Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Síða 28
*Matur og drykkir Elísa bauð í grænmetis- og tófúveislu enda hefur hún aldrei smakkað kjöt á ævinni »32 H elga Mogensen hefur lif- að og hrærst í hollri og vandaðri matargerð í fjölmörg ár og margir tengja hana við helstu heilsustaði Íslands í gegnum tíðina; Lifandi markað, Krúsku og Á næstu grös- um. Helga er komin á nýjar slóðir þessa dagana en hún eldar rétti, ekki bara græna, heldur fyrst og fremst úr vönduðu hráefni og rétt- irnir fást í matvöruverslunum. Úr eldhúsi Helgu Mogensen kallast línan en í henni má meðal annars finna indverskan lambakjötsrétt, grænmetisrétti, sósur og hummus. „Ég sá glufu í markaðnum en það hefur vantað meiri fjölbreyti- leika í rétti sem hægt er að kaupa í matvöruverslun og fara með heim eða í vinnuna. Ég fór því út í að stúdera hvernig umbúðirnar gætu verið handhægar og umhverf- isvænar og er mjög ánægð með út- komuna. Mér finnst mjög margir orðnir meðvitaðri um það að lesa innihaldslýsingarnar en þessir rétt- ir eru með hráefni sem geymist ekki vikum saman í hillum.“ Rétt- irnir fást enn sem komið er hjá Lifandi markaði, í Melabúðinni og hjá Fjarðarkaupum. Lasanjað sem Helga útbjó er einfalt að matreiða að hennar sögn og gott að laga stóra uppskrift en þessi er fyrir 5-6 manns. „Með heimalagaða avókadómaukinu og góðu salati er það æðislegt.“ Morgunblaðið/Ómar HELGA MOGENSEN KANN SITT FAG Í ELDHÚSINU Ekki síðra daginn eftir MATGÆÐINGAR LANDSINS ÞEKKJA HELGU MOGENSEN AÐ GÓÐU EINU SAMAN. GRÆNMETISLASANJAÐ HENNAR STENDUR UNDIR NAFNI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Helga Mogensen hefur loks markaðssett matseld sína undir eigin nafni. Morgunblaðið/Ómar 250 g rauð paprika, skorin í strimla 250 g laukur, í þunnum sneiðum 250 g gulrætur, þunnt skornar 300 g frosið spínat eða poki af fersku spínati 1 poki góður ostur 1 dós kotasæla 1 stk. væn sæt kartafla 3 stk. hvítlauksrif, smátt skorin 3 msk. góð olía 1 msk. paprikukrydd 3 lasagnaplötur 1 dós af ljúffengri tómatasósu ½ tsk. cayennepipar 2 msk. salt 1 msk. turmerik 2 tsk. grófkorna pipar Skrælið sætu kartöfluna og skerið í 1 cm þykkar sneiðar. Raðið á plötu sem á er bökunarpappír, penslið með olíu og bakið í 12 mín- útur við 190°C. Kartöflurnar eru notaðar með lasagnaplötunum. Látið lauk og hvítlauk malla við vægan hita, saltið og kryddið. Bætið gulrótum og papriku saman við laukinn. Leyfið grænmetinu að mýkjast. Bætið spínati og tómatasósu saman við. Látið sjóða í nokkrar mínútur. Smakkið til. Raðið lagskipt í ofnfast fat; grænmeti - lasagnaplötur - grænmeti og sætu kartöflurnar til skiptis. Græn- meti og kotasæla, þekja síðan með osti. Bakið í ofni við 190°C í 15- 20 mín. Berið fram með heimalöguðu quacamole og salati. Quacamole 2 stk. vel þroskuð avókadó, vel maukuð 1 stk. chili-pipar, fræhreinsaður og smátt skorinn ½ stk. rauðlaukur, skorinn í litla bita 2 tómatar, fræhreinsaðir og skornir í litla bita Handfylli af smátt söxuðu kóríander 1 tsk. gróft salt 2 tsk. sítrónusafi Lasanjna Helgu Mogensen

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.