Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 37
26.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Smáralind | Sími 512 1330
Laugavegi 182 | Sími 512 1300
Verð frá: 249.990.-
iPhone 5
Verð frá: 119.990.-
2.000 kr.
símnotkun á mánuði í
12 mánuði hjá NOVA
fylgir iPhone 5,
keyptum hjá epli.is
Gildir í áskrift og frelsi.
iMac
*Þ
ar
af
lá
nt
ök
ug
ja
ld
3,
5%
og
þó
kn
un
se
m
ne
m
ur
33
0
kr
.á
hv
er
ja
gr
ei
ðs
lu
.*
*M
ið
as
tv
ið
lá
ns
up
ph
æ
ð
24
9.
99
0
kr
.
Fæst á vaxtalau
su láni*.
Aðeins 21.89
2 kr.
á mán í 12 mán
uði.
hann þó lært, svo sem japönsku og
stærðfræði.
Nægðu fjórir tímar
Ungur var Karp fluga á vegg í
kvikmyndafyrirtæki fjölskylduvin-
arins Freds Seiberts, Frederator
Studios, og heillaðist af tölvuvinnsl-
unni. Fyrsta vinnan hans var hins
vegar hjá UrbanBaby, fyrirtæki í
New York sem er einskonar sam-
skiptavettvangur foreldra á netinu.
Fyrirtækið þurfti á tæknilegri að-
stoð að halda og fékk Karp tvo sól-
arhringa til að ljúka verkinu. Hon-
um nægðu fjórir tímar. Að því búnu
var hann ráðinn í fast starf. Karp
skilaði sínum verkefnum en dag
einn þegar forstjórinn þurfti að
finna hann kom í ljós að hann hafði
búið í Tókíó í þrjá mánuði. Gleymdi
bara að segja frá því. Þessi óvænta
uppákoma hafði engin áhrif á stöðu
Karps hjá UrbanBaby. Þvert á
móti buðust honum bréf í fyrirtæk-
inu.
Þegar UrbanBaby var selt árið
2006 lét Karp af störfum og notaði
hagnaðinn af sínum hlut í fyrirtæk-
inu til að koma á fót eigin ráðgjafa-
fyrirtæki, Davidville, auk þess að
sinna sínum hugðarefnum.
Áhugi Karps á örbloggi jókst
hröðum skrefum og í tveggja vikna
fríi milli verkefna hannaði hann
Tumblr, ásamt félaga sínum, Marco
H
ann lifir einföldu lífi, sem
endurspeglast í ör-
blogga- og samfélags-
vefnum sem hann fann
upp. Býr í svo til tómri íbúð og á,
að sögn, aðeins ein jakkaföt. Hann
hætti fimmtán ára í skóla, til að
sinna köllun sinni, sköpun í vef-
heimum, og þegar hann var sautján
ára hafði hann búið í þrjá mánuði í
Tókíó þegar vinnuveitandi hans átt-
aði sig á því að hann var ekki leng-
ur í New York. Ekki svo að skilja
að hann hafi setið auðum höndum –
það er hann ófær um. Og nú er
David Karp orðinn milljarðamær-
ingur eftir kaup netrisans Yahoo á
fyrirtæki hans, Tumblr, í vikunni.
Kaupverðið var engin skiptimynt,
1,1 milljarður bandaríkjadala, jafn-
virði um 135 milljarða króna. 25%
hlutur Karps í Tumblr ætti að gefa
af sér 275 milljónir bandaríkjadala í
aðra hönd.
David Karp fæddist í New York
6. júlí 1986 og er því 26 ára. Faðir
hans er kvikmyndatónskáld og móð-
ir hans kennari. Ellefu ára gamall
fór hann að spreyta sig á heimasíð-
ugerð og fimmtán ára hætti hann í
skóla til að sinna því hugðarefni
sínu. Fyrst um sinn las hann utan
skóla í þeim tilgangi að innritast í
háskóla en af því varð ekki. Karp
hefur enga útskriftarpappíra úr
skóla upp á vasann. Sitthvað hefur
Arment. Vefnum var hrint af stokk-
unum í febrúar 2007.
Tumblr sló fljótt í gegn sem ein-
föld leið til að blogga, deila mynd-
um og fylgjast með uppátækjum
annarra. Það er einmitt einfaldleik-
inn sem virðist heilla marga. Ekk-
ert þarf að læra, bara skrá sig inn
og byrja að miðla upplýsingum.
Hinn einfaldi smekkur Karps sjálfs
þykir skína í gegn. Virkir notendur
Tumblr voru 117 milljónir á síðasta
ári, samanborið við 58 milljónir árið
á undan. Þessar tölur koma ekki
frá Karp sjálfum, sem hefur skömm
á hvers kyns notendatalningu.
