Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Síða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Síða 37
5.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 V öruhönnuðurinn Jonathan Ivey, sem hefur stjórnað ótrúlega vel heppnaðri útlits- hönnun á Apple-vörum undanfarin ár, allt frá borðtölvum til iPod mini, hefur nú einnig verið gerður ábyrgur fyrir útlitshönnun stýri- kerfisins og þeirra smáforrita sem eru innbyggð í það. Fram til þessa hefur sú hönnun verið í höndum manns að nafni Scott Forstall, sem hefur aðhyllst hönnunstefnu sem byggist á að láta smá- forrit líkjast raunverulegum hlutum sem mest. Þannig hefur til dæmis minn- ispunktaforritið í iPhone minnt á Post-it-miða, með gulum bakgrunni og let- urgerð sem minnir á skrif- stafi, en aðrir framleiðendur hafa flestir aðhyllst svo- kallaða flata hönnun, þar sem áhersla er lögð á naumhyggju, fáa liti og litlar truflanir sem hentar betur litlum skjám. Forstall hefur nú verið látinn taka pokann sinn hjá Apple og Ivey mun nú hafa yfirumsjón með allri hönnun hjá Apple, en það er mörgum fagnaðarefni. Þegar hafa lekið upplýsingar þess efnis að hönnun iOS verði mun flatari. Allt prjál í notendaviðmótinu verður látið víkja og áhersla lögð á stíl- hreina og einfalda hönnun á borð við þá sem hefur ein- kennt vöruhönnun Ivey hjá Apple. Ef satt reynist má búast við að þessi breyting eigi eftir að hafa mikil áhrif á sölutölur Apple fyrir síðari hluta þessa árs. IOS 7 STÝRIKERFI VÆNTANLEGT Apple hyggur á breytingar STÝRIKERFIÐ IOS 7 FYRIR IPHONE OG IPAD ER VÆNTANLEGT Í SUMAR. TALSVERÐ SPENNA RÍKIR FYRIR ÞVÍ AÐ SJÁ HVAÐA BREYTINGAR VERÐA KYNNTAR TIL SÖGUNNAR, EKKI SÍST VEGNA ÞESS AÐ SÖGUR HERMA AÐ TALSVERÐAR BREYTINGAR VERÐI Á ÚTLITI ÞESS. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Útlitshönnun nýs stýrikerfis fyrir snjallsíma og spjaldtölvur Apple fyrirtækisins verður laus við allt prjál. AFP Verslunin Macland flytur í vikunni í nýtt húsnæði að Laugavegi 17 en verslunin hefur verið starfrækt að Klapparstíg 30, þar sem skemmti- staðurinn Sirkus var áður til húsa, frá því í desember 2010. Macland var upphaflega stofnað 2009 sem ódýr viðgerðarþjónusta fyrir Apple-notendur en er nú bæði verslun og verkstæði. MACLAND FLYTUR Ekki lengur í Sirkus Þegar Google leitarvélin er opnuð lagar hún sig að landi notandans. Sé farið inn á leitarvélina hér á landi stendur Ísland neðan við merki Google. Þann 1.maí viðurkenndi Google sjálfstæði Palestínu með því að breyta heitinu sem birtist neðan við merkið þannig að nú stendur Palestína en ekki palest- ínsku sjálfsstjórnarsvæðin. GOOGLE LEITARVÉLIN Sjálfstæð Palestína Smáforrit virðast vaxa á trjánum og að velja leiki fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem henta yngstu kyn- slóðinni getur verið mikill höfuð- verkur fyrir foreldra. Á vefnum bestappsforkids.com má finna gott yfirlit yfir ótal leiki fyrir börn og segjast aðstandendur síðunnar aðeins taka fyrir bestu leikina fyrir hvern aldurshóp. Best fyrir börnin BESTAPPSFORKIDS.COM iPhone 5 Smáralind | Sími 512 1330 Laugavegi 182 | Sími 512 1300 Verð frá: 249.990.- Verð áður frá: 269.990.- iMac MacBookAir MacBook Air 11” Verð frá: 179.990.- MacBook Air 13” Verð frá: 219.990.- Verð áður frá: 249.990.- iPhone 5 Verð frá: 119.990.- Verð áður frá: 124.990.- 2.000 kr. símnotkun á mánuði í 12 mánuði hjá NOVA fylgir iPhone5, keyptum hjá epli.is Gildir í áskrift og frelsi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.