. 30.8.
1955, og Sigríður Ólafsdóttir, f.
26.9. 1875, d. 4.1. 1952. Börn
þeirra Sigurjóns og Sigríðar
voru: Elín, f. 19.12. 1903, d. 23.3.
1991, Oddný, f. 19.12. 1904, d.
18.5. 1967, Júlíus, f. 26.12. 1907,
d. 9.9. 1988, Ingibjörg, f. 17.12.
1914, d. 16.8. 1986. Hálfsystur
Lovísu sammæðra: Ólína, f. 10.9.
1927, d. 6. 3. 2007, og Karla, f.
15. 9. 1930, d. 9.8. 2004, Stef-
ánsdætur.
Hinn 28.12. 1947 giftist Lovísa
Gunnari Kristjáni Björnssyni
efnaverkfræðingi, f. á Kópaskeri
þeirra er Emma Lovísa. 3) Björn
viðskiptafræðingur, f. 29.9.
1951, d. 8.5. 2006, m. Guðrún
Nanna Guðmundsdóttir (skildu),
börn Íris, m. Freyr Berg-
steinsson, börn þeirra eru Breki,
Katla og Svava. Egill, sambýlis-
kona Sóley Árnadóttir, börn Al-
exander Björn, Kristofer Árni
og Elías Hilmar. 4) Sigurjón for-
stöðumaður, f. 15.4. 1954. M1
Marta Helgadóttir (skildu), barn
Arnar, barnsmóðir Guðrún Stef-
ánsdóttir, barn Svanur. M2 Sig-
ríður Olgeirsdóttir fram-
kvæmdastjóri, börn Lovísa
Kristín og Björk. 5) Gunnar Örn
vélaverkfræðingur MS, f. 14.1.
1958, m. Olga Bergljót Þorleifs-
dóttir kennari, börn Þorleifur
Örn, Snorri Björn, Anna Berg-
ljót og Gunnhildur Ýrr. 6) Hall-
dór, BFA kvikmyndagerð-
armaður, f. 8.1. 1962.
Barnsmóðir Sólveig Svein-
björnsdóttir, barn Steinunn
Eyja, barnsmóðir Sonný Lísa
Þorbjörnsdóttir, barn Halldór
Falur, sambýliskona Anna Pers-
son, börn Dagur Erik Kristján
og Birta Måna-Lisa. 7) Þórarinn
verslunarmaður, f. 29.1. 1964, m.
Berglind Garðarsdóttir leik-
skólakennari, börn Rakel Tara
og Rebekka Sól.
Útför Lovísu fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 31. maí 2013, og
hefst athöfnin kl. 13.
20. janúar 1924, d.
26.2. 2009. For-
eldrar hans voru
hjónin Björn Krist-
jánsson, bóndi, al-
þingismaður og
kaupfélagsstjóri á
Kópaskeri, f. á Vík-
ingavatni, Keldu-
neshr., N-Þing.
22.2. 1880, d. 10.7.
1973, og Rannveig
Gunnarsdóttir, f. í
Skógum, Öxarfjarðarhr., N-
Þing. 6.11. 1901, d. 29.1. 1991.
Börn þeirra Lovísu og Gunnars
eru: 1) Árni vélaverkfræðingur
og viðskiptafræðingur, f. 18.8.
1948. M1 Margrét Arnórsdóttir
(skildu), sonur Arnór Sigurður,
m. Marta María Skúladóttir,
börn þeirra eru Margrét Laufey
og Skúli Snær. M2 Daniela I.
Gunnarsson, börn María og
Gunnar Daníel. 2) Rannveig for-
stjóri, f. 18.11. 1949, m. Tryggvi
Pálsson hagfræðingur, börn
Gunnar Páll, m. Guðbjörg Karen
Axelsdóttir, börn Tryggvi og
Laufey. Sólveig Lísa, m. Guð-
mundur Gísli Ingólfsson, dóttir
Þegar ég sem tæplega 19 ára
menntaskólapiltur fór að stíga í
vænginn við Rannveigu, síðar
eiginkonu mína, var mér tekið
opnum örmum af foreldrum
hennar, Lísu og Gunnari í
Hvassaleiti 79. Þá kynntist ég
kraftmikilli, samheldinni fjöl-
skyldu sem ég ætíð síðan hef
notið að tilheyra og er stoltur af.
