Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Page 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013 Mér þykir vænt um Harry Hole ognú þegar fréttir herma að JoNesbø sé að skrifa síðustu bók sína um þennan drykkfellda lögreglu- mann þá er mér ekki alveg rótt. Við sem höfum fylgst með Harry Hole gegnum árin vitum að hann er brotinn maður, þrek hans er svo að segja þrotið, bæði andlega og líkamlega. Ekki er ólíklegt að skapari hans, Jo Nesbø, veiti honum nú náðarhöggið. Kannski átti Harry Hole aldrei fram- tíð fyrir sér. Leiðin lá stöðugt niður á við. Sjálfseyðingarhvötin var of mikil. Ekki vissi maður glöggt ástæðu þess að Harry Hole var svo brotinn maður, en þá er þess að gæta að fyrsta bókin um Harry Hole hefur ekki verið þýdd á íslensku og ekki hafði maður rænu á að útvega sér hana á norsku. Bókin kom hins vegar ný- lega út á ensku og nefnist The Bat en Nesbø hlaut á sínum tíma Glerlykilinn, norrænu glæpa- sagnaverðlaunin, fyrir þessa frumraun sína. Bókin var ekki fyrr komin í Ey- mundsson á Skóla- vörðustíg en ég greip hana um leið og ég rak upp fagnaðaróp. Nú er ég búin að lesa hana og skilningur minn á innri vansæld Harry Hole hefur eflst og samúð mín aukist, og var hún þó allmikil áður. „Alkóhólismi er skelfilegur sjúkdómur,“ sagði ég við vinnufélaga minn sem les bækur Jo Nesbø af næstum því sama ákafa og ég, þótt mér finnist reyndar stundum vanta upp á sanna innlifun hans. Enda varð hann eins og spurningarmerki við þessi orð mín. „Ég er að tala um Harry Hole, ég var að lesa fyrstu bókina um hann,“ sagði ég og bætti við: „Ég vissi ekki að hann hefði lent í svona skelfileg- um aðstæðum svona ungur. Ekki skrýtið að hann hafi aldrei almennilega jafnað sig.“ Vinnnufélaginn var fljótur að ná sér í The Bat og höfum við síðustu daga skipst á athugasemdum um bókina og erfiða lífsreynslu Harry Hole. Enn finnst mér þó skorta á að vinnufélaginn sýni nægileg tilfinningaleg viðbrögð við því sem hann les. En hann er auðvitað afar jarðbund- inn karlmaður sem er ekki mikið fyrir að kippa sér upp við ógæfu sögupersóna. Hann sér þær sem tilbúning og eyðir ekki of miklum tíma í að vorkenna þeim. Það sparar honum angistarstundir. Orðanna hljóðan Á HARRY FRAM- TÍÐ? Jo Nesbø. Hvað verður um Harry Hole? Upphafið Innsævi er ný ljóðabók eftir FerdinandJónsson. Þetta er fyrsta bók Ferdin-ands sem starfar sem geðlæknir í fá- tækrahverfi í miðborg Lundúna. „Ég hef verið að yrkja í tuttugu ár með hléum en megnið af þessum ljóðum er frá seinustu árum,“ segir Ferdinand. Spurður hvort eitt efni umfram önnur sé honum hugleikið í bókinni segir hann: „Íslensk náttúra er mér hugleikin. Ég yrki um landslag innra og ytra. Ég hef alla tíð verið mikill nátt- úruunnandi og ljóð mín endurspegla það. Þegar ég var sjö ára tók Ingibjörg Þor- bergs, sem er mikil vinkona móður minnar, viðtal við mig í Æskuna. Ég las það viðtal nýlega og sá að ég hef enn mikið til sömu hugmyndir og þá. Sem er gaman en ef til vill ákveðið áhyggjuefni. Ég er náttúruverndarmaður. Ég skil hins vegar mjög vel að fólk hafi brennandi til- finningu fyrir því að ná stjórn á þessu landi og lifa af, því óblíð náttúra Íslands getur drepið okkur. Svo er það saga for- feðra okkar og þeirra neyð. Ég hef hins vegar miklar áhyggjur af því að við förum offari. Við verðum að bera gæfu til að leysa þessi mál og stíga hægt til jarðar. Það er mín skoðun að margir af fjörðum landsins eigi að vera á heimsminjaskrá því þeir eru dýrgripir. Hingað koma ferðamenn ár eftir ár og standa á öndinni yfir fegurð fjarðanna. Þetta sambland lands og himins- ins íslenska minnir ekki á neitt annað.