Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Qupperneq 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Qupperneq 57
26.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Spennusagan Hún er horfin er metsölubók víða um heim og hefur fengið sérlega góða dóma. Bókin er einfaldlega skyldulesning fyrir alla spennu- sagnafíkla sem eru ekki gjald- gengir í umræðunni um spennubækur síðustu missera ef þeir hafa ekki lesið hana. Bókin kom út árið 2012 og komst á metsölulista New York Times og er á toppi kilju- lista Sunday Times. Amy hverfur sporlaust á fimm ára brúðkaupsafmælinu og eiginmaðurinn Nick liggur undir grun. Mögnuð atburða- rás fer af stað og margt kemur á óvart í bók um þær miklu hættur sem geta leynst í hjóna- bandinu. Umtöluð spennusaga Bók Auðar Jónsdóttur, Ósjálfrátt, varð ein af metsölubókum jólavertíðarinnar og hlaut Fjöruverðlaunin 2012 í flokki fag- urbókmennta. Nú hefur útgáfurisinn Ran- dom House fest sér réttinn til að gefa bók- ina út í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Rithöfundurinn, leikskáldið og þýðandinn Kristof Magnússon hefur tekið að sér þýðinguna á verkinu, en ætlunin er að bókin komi út á þýsku snemma á næsta ári. Fyrri skáldsaga Auðar, Vetrarsól, kom út í Þyskalandi 2011 og fékk afar lofsamlega um- fjöllun. „Hugvitssamlega skrifuð og spenn- andi bók sem hreyfir við manni,“ sagði gagn- rýnandi Der Spiegel. Gagnrýnandi Hamburger Abendblatt sneri þó dæminu við í dómi sínum um bókina. „Við höfum flotta þýska kvenrithöfunda hér í Þýskalandi, sem skrifa hressar og djarfar bækur um kon- ur, en þær virðast vera skrifaðar af lattelepj- andi vinkonuhópum. Okkur skortir djúp- vitrar bækur með fáguðu tungutaki. Við ættum að flytja þær inn frá Íslandi!“ Skáldsaga Auðar Jónsdóttur Ósjálfrátt kemur út á þýsku snemma á næsta ári. Morgunblaðið/Ómar ÓSJÁLFRÁTT TIL ÞÝSKALANDS Nú er að fara í prentun hjá Veröld bókin Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Backman. Hún kom út á liðnu ári í Svíþjóð og sló þar rækilega í gegn og hefur útgáfurétturinn verið seldur út um allar jarðir, auk þess sem kvikmynd er í undirbún- ingi. Sagan segir frá Ove sem er 59 ára, býr einn í raðhúsi og ekur um á Saab. Í augum nágrannanna er hann beiskjan og smámunasemin uppmáluð; sjálf- skipaður eftirlitsmaður sem sér til þess að menn gangi sómasamlega um. En þegar nýir nágrannar banka upp á hjá Ove tekur líf hans óvænta stefnu. Maður sem heitir Ove er sögð vera hjartnæm, sár og sprenghlægileg saga um hallarbyltingu í hverf- issamtökum, grimma æsku, djúpa ást og myrka sorg. Og Saab. Maður sem heitir Ove sló ræki- lega í gegn þegar hún kom út í Svíþjóð árið 2012 og fer nú sannkallaða sigurför um heiminn. Gagnrýn- andi Kvällsposten gaf bókinni fimm stjörnur og sagði: „Ég varð pirruð, ég skemmti mér konunglega og ég hágrét. … Bók sem er fyrir alla.“ Og gagnrýn- andi Arbetarbladet skóf ekki utan af því: „Minnir um margt á stórsölubókina um gamla manninn sem hvarf út um gluggann og það ættu að vera næg meðmæli til allra þeirra sem höfðu gaman af henni. FYRIR AÐDÁENDUR GAMLINGJANS Maður sem heitir Ove er sögð minna á hinn ástsæla Gamlingja sem íslenska þjóð- in las sér til ánægju. Börnin í Dimmuvík eftir Jón Atla Jónasson er saga sem hlýt- ur að snerta alla þá sem hana lesa. Gömul kona fer í jarð- arför bróður síns úti á landi. Um leið rifjast upp gamlir at- burðir. Þetta er afar áhrifamikil saga um harða lífsbaráttu, sára fátækt og hungur. Sagan er stutt en hnitmiðuð og mögn- uð. Það er lítið um íslensk skáldverk á markaði nú um stundir (nema þá glæpasögur) og hér er gæðaverk á ferð. Áhrifamikil saga frá Jóni Atla Nóvella, ljós- myndir, matur og spenna NÝJAR BÆKUR MISSIÐ EKKI AF NÝRRI BÓK JÓNS ATLA JÓN- ASSONAR, BÖRNIN Í DIMMUVÍK. RÓMUÐ SPENNUBÓK ER SÍÐAN KOMIN Á MARKAÐ, HÚN ER HORFIN EFTIR GILLIAN FLYNN, METSÖLUBÓK VÍÐA UM HEIM. FALLEGAR LJÓSMYNDABÆKUR GLEÐJA ALLTAF OG SVO ER KOMIN ÚT BÓK UM FRANSKA MATARGERÐ. Bókin Sælkeraflakk um Provence er bók eftir mæðgurnar Sigríði Gunn- arsdóttur og Silju Sallé. Þær hafa áður sent frá sér bækurnar Sæl- keraferð um Frakkland og Sælkera- göngur um París sem nutu mikilla vinsælda. Að þessu sinni ferðast þær um sveitir Provence og gefa okkur uppskriftir að forréttum, að- alréttum og eftirréttum að hætti Provencebúa. Girnilegt sælkeraflakk Björn G. Björnsson, leikmyndahönnuður, er höfundur fjögurra bóka um íslenskan menn- ingararf. Bækurnar sem koma út á íslensku og ensku eru: Hús skáldanna, Torfkirkjur á Íslandi, Átta steinhús 18. aldar og Stóru torfbæirnir. Þetta eru ákaflega fallegar og eigulegar ljós- myndabækur með upplýsandi texta. Bækur sem ástæða er til að mæla með og sérlega góðar gjafir til vina erlendis. Eigulegar ljósmyndabækur *Maður tapar öllu ef maður taparskopskyninu. Ayn Rand BÓKSALA 15.-18. MAÍ Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon 2 Hinir réttlátuSólveig Pálsdóttir 3 Skýrsla 64Jussi Alder-Olsson 4 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 5 Sækið ljósunaJennifer Worth 6 VitniðNora Roberts 7 BrynhjartaJo Nesbo 8 DrekinnSverrir Berg 9 Hún er horfinGillian Flynn 10 Risasyrpa : fjársjóðsleitWalt Disney Uppsafnað frá 1. janúar 1 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon 2 BrynhjartaJo Nesbo 3 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 4 Skýrsla 64Jussi Alder-Olsson 5 Fimmtíu skuggar frelsisEL James 6 IðrunHanne-Vibeke Holst 7 Lilli klifurmús og hin dýrin íHálsaskógi Thorbjörn Egner 8 IllskaEiríkur Örn Norðdahl 9 6 kíló á 6 vikumOla Lauritzson & Ulrika Davidsson 10 SvikalognViveca Sten MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Eins dauði er annars brauð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.