Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 47
5.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 viku er sú að prufurnar fara yfirleitt fram í um fimm klukkutíma akstursfjarlægð frá heimili þeirra. „Við keyrum í um fimm tíma fyrir kannski tíu mínútna prufu. Hver prufa er því ferðalag fyrir okkur. Þetta væri auðvit- að mun auðveldara ef við byggjum í borginni, þá gæti hún komið heim úr skólanum, fengið sér að borða og skottast sjálf á staðinn. Ég ákvað því þegar ég var í millibilsástandi í vinnunni að snúa ekki aftur til vinnu heldur styðja Chloe í því að koma sér áfram. Ég vann sem félagsráðgjafi í skólum en það var sameiginleg ákvörðun fjölskyldunnar að fara þessa leið.“ Tina er þó í símanum og tölvunni meðan dóttir hennar er í tökum og fjarstýrir uppeldi og þörfum systkina Chloe – 13 ára bróður og 16 ára systur – og ýmsum erindum heima fyrir. „Við erum þó svo heppin við for- eldrarnir að ömmur og afar búa nálægt heim- ili okkar sem og systur mínar og vinafólk. Það eru því margir til að leggja hönd í bagga með- an við Chloe erum víðsfjarri.“ En hvað sagði fjölskyldufaðirinn við því að þær mæðgur færu til Íslands. Tina hlær. „Áð- ur en Latibær kom til sögunnar höfðum við rætt það okkar á milli að Chloe yrði kannski ár til viðbótar í áheyrnarprufum. Og nú erum við hér. Við fjölskyldan höfum aldrei verið svona lengi aðskilin – mesta lagi í viku.“ Chloe lýsir því hvernig henni varð við þegar hún fékk símtalið um að hún hefði hreppt hlutverk Sollu stirðu. „Ég fór í áheyrnarprufu og daginn eftir var ég kölluð inn aftur. Þá var bleika hárkollan mátuð á mig til að sjá hvern- ig hún færi mér. Tveimur vikum síðar hafði ég ekkert heyrt og var orðin mjög óþreyjufull. Ég spurði mömmu á hverjum einasta degi hvort það væri eitthvað að frétta og aldrei var neitt að frétta. Ég var heima hjá ömmu þegar mamma hringdi í mig með tíðindin og við amma hoppuðum um af gleði.“ Tina segir að þá hafi næsta verk á dagskrá verið að spyrja hvert þær væru að fara og út- skýra svo fyrir fjölskyldunni að þær væru að fara til Íslands í margar, margar vikur. „Í prufum hugsar maður ekki út í það hvert för- inni er heitið fyrr en ljóst er að Chloe á möguleika á að fá hlutverkið. Ég man að ég sagði föður hennar frá því að hún væri í pruf- um og hún ætti von á símtali daginn eftir þess efnis hvort hún ætti möguleika. Þar á eftir bætti ég við mjög hratt og reyndi að vera eins óskýrmælt og ég gat; „og-það-eru-tökur- Íslandi-í-13-vikur“. Hann var auðvitað stand- andi hissa og spurði: „Sagðirðu hvað? Hvar?“ Ég hughreysti hann, sagði honum að hafa engar áhyggjur, hún fengi örugglega ekki hlutverkið. Tveimur vikum síðar sagði ég og reyndi að láta sem ég segði þetta í hálfkær- ingi: „Meðan ég man, Chloe fékk hlutverkið.“ En okkur finnst þetta blessun. Við lítum á þetta sem einstakt tækifæri.“ Fílar Chloe Magnús Scheving og Stefán Karl? „Við hittum einmitt Stefán Karl á Laugaveginum í gær, í fyrsta skipti í meira en hálft ár því tökur byrjuðu auðvitað ekki fyrr en í dag. Hann er hrikalega fyndinn og skemmtilegur.“ Tina lýsir fagnaðarlátunum á Laugaveginum og það er greinilegt að þau hafa grínast mikið og Chloe getur ekki hætt að hlæja þegar hún lýsir endurfundunum – þær mæðgur voru í bíl en Stefán Karl á göngu. „Chloe öskraði „læsið dyrunum“ þegar Stefán Karl kom askvaðandi með fíflalæti,“ segir Tina og þær skellihlæja báðar. „Magnús Scheving hefur mjög smitandi orku. Til- hlökkun hans og gleði smitast til okkar hinna.“ Þær mæðgur notuðu einnig gúglið til að komast í kynni við Stefán Karl og Magnús Scheving áður en þær komu til landsins í fyrsta sinn. „Það stóð allt heima sem við lás- um um þá pilta. Það er ótrúlegt hvað það hef- ur mikið fallegt verið skrifað um félagana og mér fannst ég næstum þekkja þá af þessum lestri. Netið er sneisafullt af upplýsingum og við getum vottað að þetta stóðst allt. En til merkis um það hvað Google kom sér vel þá fór ég líka á Google Earth og fletti því upp hvar við yrðum og skoðaði húsþakið á mynd- verinu hér í Garðabæ áður en við komum!