Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Steinn Vignir Hin nafntogaða Khaosan-gata í Bangkok. Miðpunktur alls í borginni. Þar er allt mögulegt til sölu. 26.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Sögurnar og persónurnar sem Steinn Vignir gæti sagt frá eru fjölmargar en sagan um fatlaða strákinn í Laós stendur að hans mati upp úr: „Hnakkurinn á reiðhjól- inu mínu heldur áfram að renna niður á við. Róin efst er laus og ég næ ekki að herða hana svo hnakkurinn tolli á sínum stað. Ég verð að standa á hjólinu ef hann á ekki að kremja það allra heilagasta. Strákarnir hafa hjólað áfram og ég er orð- inn aftastur, sífellt að stoppa og taka mynd. Ég sé að ver- ið er að vinna í veginum framundan, stór beltagrafa hefur verið skilin eftir í veg- kantinum og vegurinn liggur í sundur. Í sandhólunum umhverfis veginn eru ung börn að leika sér, bæði í sandinum og ofan á beltum gröfunnar sem enginn virtist vera vinna í. Þau leika sér al- gjörlega áhyggjulaus. Engir öryggisborðar, appels- ínugular umferðarkeilur eða gargandi mæður. Stærstu strákarnir hanga í skóflu gröfunnar eða ganga á tán- um yfir gróf beltin. Eftir nokkra afsmelli tek ég hjólið mitt og reiði það yfir vegskarðið, yfir sandhólana og áfram mína leið. Ég stoppa aftur eftir nokkra metra og tek mynd af börnunum sem elta mig, kallandi á eftir mér bjöguð stikk-orð úr ensku. Viktor vinur minn hefur stoppað ofar í brekkunni sem framundan er og horfir á mig stíga hjólið áleiðis að honum. Hann spyr mig hvort ég hafi séð strákinn. Ég spyr: Strákinn? Hvaða strák? „Nú þennan í hjólastólnum,“ segir hann. Þrátt fyrir að vera með augun opin fyrir spennandi myndefni hafði ég ekki tekið eftir stráknum sem sat í hjólastólnum sínum og horfði á hin börnin leika sér í sandinum. Ég geng nær og reyni að lesa í svipbrigðin hjá honum er hann sér mig. Fastur, horfir hann á mig og setur upp stellingu sem ég kannaðist við, hann leggur aðra höndina upp að kinn og myndar puttabyssu. Ég brosi til hans og geng enn nær. Ég reyni að segja honum með fingramáli að ég sé tvítugur að aldri. Sú bjart- sýna tilraun virtist gleðja hann því hann legg- ur puttabyssuna frá sér og grípur um munn- inn til að hlæja ekki upp í opið geðið á mér. Ég gríp augnablikið um leið og hann lítur aft- ur upp til mín og tek myndina af honum. Það er ekki nokkur leið fyrir okkur tvo að eiga samræður né nokkur samskipti flóknari en þau að brosa hvor til annars. Því kveð ég hann með handabandi og held mína leið. Hann víkur mér þó aldrei að fullu úr huga og núna tveim mánuðum seinna er ég enn að velta fyrir mér sögunni bakvið strákinn í hjólastólnum. Þegar ég kom heim frá Asíu gat ég stund- um ekki annað en brosað þegar ég horfði á fréttirnar hérna heima. Fólkið sem átti um sárt að binda vegna lána og vanskila og þá ætla ég ekki að byrja á bankaræningjum sem kvarta yfir illri dómsmeðferð, hvað mundi það hugsa ef það hefði þurft að mæta ein- staklingi sem vantar aðra höndina vegna þess að jarðsprengja sprakk nálægt honum í frumskógi Laós? Þar er enginn sem tekur á móti fólki með fötlun og hvað þá ef maður getur ekki unnið vegna hennar. Möguleikinn á því að taka lán fyrir bíl í þeim heimshlut- anum er yfirhöfuð fjarlægur draumur, í besta falli. Ég er þakklátur fyrir margt úr ferðinni, margar góðar minningar og nokkrar ágætar myndir sem ég mun alltaf eiga. Lærdómurinn sem ég fékk í gjöf frá stráknum í hjólastóln- um er það sem ég er þakklátastur fyrir. Meg- as orðaði það best. „Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.““ Það var ekki nokkur leið fyrir okkur tvo að eiga samræður né nokkur samskipti flóknari en þau að brosa hvor til annars. Morgunblaðið/Steinn Vignir Ef þú smælar framan í heiminn ... living withstyle l og sumarylur ILVA Korputorgi, s: 522 4500 laugardaga 10-18, sunnudagur 12-18, mánudaga - föstudaga. 11-18:30 - www.ILVA.is blómapottur úr árni. Ø35, H 22 cm 5.995,- Ø 45, H 25 cm 7.995,- VINTAGE CANE vírkarfa með handfangi. L 18 x D 17 x H 28 cm 1.995,- L 22 x D 19 x H 31 cm 2.495,- L 26 x D 20 x H 36 cm 2.995,- BROAD ábreiða. Ýmsir litir. 80% ull, 20%nælon. 130 x 170 cm 14.995,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.