Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 12
L yfjagjöf á sjúkrahúsum er flókin. Það er langt ferli frá því að læknir ávísar lyfjum fyrir sjúkling þangað til sjúklingur fær lyfin í hendurnar. Á öllum stigum ferilsins geta orðið mistök. Rétt áður en lyf eru gefin þarf að ganga úr skugga um að lyfin séu rétt miðað við nýjustu upplýsingar og það getur verið flókið verkefni. Lyfjanöfn eru lík, skammtar breytast frá degi til dags og auðvelt er að ruglast á lyfjum sjúklinga o.s.frv. Þetta eru einfaldlega mannleg mistök sem ómögulegt hefur reynst að koma í veg fyrir. „MedEye gerir það að verkum að hjúkrunarfræðingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af skriffinnskunni sem fylgir,“ segir Gauti Þór Reynisson, einn af stofnendum hátæknifyrirtækisins Mint Solutions. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 en ári síðar keypti Nýsköpunarsjóður 11% hlut í því. Flest mistök án varanlegra afleiðinga Niðurstöður rannsókna frá 2007 sýna að 65-78% hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum telja sig einhvern tímann á starfsferlinum hafa gert lyfjamistök. Í rannsókn, þar sem fylgst var með hjúkrunarfræð- ingum við tiltekt og gjöf 3.216 lyfjaskammta á 64 deildum, kom í ljós að mistök voru gerð í 19% til- fella. Af þessum niðurstöðum má gera ráð fyrir að gerðar séu tvær villur á dag við skráningu eða gjöf lyfja hjá sjúklingum sem hafa 10 eða fleiri lyf. „Við vitum að rannsóknir sýna að mikið er um að lyfjagjafir séu rangar á einhvern hátt og ég held að ástandið sé mjög svipað út um allt í hinum vestræna heimi. Mis- tökin eru misalvarleg og sem bet- ur fer langflest án varanlegra af- leiðinga. Hinsvegar geta margar tegundir lyfjamistaka leitt til þess að sjúklingar þurfi t.d. að liggja inni á sjúkrahúsi einum degi leng- ur, og þannig verður til kostnaður sem hægt er að koma í veg fyrir. Og svo gerist það því miður alltof oft að mistök leiða til dauða sjúk- linga, og t.d. hafa rannsóknir í Hollandi sýnt að rekja megi um 1.250 dauðsföll á ári til lyfjamis- taka,“ segir Gauti Þór. Lyfjagjafir sífellt flóknari Hugmyndin á bak við lausn Mint Solutions er einföld en tæknin sem þurfti til að hrinda henni í framkvæmd er ný af nálinni. Me- dEye notar tölvusjón til þess að þekkja í sundur töflur og ber þær svo saman við lyfjafyrirmæli sem læknir hefur skráð í tölvu. Hugmyndin kviknaði þegar einn af stofnendum Mint Solutions, Ív- ar S. Helgason læknir, var við nám í Harvard árið 2008. „Lyfja- mistök hafa verið vaxandi vanda- mál á sjúkrahúsum síðustu ár vegna aukins fjölda lyfja og lyfja- notkunar almennt. Síðustu 15 ár hefur lyfjum fjölgað mjög hratt og lyfjagjafir verða sífellt flóknari. Á sama tíma og læknar nýta sér nýjustu tækni til að forðast mis- tök, þá hefur skort tól fyrir hjúkr- unarfræðinga. Það er löngu orðið ljóst að þessu þarf að breyta. Ég hef unnið með sjúkrahúsum víða í Evrópu við að taka á þessu vandamáli og svo var það í raun fyrir algjöra tilviljun að við átt- uðum okkur á að tölvusjón væri svarið. Það hefur ekki verið til nein praktísk leið til að gera þetta tékk áreiðanlegt