Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 41
Á sa stundaði nám í Finnlandi og útskrif- aðist sem silf- ursmiður frá Lahti Design Institute árið 1994. Árið 1997 lauk hún MA-námi í iðnhönnun frá University of Art and Design, UIAH í Helsinki. Hún stofnaði asa árið 2008 og hefur hannað skart- gripi sína undir því nafni. „Ég lærði upphaflega gull- og silfursmíðar en fór svo í framhaldsnám í iðn- hönnun. Ég vann eitt ár sem iðnhönnuður í Suður- Kóreu en leitaði svo aftur í skartgripina þegar ég kom heim, þeir eru svo spennandi og áhuga- verðir. Sagan er svo mikil. Á öllum tímum og hvar sem er í heiminum hef- ur fólk borið skartgripi. Fólk hefur trúað því gegnum aldirnar að skart geti fært eigandanum töfra og styrk. Þá ber fólk skart trúar sinnar vegna eða jafnvel sem stöðutákn. Þetta er ævaforn iðngrein og menningin sem fylgir því einnig mismunandi. Þá geta skartgripir sagt mikið um þann sem þá ber. En þetta er íhaldssöm og gam- aldags iðngrein,“ segir hún og brosir. Hvernig myndirðu lýsa eigin hönnun? „Skartgripir asa eru stílhrein norræn hönnun. Ég legg áherslu á fínlegar og einfaldar línur, kvenleika og fágun. Hug- myndin er að skapa sterka og fjölbreytta vörulínu sem hentar breiðum hópi kvenna. Allir skartgripir asa eru unnir úr silfri en svo nota ég líka stundum steina og perlur þar sem mér finnst það eiga við. Skartgripirnir þurfa svo að vera þægilegir og auðveldir að nota.“ Hvað er heitast í skart- gripahönnun í dag? „Silfurskart- gripir eru mjög vinsælir og hafa verið síðustu árin. Skart hefur verið að minnka mikið en mikil verð- hækkun eðalmálmanna skýrir það örugg- lega að miklu leyti.“ Skartgripir asa fást í skartgripaversl- unum víðsvegar um landið, m.a. í Kraumi, Mebu, Frank Michelsen og flugvélum Icelandair. Hægt er að skoða skartgripi asa á vefsíðunni asajewell- ery.com og einnig á Face- book.com/asajewellery. Ása Gunnlaugsdóttir hönnuður. Ljósmynd/G. Bjarki Gudmundsson FÍNLEGAR OG EINFALDAR LÍNUR Alltaf aftur í skartgripina ÁSA GUNNLAUGSDÓTTIR GULLSMIÐUR FÆR OFT HUG- MYNDIR Á FERÐALÖGUM, ALLT FRÁ LYNGI Á HÁLENDI ÍS- LANDS TIL SMÁATRIÐA Í BYGGINGUM STÓRBORGA. Unnur H. Jóhannsdsóttir uhj@simnet.is Hálsmen úr línu sem kennd er við sumar- blæinn. Blómið Gleym mér ei er fyrirmynd þessa hrings. 5.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Föt og fylgihlutir Hjartagull hálsmen. Armband úr línunni Hríma. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Full búð af nýjum vörum TIMEOUT Bæjarlind 16 Kópavogur Sími 553 7100 www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16 Tímalaus skandinavísk hönnun þar sem hreinar línur, gæði og þægindi haldast í hendur. Stillanlegt bak og hnakkapúði sem tryggja hámarks þægindi. Fáanlegur í hnotu, eik eða svartbæsaður. Frábært úrval af leðri og áklæðum í boði. Hönnun: Jahn Aamodt Stóll kr. 267.500 Stóll + skemill kr. 334.900

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.