“ Hefurðu mikla unun af skáldskap? „Ég ólst upp við ást á bókmenntum og myndlist. Guðrún heitin Bjartmarsdóttir þjóðsagnafræðingur kenndi mér íslensku í menntaskóla. Sautján ára gamall spurði ég hana hvaða bækur maður ætti að lesa til að geta talað við fólk. Hún gaf mér lista með nöfnum og ég las samkvæmt honum. Þarna voru Hamsun, Laxness, Kafka, Lorca, Hemingway og aðrir bókmenntaris- ar. Guðrún var frábær kennari og ég las sumarlangt og naut þess mjög. Eftir að Bubbi Morthens söng Þjóðlag eftir Snorra Hjartarson fór ég að kynna mér skáldskap hans. Snorri var mikið skáld. Margir hafa áhyggur af íslenskri tungu en meðan við eigum verk stórskálda eins og Laxness og Snorra þá held ég að móðurmálinu sé borgið.“ Ferdinand starfar sem geðlæknir í Tower Hamlets, einu fátækasta hverfi Lund- únaborgar. „Ég vinn með fólki sem hefur alls konar bakgrunn sem er gott þegar ver- ið er að fást við erfið vandamál, þá vinna margir heilar að því að leysa málið,“ segir hann. „Stór hluti af vinnu minni snýst um að sinna heimilislausum og aðstoða það góða fólk við snúa lífi sínu til betri vegar. Það gerist ekki hratt því sumt af þessu fólki hefur verið veikt áratugum saman. Vinnan felst að einhverjum hluta í því að hjálpa fólki til að taka ábyrgð á veikindum sínum og það er mjög gleðilegt þegar það tekst. Samstarfsfólk mitt hefur alls konar bak- grunn. Í heilsugæslunni vinnur til dæmis ritari, Dorothy, sem sagði mér eitt sinn for- vitnilega sögu af fjölskyldu sinni. Langamma hennar, sem var uppi um 1880, átti átta börn. Eiginmaður þessarar konu varð fárveikur og hún sat yfir honum á Ro- yal London-sjúkrahúsinu í Whitechapel og vissi að hann ætti ekki langt eftir. Hún varð hins vegar að sinna börnum sínum og um hálffjögur um nóttina fór hún út í Lundúnaþokuna. Hún var einsömul í myrkri þegar heldri maður vék sér að henni. Hún var sem í öðrum heimi í sinni sáru angist en talaði við þennan mann sem spurði mik- ið um hennar einkahagi meðan þau gengu áfram. Þegar komið var að heimili hennar á hliðargötu Bricklane, sagði hún: Maðurinn minn er fárveikur og nú þarf ég að fara inn og sinna börnunum mínum átta. Þá rétti hann henni pening, allnokkra fjárhæð, og sagði: You have had the honour of walk- ing with Jack the Ripper. Hvarf svo út í myrkrið. Þetta er saga sem hefur lifað með fjölskyldu Dorothy og það er ágætt að hún komist á prent í íslensku blaði.“ JACK THE RIPPER KEMUR VIÐ SÖGU Í VIÐTALI VIÐ FERDINAND JÓNSSON Sambland lands og himins Ferdinand Jónsson „Íslensk náttúra er mér hugleikin. Ég yrki um landslag innra og ytra. Ég hef alla tíð verið mikill náttúruunnandi og ljóð mín endurspegla það.“ Morgunblaðið/Kristinn FERDINAND JÓNSSON GEÐLÆKNIR OG NÁTTÚRUUNNANDI SENDIR FRÁ SÉR FYRSTU LJÓÐABÓK SÍNA. Ég er mikið fyrir vísinda- og sjálfshjálparbækur. Í gamla daga var Fritjof Capra, austurrískur eðlisfræðingur, uppáhaldshöfundur minn, kannski af því ég hef alltaf verið að spyrja mig spurningar- innar: Hvaðan kem ég? Annar höfundur sem ég hef dálæti á er Indverjinn Vikram Seth og ég pantaði mér á dögunum hnausþykka bók hans, Suitable Boy. Sú bók Seths sem hefur snert mig einna mest er An Equal Music sem er ástarsaga um fólk í strengjakvartett. Ég las verk Kafka og Dostójevskíj þegar ég var ung en hef ekki dottið í þau aftur. Ég get hins vegar endalaust lesið Sjálfstætt fólk og Brekku- kotsannál eftir Halldór Laxness. Ein af falleg- ustu bókum seinni ára finnst mér vera ævisaga Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur um Björgu C. Þorláks- son. Bækurnar um Karitas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur heilluðu mig óskaplega, en Kristín Marja er höfundur sem ég held mikið upp á. Svo hef ég líka gaman af bókum Kristínar Ómars- dóttur. Guðbergur Bergsson finnst mér svo óskaplega skemmtilegur rithöfundur því hann er óhræddur við að spegla nýja fleti. Í UPPÁHALDI MARGRÉT PÁLMADÓTTIR KÓRSTJÓRI Margrét J. Pálmadóttir kórstjóri kemur víða við þegar hún nefnir uppá- haldsbækur sínar enda hefur hún fjölbreyttan smekk. Morgunblaðið/Ómar Sigríður Dúna Kristmundsdóttir BÓK VIKUNNAR Sjáðu með hjartanu er ljóðabók eftir Sigurbjörn Þorkelsson sem nýkomin er út. Hún er sjöunda ljóðabók höfundar og inniheldur 155 ljóð. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.