fyrr en nú,“ segir Ívar. MedEye virkar sem nokkurs- konar aðstoðarhjúkrunarfræðingur sem fylgist með lyfjum og skráir niður það sem sjúklingum er gef- ið. MedEye er tekið með að rúmi sjúklings og rétt áður en hjúkr- unarfræðingurinn afhendir lyfin, eru þau sýnd MedEye sem greinir þau og lætur vita ef eitthvað er að. Ef allt er rétt, þá skráist lyfjagjöfin sjálfkrafa. Mannleg mistök gerast alls staðar „Ég held að flestir hafi heyrt sögu hjá fjölskyldu eða vinum þar sem einhver hefur óvart fengið vitlaus lyf inni á sjúkrahúsi. Mannleg mistök gerast alls staðar, ekki bara á sjúkrahúsum, en við reyn- um auðvitað að leysa þau vanda- mál sem hægt er og sérstaklega þau sem hafa jafn alvarlegar af- leiðingar og lyfjamistök geta haft. Tölvusjón er tiltölulega ný tækni og við höfum verið svo heppin að fá úrvalsfólk til liðs við fyrirtækið til að fullkomna tæknina þannig að hún nýtist til að útrýma lyfja- mistökum á sjúkrahúsum,“ segir Gauti Þór. Fyrirtækið hefur vaxið undan- farin tvö ár og þar starfa nú níu manns. Verkefnið er óvenjulegt og hefur Mint Solutions sótt starfs- fólk úr ýmsum greinum, eins og t.d. stærðfræði, stjarneðlisfræði og tölvunarfræði. Flestir starfsmenn fyrirtækisins eru Íslendingar sem flutt hafa til Íslands eftir nám í virtum háskólum erlendis eins og MIT, Harvard, Columbia, Stan- ford, HIS og Chalmers. Hollendingar farnir að nota MedEye MedEye er nú farið í notkun í Hollandi og hefur vakið mikla at- hygli, komið bæði í sjónvarpi, út- varpi og blöðum. Alþjóðasamtökin HiMSS (Healthcare Information Management and Systems So- ciety), sem beita sér fyrir auknu sjúklingaöryggi á sjúkrahúsum, hafa einnig sýnt lausninni mikinn áhuga og kynnt MedEye sem áreiðanlegan valmöguleika til að koma í veg fyrir lyfjamistök á sjúkrahúsum. „Það er búið að vera mjög gam- an fyrir okkur að sjá ADRZ- ÍSLENSK TÆKNI VEKUR ATHYGLI ERLENDIS Einföld hugmynd en flókin tækni NÝTT ÍSLENSKT FYRIRTÆKI, MINT SOLUTIONS, HEFUR ÞRÓAÐ LAUSN SEM ER ÆTLAÐ AÐ KOMA Í VEG FYRIR MISTÖK VIÐ LYFJAGJAFIR Á SJÚKRASTOFNUNUM MEÐ ÞVÍ AÐ BERA KENNSL Á LYF OG BERA SAMAN VIÐ LYFJAFYRIRMÆLI RÉTT ÁÐUR EN SJÚKLINGUR FÆR LYFIN AFHENT. LAUSNIN MEDEYE ER NÚ ÞEGAR Í NOTKUN Í HOLLANDI OG UNNIÐ ER AÐ UPPSETNINGU Í BRETLANDI OG NOREGI. MEDEYE ER FYRSTA LAUSNIN Í HEIMINUM SEM SÉRSTAKLEGA ER HÖNNUÐ TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR MISTÖK VIÐ LYFJAGJAFIR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Gauti Þór Reynisson Ívar S. Helgason 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013 Veisluþjónusta Við erum með tilboð sem koma sér vel við öll tækifæri, s.s. fermingar, útskrift, skírnina eða afmælið. Snittur, tapas, heitir ofnréttir og brauðtertur. Allar nánari upplýsingar færðu í síma 533-3000 virka daga milli kl. 8-16. Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Fingramatur, kökur og konfekt Tapas, snittur, sushi, kjúklinga- spjót, heitir ofnréttir, konfekt, franskir súkkulaðikökubitar, kransabitar, jarðarber í súkku- laðihjúp og marsipanterta. Verð kr. 2.390 á mann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.