Lísa sagði gjarnan við Gunnar
sinn, að þó hann teldi sig eiga all-
ar tengdadæturnar sex að tölu,
þá ætti hún mig. Þegar mín ynd-
islega Rannveig var eitthvað að
kvarta yfir hæglætis ofríki mínu,
eins og hún kýs að kalla stjórn-
semina, þá mælti tengdamamma
mér ætíð bót.
Lísa var glæsileg kona og að-
laðandi. Hún var kvik í hreyf-
ingum, skörp í sinni og góð í
gegn. Skaphöfn hennar var ljúf,
hún var einstaklega tillitssöm og
átti ekki til eigingirni. Umtals-
góð var Lísa en þoldi ekki órétt-
læti og sviksemi. Hún sá til þess
að börnin erfðu hennar ríku rétt-
lætiskennd.
Oft var glatt á hjalla í fjöl-
skyldunni og alltaf var eitthvað
framundan því þau Lísa og
Gunnar voru einstaklega sam-
hent og harðdugleg. Þau voru
vinir vina sinna og bóngóð með
afbrigðum.
Það er meira en að segja það
að ala og koma til manns sjö
börnum. Síðan bættust við
barnabörnin og svo barnabarna-
börnin sem öll fengu ást Lísu og
Gunnars.
Allt frá fyrstu stundu með
Lísu til hennar síðustu höfum við
öll notið einstaklega hlýrrar
nærveru hennar. Þó skammtíma-
minnið væri farið undir lokin, þá
breyttist í engu sú góðvild sem
frá henni streymdi leynt og ljóst.
Ég kveð elskulega tengda-
móður mína með söknuði og
djúpu þakklæti.
Tryggvi Pálsson.
Nú þegar sumarið er nær
komið, snjórinn og veturinn um
það bil að kveðja fyrir norðan á
æskuslóðum Lísu, þá kveður
elskuleg tengdamóðir mín
Lovísa H. Björnsson þessa jarð-
vist.
Margar myndir koma upp í
hugann. Lísa með fallega milda
brosið og sína hæglátu og hlýju
nærveru. Lísa að leggja kapal,
ráða krossgátu, spila við barna-
börnin, elda, taka á móti fólki,
gefa smáfuglunum, sinna gróðr-
inum, nýkomin frá Kanarí brún
og sælleg, létt og snögg í hreyf-
ingum.
Lísa fæddist á Akureyri og
ólst þar upp til 6 ára aldurs. Þá
fór hún til sumardvalar í Svarf-
aðardal til læknishjónanna Sig-
urjóns og Sigríðar í Árgerði við
Dalvík. Þegar sumri tók að halla
vildi sú stutta ekki snúa aftur til
Akureyrar og varð henni að ósk
sinni. Sómahjónin tóku Lísu í
fóstur og ólu hana upp sem sína
eigin dóttur upp frá því, fyrir
áttu þau fjögur börn. Lísu leið
vel í Árgerði og alltaf minntist
hún þess tíma með gleðiblik í
augum. Hún flutti suður með
fjölskyldunni á unglingsárum,
tók próf frá Verslunarskólanum.
Freistaði gæfunnar og hélt utan
til Stokkhólms í nám. Þar hitti
hún Gunnar sinn sem féll kylli-
flatur fyrir þessari greindu, fal-
legu og brosmildu konu með
ljósa hárið. Þau giftu sig fljótlega
og börnin urðu sjö. Samband
þeirra var farsælt og ástríkt og
samhentari hjónum hef ég varla
kynnst.
Lísa var mikið náttúrubarn.
Eflaust hefur fjallasalurinn þar
sem hún ólst upp átt sinn þátt í
því. Unga konan Lísa ferðaðist
mikið um landið, gekk um fjöll
og firnindi, fór á staði sem ekki
tíðkaðist að sækja á þeim tíma.
