Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 39
26.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 K vikmyndahátíðin í Cannes stendur nú yfir í 66. skipti en fyrsta hátíðin var hald- in 1946. Allar helstu þokkagyðjur úr heimi kvik- myndanna hafa átt ógleymanleg augnablik í Cannes. Í alíslenskri vorrigningu og jafnvel hagléli er hressandi að skoða kjólana og skartið og fá fréttir af því hver hafi verið með hverjum og hver vildi ekki hvern á þessum eftirsótta stað. Mbl.is sagði frá því í vikunni að unga og eft- irsótta ofurfyrirsætan, Cara Delvinge, hefði hafnað leikaranum Leonardo DiCaprio, sem er 38 ára. Delvinge mætti í eftirpartí í til- efni af sýningu The Great Gatsby í Cannes klædd svörtum blúndukjól frá Burberry. Þegar hann reyndi að stíga í vænginn við hana sneri hún upp á sig og vildi lítið með leikarann hafa. Þeir sem hafa séð kvikmynd Baz Lu- hrmanns um hinn mikla Gatsby eru eflaust eitt spurningarmerki yfir við- brögðum Delv- inge. Maður hefði haldið að töfrar mynd- arinnar hefðu kannski haldist út eftir- partíið, en svo varð víst ekki. Skýr- ingin sem Delvinge gaf var að henni fyndist DiCaprio of gamall fyrir sig … Konur sem komnar eru yfir þrítugt í kringum mig stóðu á öndinni yfir þessu. Hver hafnar DiCaprio? Þegar Smartland bauð les- endum sínum á myndina í vikunni þurfti að ræða DiCaprio sérstaklega eftir sýninguna. Ekki var rætt hvað hann hefði leikið vel í mynd- inni heldur hvað hann væri vel klæddur og liti vel út. Einhverjar höfðu líka orð á því að það væri eins og hann væri í formalíni, hann eltist ekki neitt. Ég veit ekki alveg hvort það er jákvætt eða neikvætt en það skiptir svo sem engu máli. DiCaprio hafði þó ekki bara áhrif á kvenpeninginn því fleiri en einn karlmaður sem ég talaði við í vikunni höfðu orð á því að þá langaði að breyta um fatastíl eft- ir að hafa séð myndina. Ég hef bara eitt að segja um það. Látið það eftir ykkur! martamaria@mbl.is Úr myndinni The Great Gatsby. Hún hafnaði honum … Hún hafnaði honum ... Brigitte Bardot í Cannes1953. Joan Collins í Cannes 1979. Sophia Loren í Cannes 1959. Cara Delvinge í kjól frá Burberry. Sean Connery í Cannes á sjö- unda áratugnum. Jerry Hall í Cannes 1983. Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Opið: mán.-fös 8:30-18:00, lau 11:00-16:00 Öryggi – gæði - leikgildi MIKIÐ ÚRVAL af garni, blöðum, prjónum, tölum, og öðrum prjónavörum Þönglabakka 4, sími: 571-2288, www.gauja.is Lopi frá Ístex - mögulega besta verð á landinu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.