“ Chloe segir Sollu stirðu á margan hátt líka sér. „Við erum báðar orkuboltar, hraustar og vinmargar. Hér á Íslandi á ég íslenska vini og ég veit fátt skemmtilegra en að vera með þeim, fara í Laugardalslaugina og Smáralind, og svo er ég með vini mína vestanhafs alltaf með mér yfir daginn í gegnum tölvuna. Ég er líka í góðu sambandi við systkini mín. Ég er yngst. Jú, það er mjög gott að vera yngst. Ég kemst til dæmis upp með margt! Ef við syst- urnar erum að rífast þarf hún að lúffa því mamma segir henni að það sé hennar hlut- verk þar sem hún sé eldri,“ segir Chloe og skellihlær. „En það er mjög gott að geta feng- ið aðstoð frá eldri systur með heimalærdóm og ýmislegt annað.“ Chloe er sem fyrr segir með einkakennara meðan hún dvelur í Latabæjarmyndverinu og að sjálfsögðu eigin herbergi; hvítt og bleikt herbergi með skrifborði, sófum, Justin Bieber- veggmyndum og öllu því sem 11 ára stelpa þarf. Kostir þess að vera í einkakennslu eru fjölmargir. „Ég kemst ekki upp með að þykj- ast kunna námsefnið og ég get fengið betri útskýringar á því sem ég skil ekki en þegar margir nemendur eru. Þá get ég á móti líka farið hratt yfir þá kafla sem ég kann vel án þess að þurfa að bíða eftir hinum nemend- unum. Ég sinni heimavinnunni á kvöldin þeg- ar ég kem heim, eftir að hafa farið í sturtu og borðað kvöldmat.“ Chloe hljómar nær óaðfinnanlega í sínu og afar samviskusöm. En Tina minnir á að hún er ofureðlilegt barn sem er alls ekki alltaf til í að henda sér í stærðfræðina. Og hennar hlut- verk er að vera mamma á tökustað og finna hana á kaffistofunni að hafa það skemmtilegt og spjalla þegar hún á að koma beint í að læra stærðfræði í herberginu sínu. Enda trekkir kaffistofan að. Þar eru að vísu ekki börn en húsið er fullt af fullorðnu fólki sem bregður á leik með Chloe. „Ég þarf bara að minna alla á að láta hana ekki komast upp með allt bara af því að hún er yngst.“ Chloe grípur fram í; „En ég kemst ekki upp með neitt mamma!“ „Það er af því að ég er búin að segja þeim það!“ svarar móðir hennar. En hvað gerir Chloe til að sinna hlutverki sínu sem best? Hefur hún lært eitthvað nýtt? Og hvað gerir hún þegar hún er ekki í Lata- bæ? „Ég dansa auðvitað allan ársins hring. Það eru í kringum fimm danskeppnir á ári sem ég tek þátt í. Í sumar er keppni á dag- skrá í júlí en það verður frí í Latabæ í þeim mánuði. Það er mikil vinna á bak við hverja keppni. Hér í Latabæ hef ég svo lært hluti eins og að sippa og kasta og grípa bolta. Ég var alls ekki góð í því. Framtíðin? Jú, mig langar að halda áfram á þessari braut eða í einhvers konar sköpun, jafnvel listum. Ég teikna mikið.“ Er aldrei erfitt fyrir Tinu að fylgjast með öðrum segja dóttur sinni til og hve vinnudag- urinn getur orðið langur? „Ég vona að hæfileikar hennar og þessi þjálfun í að leggja hart að sér muni gagnast henni alla ævi. Ég kann vel við fólk sem legg- ur hart að sér, það skiptir miklu máli í lífinu. Að sjá hana hér fyllir mig stolti. Ég er stolt af því hvað hún er dugleg og ég var mjög spennt fyrir hennar hönd að hún skuli fá tækifæri til að kynnast þessu framandi umhverfi og læra nýja hluti. Hér fær hún líka einstakt tækifæri til að læra allt um sjónvarpsframleiðslu og hvað sem hún mun gera í framtíðinni þá er þetta ein stoppistöð í lífinu sem er full af lær- dómi.“ Danssporin æfð að morgni dags með danskennaranum Stellu Rósinkranz. Lagið tekið en Chloe þykir afar fjölhæf og skrarar fram úr í námi, dans, söng og leik. Kennslustund hjá Laurie Berg fyrir hádegi; grísk goða- fræði er námsefnið þennan daginn. Átrúnaðargoðið; Justin Bieber prýðir veggi herbergis hennar. * Ég vona að hæfi-leikar hennar ogþessi þjálfun í að leggja hart að sér muni gagnast henni alla ævi. Ég kann vel við fólk sem leggur hart að sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.