Reið á hesti yfir Skeiðarárjökul
til að komast í Skaftafell og gekk
upp á Hvannadalshnúk. Seinna
ferðuðust þau hjónin víða um há-
lendið og Ísland allt og alltaf í
stórum vinahópi. Þegar þau tóku
að eldast og heimilishaldið varð
léttara ferðuðust þau utanlands
og allt þetta skrásetti Lísa með
dagbókarbrotum og myndum.
Lísa var barn síns tíma.
Hennar starf var á heimilinu og
sinnti hún húsmóðurstörfum og
uppeldi barna sinna eins og best
er hægt að gera. Á stóru barn-
mörgu heimili er í mörgu að snú-
ast en alltaf var rúm fyrir vini og
vandamenn, allir ávallt velkomn-
ir og gestrisni mikil, alltaf nægt
pláss.
Fyrir þremur áratugum hitti
ég verðandi tengdaforeldra mína
í fyrsta sinn í unaðsreitnum
þeirra austur í sveit. Þar byggðu
þau sér sumarhús sem fékk
nafnið frá æskustöðvum Lísu,
Árgerði. Ég held það sé óhætt að
segja að þeim hjónum leið hvergi
eins vel og fyrir austan. Þau
dvöldu þar nær öllum stundum
og aldrei var setið auðum hönd-
um, græddu upp mela og móa á
eyri við Brúará. Á vorin fylgdist
Lísa með komu fuglanna í Ár-
gerði, bauð þá velkomna. Suma
þekkti hún frá fyrra ári og það
gladdi hana. Í dag skrýða lauf-
krónur trén í Árgerði. Árniður
berst og sólin skín. Þröstur býr
sér til hreiður, maríuerlan vapp-
ar á pallinum, hrossagaukur
hneggjar og lóan syngur sitt
dirrindí. Spóinn vellir og jaðrak-
an kvakar. Í fjarska heyrist
rjúpa ropa, gæsir og álftir finna
sér varpstað. Fuglakórinn syng-
ur nú Lísu til heiðurs. Með þakk-
læti kveð ég góða konu. Blessuð
sé minning hennar.
Olga Bergljót Þorleifsdóttir.
Í stórri fjölskyldu sonar míns
var Lísa síðustu áratugina al-
mennt kölluð amma Lísa hvort
sem barnabörn hennar áttu í
hlut eða heimilisvinir.
Ég kynntist Lísu snemma á
unglingsárunum þegar ég vandi
komur mínar á heimili þeirra
hjóna. Heimilið var eitt það
myndarlegasta sem við krakk-
arnir úr hverfinu komum á og við
komum þar mikið, því börn
hjónanna voru stór systkinahóp-
ur og vinmörg. Húsmóðirin tók
vel á móti öllum skólakrökkun-
um með sínu elskulega viðmóti
og eðlislæga áhuga fyrir öllum
ungu manneskjunum sem sóttu
börnin hennar heim.
Þetta vandaða fólk, Lísa og
Gunnar, varð síðar tengdafor-
eldrar mínir til fjölmargra ára og
hafa ævinlega reynst vel bæði
mér og barnabarni sínu, syni
mínum.
Þegar fram liðu stundir og
unglingarnir í hverfinu urðu full-
orðið fólk var sama þó leiðir víxl-
uðust, aldrei lét Lísa trufla sig
við að rækta góð tengsl við
barnabörnin sín. Umhyggja, ást
og mildi einkenndu samskipti
hennar. Að því leyti eins og á svo
margan annan hátt var hún góð
fyrirmynd.
Með hlýhug og þakklæti mun
minning einstakrar konu lifa.
Hvíl í friði.
Öllum aðstandendum votta ég
innilega samúð.
Marta B. Helgadóttir.
Mikil indæliskona er kvödd í
dag. Lísa, amma barnanna
minna, var glæsileg kona, glað-
leg, létt á fæti og algjörlega laus
við allt yfirlæti. Hún stjórnaði
sínu heimilishaldi með dugnaði
og útsjónarsemi. Margar minn-
ingar fara í gegnum hugann á
þessari kveðjustund, en fyrst og
fremst er þar þakklæti og hlý-
hugur í garð Lísu minnar.
