Morgunblaðið - 31.05.2013, Qupperneq 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013
Litríkur Egill
-Nú kemur Egill Ólafsson fram á
tónleikunum með ykkur. Af hverju
valdir þú hann?
„Ja, það var stungið upp á honum
við mig, ég kynnti mér hans verk og
hann virkaði áhugaverður. Hann á
sér greinilega langa sögu í íslenskri
tónlist, hefur leikhæfileika og er líf-
legur á sviði. Hann virðist líka beita
rödd sinni með fjölbreyttum hætti, ef
marka má það sem ég hef hlustað á.
Ég kann að meta menn sem bregða
sér í hlutverk og eru ekki eintóna og
alltaf eins, sama hvaða tónlist þeir
eru að flytja. Mér líkar það þegar
menn laga rödd sína að tónlistinni,
finnst það mikilvægt. Ef frægur list-
málari notaði bara rauðan, bláan og
grænan yrði það dálítið leiðigjarnt.
Þú átt marga valkosti, fjölda lita sem
þú getur tjáð með röddinni,“ segir
Anderson. Það sama eigi við um
þverflautuna, þegar hann leiki á hana
reyni hann að kalla fram hin ýmsu lit-
brigði.
-Þekkir þú til Þursaflokksins,
proggrokksveitar Egils?
„Ég hef hlustað á tónlistina þeirra
og við spilum eitt lag eftir þá, lag
sem hann kallar „Brúðkaupslagið“,“
segir Anderson og á þar væntanlega
við „Brúðkaupsvísur“. „Ég reyni
ekki að bera fram íslensk nöfn,“ seg-
ir Anderson og hlær.
Flautuleikarar á öðrum fæti
-Að lokum, af hverju leikurðu á
flautuna á öðrum fæti?
„Það hófst reyndar í febrúar 1968 í
Marquee-klúbbnum. Ég var að leika
á munnhörpu þar sem þetta var blús-
sveit þá. Ég var þá nýbyrjaður að
leika á þverflautu, um tveimur mán-
uðum fyrr, lék á hana í nokkrum lög-
um en líka á harmónikku. Þegar mað-
ur leikur blús á harmónikku beygir
maður nótuna með því að soga að sér
loft í stað þess að blása og ég lyfti öðr-
um fæti upp ósjálfrátt, stóð eiginlega
á öðrum fæti með hljóðnemann og
harmónikkuna í höndunum. Fólk tók
eftir þessu og einnig því að ég lék á
þverflautu í öðrum lögum. Það fyrsta
sem skrifað var um tónleika Jethro
Tull í Marquee í Lundúnum, í tónlist-
ardálkum dagblaða þess tíma, var að
söngvarinn léki á þverflautu og stæði
á öðrum fæti. Og það var þannig séð
rétt þó ég hafi ekki staðið á öðrum
fæti þegar ég lék á þverflautuna. En
ég varð að læra að gera það því fólk
bjóst við því að sjá það á tónleikum,“
segir Anderson og hlær. Þessi staða
hafi orðið að eins konar vörumerki
hljómsveitarinnar og mörgum árum
síðar hafi hann komist að því að fleiri
flautuleikara sem standa á öðrum
fæti væri að finna í heimssögunni,
m.a. í hindúatrú þar sem guðinn
Krishna leikur á þverflautu á öðrum
fæti til að draga á tálar ungar smala-
stúlkur og í ævintýrinu um rottufang-
arann frá Hamlin, þann sem lokkaði
börn bæjarbúa út úr bænum með
fögrum flautuleik. Þá megi fleiri
dæmi finna í trúarbrögðum, m.a. hjá
indíánum Suður-Ameríku.
Engin Grammy-verðlaun
„Ég held þetta hafi eitthvað með
jafnvægi að gera, það er eitthvað
glaðlegt við það að leika á þverflautu
með því að halda jafnvægi á öðrum
fæti,“ segir Anderson um jafnvæg-
islistina góðu sem hann hefur stund-
að í áratugi. Einhverra hluta vegna
sé þessi staða tengd flautunni frekar
en öðrum hljóðfærum, hann viti í það
minnsta ekki um gítar- eða kontra-
bassaleikara sem leiki á öðrum fæti.
„Að því er ég best veit er ég eini nú-
lifandi maðurinn sem leikur á þver-
flautu á öðrum fæti. En það eru ekki
veitt Grammy-verðlaun fyrir besta
þverflautuleik á öðrum fæti, ef svo
væri hlyti ég þau á hverju ári,“ segir
Anderson kíminn og bætir því við að
lokum að hann hlakki mikið til Ís-
landsfararinnar. Hann sé einlægur
aðdáandi lands og þjóðar.
bragðið glatist. „Vakning hefur hins
vegar orðið meðal heimamanna um að
glata ekki þessari kunnáttu,“ segir Íris
Ólöf og tekur fram að í þessum fyrsta
hluta sýningarinnar megi sjá ýmsa list-
muni kvenna. Þess má geta að í
tengslum við sýninguna verður boðið
upp á stutt námskeið í annars vegar
perlusaumi og hins vegar trommugerð
síðar í sumar.
