Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 34
*Græjur og tækniThe New Yorker hefur tekið Strongbox í notkun til að vernda heimildarmenn blaðamanna »36 hafa Norðmenn tekið Leaf best og hann mun vera með mest seldu bíl- um almennt þar í landi nú um stundir. Umboð fyrir Nissan-bíla hér á landi hyggst bjóða Leaf til sölu í sumar eða haust, en Elko býður bandaríska Nissan Leaf árgerð 2013 í þremur útgáfum. Sjálfsagt finnst flestum það einna mest um vert hve ódýrt það er að reka rafbíl, enda kostar hver ekinn kílómetri ekki nema 3 krónur og 100 kílómetrarnir því 300 kr., sem samsvarar verðinu á rúmum lítra af bensíni / dísilolíu. Almennt má segja að orkukostnaður er innan við 10% af því sem er með venjulegan bensínbíl. Við það bætist að ekki þarf að hafa áhyggjur af smurolíu á vél, engar olíusíur og eng- in smurbók, svo dæmi séu tekin. Fleira kemur til, enda eru þús- undir hluta á hreyfingu þegar sprengihreyfill er í gangi, en að- eins einn í rafmótor. Það er afbragð að keyra Nissan Leaf, hann er vitanlega ótrúlega hljóðlátur, vel sprækur. Hann er vel rúmur að innan og farangursrými prýðilegt – dæmigerður japanskur bíll í millistærð, rétt að meta sem slíkan án tillits til orkugjafa. Marga hefur dreymt um bíla sem ganga fyrir rafmagni, ekki sísthér á landi, þar sem rafmagn er endurnýjanleg orka, mengunaf henni svo gott sem engin og raforkuverð með því lægsta sem gerist í Evrópu. Ýmislegt hefur þó verið í veginum, þar helst að rafmagnsbílar eru dýrari en bensínbílar, drægni þeirra hefur verið takmörkuð, þ.e. hve langt hægt er að komast á hverri hleðslu, og rafhlöður hafa verið dýrar og ending þeirra takmörkuð. Flest hefur þetta þó verið leyst sem sannast á rafbílnum Nissan Leaf sem Elko flytur inn og gengur bara fyrir rafmagni – ekkert bensín. Nissan Leaf kom fyrst á markað í Japan og Bandaríkjunum haustið 2010 og í Evrópu 2011. Framan af var salan róleg, en svo er komið að hann er nú söluhæsti rafmagnsbíll heims, ríflega 60.000 bílar hafa selst um heim allan. Rétt er að geta þess líka að hann var val- inn bíll ársins á bílasýninguni í New York í apríl 2011. Athygli vekur að af Evrópubúum RAFKNÚINN DRAUMABÍLL ÓVÍÐA HENTA RAFMAGNSBÍLAR BETUR EN HÉR Á LANDI, HEFÐI MAÐUR HALDIÐ, EN ÞÓ HEFUR GENGIÐ SEINT AÐ KOMA ÞEIM Á MARKAÐ. ELKO RÍÐUR Á VAÐIÐ MEÐ SANNKALLAÐAN DRAUMABÍL, NISSAN LEAF. Græja vikunnar * Á vefsetri Elko kemur framað hámarksdrægnin sé um 200 kílómetrar á hleðslu samkvæmt NEDC-mælingum, en miðað við íslenskar aðstæður sé hún um 130 kílómetrar. Menn hafi svo í huga að meðalakstur íslenskra ökumanna á síðasta ári var um 40 kílómetrar á dag. * Margir hafa áhyggjur af raf-hlöðunni og algengt að spurt sé um hana. Því er til að svara að samkvæmt Nissan endist hún í meira en áratug og er með 80% hleðslugetu eftir tíu ár. Hægt er að hlaða bílinn með innstungu heima, en í hrað- hleðslustöðvum verður hægt að hlaða upp í 100 kílómetra drægni á um hálftíma. ÁRNI MATTHÍASSON * Leaf kostar frá 4,7 upp í 5,5milljónir eftir útfærslu. Þegar bún- aður er borinn saman munar þó ekki á bílum í sama stærðarflokki; bakkmyndavél, hiti í öllum sætum og stýri, tölvustýrð miðstöð, sjálf- skipting (nema hvað) og þar fram eftir götunum. U nglingar í Bandaríkjunum virðast hafa fengið sig fullsadda á Fa- cebook. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum könn- unar á nethegðun unglinga sem rannsóknarmiðstöðin Pew birti nýlega, en hún þykir ein virtasta rannsóknarmiðstöðin í þessum efnum. Í svörum unglinganna kom fram að á Facbook væri of mikið af fullorðnu fólki, of mikið unglingadrama fyrir þeirra smekk og of mikið af gagnslausum upplýsingum, líkt og hvað vinir þeirra hefðu fengið í matinn. Meðal þess sem segir í greiningu rannsóknarinnar er að ungmenni líti frekar á Facebook sem framlengingu á þeim félagstengslum sem þau upplifa í skólanum og heim- ilislífinu en samfélagsmiðil þar sem þau geta verið þau sjálf. Þessar niðurstöður endurspegla þá tilfinningu sem fjárfestar hafa haft und- anfarið, að Facebook þætti ekki lengur „cool“ á meðal yngri notenda. Í nýlegri ársskýrslu Facebook til fjárfesta sagði meðal annars að það væri ákveðin hætta á að fyrirtækið tapaði vinsældum hjá yngri notendum sem myndu frekar leita annað. Vöxtur Facebook á undanhaldi Í samræmi við þessar niðurstöður hefur vöxtur Facebook í þessum aldurshópi nú stöðvast, en 77% unglinga sem nota netið eru með Facebook-aðgang. Á sama tíma hefur not- endafjöldi Twitter í þessum aldurshópi meira en tvöfaldast á milli ára en nú hafa um 26% unglinga twitter-notendanafn. Þá kemur einnig fram að unglingar deila mun meira af per- sónulegum upplýsingum en áður og hafa minni áhyggjur af því að þriðji aðili kunni að mis- nota persónuupplýsingar þeirra, en einungis 9% sögðu það valda sér áhyggjum en 81% full- orðinna taldi það verulega hættu. Í rannsókninni kemur fram að unglingar reyna þó að vernda orðspor sitt á netinu af meiri ákefð en áður. Um helmingur aðspurðra unglinga hafði eytt samskiptum á Facebook eða fjarlægt nafnið sitt af mynd. Þá hafði stór hluti (3/4) eytt vinum af lista og um 60% höfðu sett aðila á svartan lista. TÍSTIÐ TEKUR YFIR Drama og fullorðnir SAMKVÆMT NÝRRI RANNSÓKN Á NOTKUN SAMFÉLAGSMIÐLA HJÁ UNGLINGUM SEM FRAMKVÆMD VAR Í BANDARÍKJUNUM ER TWITTER SÁ SAMFÉLAGSMIÐILL SEM STÆKKAR ÖRAST Á MEÐAL UNGLINGA. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Íslensk ungmenni í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ nota vafalaust bæði Facebook og Twitter en jafnaldrar þeirra vestanhafs tísta nú meira en þeir nota fésbókina. Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.