Ég votta systkinum Björns og
fjölskyldum þeirra mína dýpstu
samúð. Minningin um góða og
vandaða konu lifir með okkur öll-
um.
Guðrún Nanna
Guðmundsdóttir.
Elsku amma Lísa. Betri
ömmu er ekki hægt að hugsa sér
að eiga. Amma Lísa var alltaf
brosandi, alltaf glöð og góð, hafði
alltaf tíma til að hlusta og tók
manni alltaf opnum örmum. Hún
var mikið náttúrubarn og naut
sín best í sumarbústaðnum á
Eyrum eða í veiðikofanum aust-
ur í Bakkaflóa. Á báða þessa
staði fór ég ófáar ferðir með afa
og ömmu, og þaðan á ég mínar
bestu minningar um þau.
Eitt sinn þegar ég var um 10
ára aldur fórum við amma að
veiða í Draugafossi, því þar voru
alltaf góðar líkur á að fá silung.
Þar setti amma hins vegar fljót-
lega í 10 punda lax og landaði
honum eins og herforingi. Eftir
það leit ég alltaf á ömmu sem
mikinn veiðimann. Ég komst þó
að því löngu síðar að hún var
ekkert alltof hrifin af þessu
veiðibrölti, hvað þá að troða
maðkinum á öngulinn. En hún
lét þetta allt líta mjög spennandi
út fyrir lítinn gutta. Eitt sinn
þegar lítið veiddist og veðrið allt-
of gott, var ákveðið að fara í
göngutúr upp með ánni, upp fyr-
ir efsta veiðistaðinn Fálkafoss. Í
þessari ferð var öllum veiðileg-
um hyljum og fossum gefið nafn,
og amma með sína krossgátu-
reynslu var ekki í vandræðum
með að finna öllum pollum pass-
andi og falleg nöfn. Í þessari ferð
tíndum við líka ógrynni af fjalla-
grösum. Við fylltum heilar regn-
buxur af fjallagrösum og hún
sauð svo fyrir okkur fjallagra-
samjólk þegar komið var í veiði-
húsið. Þetta varð svo fastur liður
í mörg ár á eftir, langt fram á
fullorðinsár hjá mér – að hún
eldaði fyrir mig sérstaklega
fjallagrasamjólk þegar ég kom í
heimsókn í Hvassaleitið og síðar
á Austurströndina, enda var
þessi réttur í miklu uppáhaldi
hjá mér.
Þegar ég var að rembast við
að æfa skíði og fór síðar að
brölta upp hin ýmsu fjöll, fór
amma að segja mér sögur úr
sinni æsku sem gerðu hana að
mikilli hetju í mínum augum.
Hún stundaði skíðamennsku
með KR-ingum í Skálafelli eins
og ég, nema að þetta var á þeim
tíma að þau löbbuðu náttúrlega
upp brekkurnar með skíðin á
bakinu. Þetta þótti mér, ung-
lingnum spilltum af þægindum
nútímans, með ólíkindum að
nokkur myndi nenna. En hún
stundaði líka fjallamennsku. Á
sínum unglingsárum fór hún
meðal annars með öðrum KR-
ingum í mikið ferðalag austur í
Skaftafell, fóru á hestbaki yfir
sandana og upp á skriðjökla á
Suðurlandi til að losna við að
fara yfir jökulárnar þar. Frá
Skaftafelli löbbuðu þau síðan á
Hvannadalshnúk á mettíma og
borguðu fyrir gistinguna á
Skaftafelli með því að hjálpa til
með heyskapinn. Þetta þótti mér
stórmerkilegt afrek fyrir unga
stúlku á þessum tíma. Sögurnar
hennar ömmu hafa oft verið mér
hugleiknar þegar ég hef sjálfur
verið að fara á fjöll í gegnum ár-
in.
Elsku amma, takk fyrir allt,
hvíl í friði.
Arnór Árnason.
Ég er lánsöm að hafa átt hana
ömmu Lísu að.