„Í þriðja hlutanum er fjallað um
barnamenningu í Ittoqqortoormiit,
s.s. listmenntir og handverk barna,
leiki og störf,“ segir Íris Ólöf og tekur
fram að líkt og gildi um störf kvenna
þá hafi leikir barna breyst með
breyttu samfélagi. „Í dag er enginn
munur á leikjum grænlenskra og ís-
lenskra barna, en fyrr á tímum end-
urspegluðu barnaleikir grænlenskra
barna veiðimannasamfélagið með
sama hætti og leikir íslenskra barna
tóku mið af bændasamfélaginu,“ seg-
ir Íris Ólöf.
Eins og fyrr segir er sýningin far-
andsýning og til þess að auðvelda
flutning hennar milli landa er sýning-
unni komið fyrir í þremur koffortum
eða boxum sem rúma hvert um sig
eitt þriggja þema sýningarinnar.
„Sýningin í heild er síðan römmuð
inn af fjölda portrettljósmynda sem
hollenski ljósmyndarinn og líffræð-
ingurinn Ko de Korte tók af nokkrum
íbúum í Ittoqqortoormiit á árunum
1973-1975. Myndirnar skapa réttu
stemninguna fyrir sýninguna. Á sýn-
ingunni má einnig lesa viðtöl sem ég
hef tekið við átta konur sem búa í
bænum í dag, bæði ungar og eldri,
þar á meðal nokkrar sem myndaðar
voru af Ko de Korte á sínum tíma. Í
viðtölunum segja þær frá lífi sínu,
löngunum og þrám,“ segir Íris Ólöf.
Þess má að lokum geta að þó sýn-
ingin sjálf verði til sýnis í Byggða-
safninu Hvoli fer opnun sýning-
arinnar fram í Menningarhúsinu
Bergi á Dalvík nk. sunnudag kl. 14.
Þar verða einnig til sýnis munir frá
Grænlandi, m.a. túpílakkar og hunda-
sleði í öllu sínu veldi ásamt brúðum í
viðeigandi klæðnaði. Á opnunardag-
skránni koma fram grænlenskir lista-
menn, þ.e. söngvari og trommari, auk
þess sem tíu grænlensk börn frá It-
toqqortoormiit munu dansa og
syngja. Gestum verður boðið að
smakka grænlenskan mat.
Ljósmynd/Völundur Jónsson
Grímur Íris Ólöf Sigurjónsdóttir er sýningarstjóri og forstöðumaður á Hvoli.
31.05.13 Fös. kl. 20:00 ÖRFÁ SÆTI Silfurberg
01.06.13 Lau. kl. 20:00 ÖRFÁ SÆTI Silfurberg
08.06.13 Lau. kl. 20:00 ÖRFÁ SÆTI Norðurljós
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fös 31/5 kl. 19:00 Lau 8/6 kl. 19:00 Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn.
Lau 1/6 kl. 13:00 Sun 9/6 kl. 13:00 Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn.
Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn.
Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn.
Fim 6/6 kl. 19:00 Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn.
Fös 7/6 kl. 19:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn.
Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu!
Gullregn (Stóra sviðið)
Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas
Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00
Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Allra síðustu sýningar.
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Sun 9/6 kl. 20:00 lokas
Meistaraverkið eftir John Steinbeck.
Núna! (Litla sviðið)
Þri 4/6 kl. 20:00 lokas
Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu.
Circus Cirkör: Wear it like a crown (Stóra sviðið)
Fim 4/7 kl. 20:00 Lau 6/7 kl. 20:00 Mán 8/7 kl. 20:00
Fös 5/7 kl. 20:00 Sun 7/7 kl. 20:00 Þri 9/7 kl. 20:00
Í samstarfi við Norræna húsið. Meginsýning Volcano sirkushátíðarinnar.
Tengdó (Litla sviðið)
Fös 31/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00
Lau 1/6 kl. 20:00 Fös 7/6 kl. 20:00 lokas
Grímusýning síðasta leikárs. Allra síðustu sýningar.
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Tengdó – HHHHH – EB, Fbl
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Fös 31/5 kl. 19:30 Fös 7/6 kl. 19:30 Fim 13/6 kl. 19:30
Lau 1/6 kl. 19:30 Lau 8/6 kl. 19:30 Fös 14/6 kl. 19:30
Sun 2/6 kl. 19:30 Sun 9/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30
"Fullkomin útfærsla á skáldsögunni" SÁS Fréttablaðið
Kvennafræðarinn (Kassinn)
Fös 31/5 kl. 19:30 Fim 6/6 kl. 19:30
Lau 1/6 kl. 19:30 Lau 8/6 kl. 19:30
Brjálæðislega góð sýning!
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 2/6 kl. 14:00 Sun 9/6 kl. 14:00 Lokas.
Síðustu sýningar!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 1/6 kl. 13:30 Lau 8/6 kl. 13:30
Lau 1/6 kl. 15:00 Lau 8/6 kl. 15:00
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Patch Adams - fyrirlestur (Stóra sviðið)
Fim 6/6 kl. 19:30