Frelsandi og hvetjandi
tilfinning
Karp helgaði sig fljótlega Tumblr.
„Ég gerði mér snemma grein fyrir
því að ég yrði að eyða öllum deg-
inum í þetta verkefni sem átti hug
minn allan. ... Það var ótrúleg, frels-
andi og hvetjandi tilfinning,“ sagði
hann í samtali við tímaritið Fast
Company.
Sumir óttast að Tumblr verði nú
risanum að bráð og notendum hef-
ur þegar fækkað nokkuð í kjölfar
sölunnar. Á móti kemur að Karp
verður sjálfur áfram við stjórnvöl-
inn og lítil hætta á því að stíll hans
breytist. Um það vitnar færsla
hans, þar sem sölunni er fagnað.
„Andskotinn sjálfur, David.“
Karp getur borgað sig
AFP
DAVID KARP, STOFNANDI
ÖRBLOGGA- OG
SAMFÉLAGSVEFJARINS
TUMBLR, ER EKKI Á FLÆÐI-
SKERI STADDUR EFTIR SÖL-
UNA TIL YAHOO.
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
David Karp brosmildur
ásamt Marissu Mayer,
forstjóra Yahoo.
TÆKNIRISINN APPLE UNDIR SMÁSJÁ SKATTAYFIRVALDA
Löglegt en siðlaust skattaskjól
ÞINGNEFND HJÁ BANDARÍKJAÞINGI HEFUR KOMIST AÐ ÞEIRRI NIÐURSTÖÐU AÐ APPLE
HAFI BEITT VAFASÖMUM AÐFERÐUM VIÐ UPPGJÖR Á METHAGNAÐI FYRIRTÆKISINS UND-
ANFARIN ÁR. APPLE VERST OG SEGIR EKKERT ÓHREINT MJÖL Í POKAHORNINU.
Þ
ingnefnd bandarísku öld-
ungadeildarinnar sakar
tæknifyrirtækið Apple um
að vera á meðal þeirra
fyrirtækja landsins sem reyni hvað
mest að komast hjá því að greiða
skatta. Nefndin segir að Apple hafi
notað flókið net aflandsfélaga til að
komast hjá því að greiða milljarða
dala í tekjuskatt í Bandaríkjunum.
Þetta kemur fram á vef breska rík-
isútvarpsins.
Tim Cook, forstjóri Apple, kom
fyrir þingnefndina og svaraði fyrir-
spurnum þingmanna um þetta mál.
Að auki hefur þetta ýtt við umræðu
um skattkerfið í Bandaríkjunum og
hvort ekki sé kominn tími til að end-
urskoða það í ljósi þess að fyrirtæki
á borð við HP, Microsoft og fleiri
hafa verið í svipuðum gjörningi að
undanförnu en þó enginn með jafn
miklum hætti og Apple hefur orðið
uppvíst að.
„Við greiðum alla þá skatta sem
við skuldum, hvern einasta Banda-
ríkjadal. Við fylgjum ekki aðeins
lögunum heldur förum eftir anda
þeirra. Við beitum engum skatta-
brellum,“ sagði Cook. Apple á 145
milljarða dala í reiðufé en að sögn
nefndarinnar eru um 102 milljarðar
dala geymdir utan Bandaríkjanna.
Eitt þessara félaga, Apple Sales
International sem staðsett er á Ír-
landi, hafði verið með veltu upp á 74
milljarða dala á fjögurra ára tíma-
bili en greiddi nær engan skatt. Ár-
ið 2011 nam hagnaður ASI fyrir
skatta 22 milljörðum dala, en það ár
greiddi fyrirtækið aðeins 10 millj-
ónir dala í skatt, sem jafngildir
0,05% skatthlutfalli. Það þykir ekki
hátt hlutfall.
Forsvarsmenn Apple segja að
fyrirtækið sé einn stærsti skatt-
greiðandi Bandaríkjanna. Það hafi
til að mynda greitt 6 milljarða dala í
tekjuskatt fyrirtækja á síðasta ári.
Sum stórfyrirtæki í Bandaríkjunum
hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir
að vilja ekki flytja til Bandaríkjanna
erlendan hagnað, en þau vilja forð-
ast 35% skattlagningu. Fyrirtækja-
skatturinn í Bandaríkjunum er einn
sá hæsti í heimi. Á Íslandi er tekju-
skatturinn 20%.
Samanlagt geyma stærstu 83 fyr-
irtæki Bandaríkjanna 1,45 trilljón -
þúsund milljarða - bandaríkjadala í
erlendum skattaskjólum samkvæmt
Bloomberg-fréttaveitunni.
Tim Cook forstjóri Apple varðist af
hörku fyrir framan nefndina sem sak-
AFP