Amma passaði sérlega vel upp
á okkur barnabörnin alla tíð. Ég
hafði alltaf á tilfinningunni að
amma vildi helst verja tíma sín-
um með okkur, sem er ákaflega
dýrmæt tilfinning. Aldrei vorum
við fyrir, né til trafala, amma gaf
okkur verkefni við hæfi og fann
öllum stað.
Í jólaboðunum í gamla daga
sat amma alltaf við krakkaborðið
og spilaði við okkur grislingana
og á ég margar hlýjar minningar
um þær stundir. Kannski eiga
þær minningar hlut í því að mér
hefur aldrei fundist hún amma
mín vera gömul, hún var félagi
okkar krakkanna, einatt létt í
skapi og ávallt var stutt í hlát-
urinn.
Amma lagði sig fram um að
fylgjast vel með. Námsfram-
vinda jafnt sem vinamál, ekkert
var henni óviðkomandi og pass-
aði hún jafnan upp á að það liði
ekki of langur tími á milli spjall-
stundanna okkar. Eftir að börnin
mín fæddust fylgdist amma vel
með þeim vaxa og þroskast. Hún
vissi allt um þeirra áhugamál og
skapgerð og kímdi oft yfir sam-
skiptum þeirra á milli.
Ég var einnig svo heppin að fá
að búa hjá ömmu og afa með
pabba mínum síðasta árið mitt í
grunnskóla. Amma eldaði þá fyr-
ir mig hafragraut á hverjum
morgni og oft sátum við og
skröfuðum saman yfir grautnum.
Þau eru mörg heilræðin frá þess-
um tíma sem ég hef reynt að til-
einka mér og lifa eftir. Það er
mér einna minnisstæðast að
amma sagði aldrei styggðaryrði
um nokkurn mann, þá væri nú
betra að segja bara ekki neitt.
Hlýjan og alúðin sem stafaði
frá ömmu var leiðarljós allrar
fjölskyldunnar. Því fann ég sér-
staklega fyrir við andlát föður
míns, þá stóð öll stórfjölskyldan
saman og fyrir það er ég æv-
inlega þakklát.
Íris Björnsdóttir.
Lovísa Hafberg
Björnsson
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
KÁRA SÖEBECK KRISTJÁNSSONAR,
Miklubraut 64,
Reykjavík.
Aðalheiður Ísleifsdóttir,
Kristín Káradóttir, Albert Sigtryggsson,
Sigríður Káradóttir, Guðjón Guðmundsson,
Tryggvi Kárason, Guðrún R. Rafnsdóttir,
Trausti Kárason, Selma Rut Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengda-
móðir og amma,
UNNUR ERLA ATLADÓTTIR
GEORGSSON,
andaðist á sjúkrahúsi í Boca Raton, Flórída,
að morgni miðvikudagsins 29. maí.
Sverrir Ólafur Georgsson,
Atli William Kendall, Holly Greif,
Harry Robert Kendall, Diane Kendall
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR A. ÓLAFSSON
málarameistari,
Árskógum 8,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss-
vogi þriðjudaginn 28. maí.
Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn
4. júní kl. 13.00.
Gísli Örvar Ólafsson,
Valgerður Björk Ólafsdóttir, Reynir Jóhannsson,
Helga H. Ólafsd. Gustafsson, Roger Gustafsson,
Hulda Sjöfn Ólafsdóttir, Ólafur Sturla Kristjánsson,
Ólafur Örn Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐFINNA EYVINDARDÓTTIR,
Stella,
lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja þriðjudaginn
21. maí.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn
1. júní kl. 14.00.
Lilja Þorsteinsdóttir, Gylfi Sigurjónsson,
Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Gunnar Björnsson,
Elíza Þorsteinsdóttir,
Geir Newman,
barnabörn og barnabarnabörn.
Skrifstofur eftirtalinna stofnana
að Stórhöfða 27 & 31
verða lokaðar vegna útfarar
Stefáns Ó. Guðmundssonar
föstudaginn 31. maí frá kl 12.
Ra�iðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa ra�iðnaðarins
Ákvæðisvinnustofa ra�iðna
Virk, ráðgjafar Stórhöfða 27
Ra�iðnaðarsamband Íslands
Félag bókagerðarmanna
MATVÍS
Sta�ir, lífeyrissjóður