Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 15
dagskrá og það var svo gaman að það lá við að þakið lyftist af húsinu. Þarna var ungt fólk sem skildi það sem við vorum að gera og fannst það verulega fyndið. „Flott,“ sögðum við og ég hef ekki stoppað síðan.“ Gagnrýninn á sjálfan mig Af hverju hefur þú getað haldið þér á toppnum í áratugi? „Kannski vegna þess að ég er mjög gagnrýninn á sjálfan mig og læt ekki hvað sem er frá mér fara. Við Gísli Rúnar höfum unnið mikið saman, hann er með fullkomnunar- áráttu og ég lærði heilmikið af hon- um í sambandi við það að gera kröf- ur til sjálfs mín. Ég reyni að vanda mig eins og ég get en um leið finnst mér það sem ég geri yfirleitt ekki nógu gott.“ Þú hefur skapað margar eft- irminnilegar persónur, eru ein- hverjar þeirra þér sérlega kærar? „Sumar eru mér mjög kærar, eins og Eiríkur Fjalar. Hann er annar ég, feimni strákurinn sem vildi verða frægur tónlistarmaður. Af karakterum mínum þykir mér vænst um hann og ég held að fólk finni það.“ Þú hefur notið gríðarlegrar vel- gengni í starfi þínu og ert frægur maður. Hefur þér fundist erfitt að fá mikla athygli? „Í byrjun fannst mér það óskap- lega erfitt. Fólk fór að hlæja þegar það sá mig og þá tók sig upp gamla minnimáttarkenndin vegna stríðn- innar sem ég varð fyrir á barns- aldri. Mér fannst eins og fólk væri að hlæja vegna þess að því þætti ég vera skrýtinn. Seinna áttaði ég mig svo á því að það hló vegna þess að það hafði séð mig í sjónvarpi og fannst ég fyndinn.“ Verðurðu var við að ókunnugt fólk sem hittir þig búist við að þú sért fyndinn? „Það getur verið erfitt þegar fólk sem ég hitti bíður eftir að ég segi brandara vegna þess að það heldur að ég sé stöðugt fyndinn. Sem ég er alls ekki nema í vinnunni. Konan mín er oft spurð: „Er hann ekki óskaplega skemmtilegur heima?“ Svarið er yfirleitt: „Nei, eiginlega ekki.“ Ég væri fyrst leiðinlegur á heimili ef ég væri stöðugt með fífla- læti, segjandi brandara. Ég á til að vera þurr á manninn og þungur, kannski er það eitthvað gamalt frá því ég var lítill og fannst ég vera útundan og eitthvað skrýtinn. Þá sat ég oft einn úti í horni, grét jafn- vel og hugsaði með mér af hverju ég væri ekki eins og hinir.“ Þegar þú varst lítill drengur, þjakaður af vanmetakennd, hefurðu varla getað ímyndað þér að þú ætt- ir eftir að verða landsþekktur mað- ur, vinsæll og dáður. „Aldrei. En ég man að á þeim tíma þegar krakkar voru að stríða mér sagði ég einhvern tíma við sjálfan mig: „Ég ætla ekki að vera verri en þið. Ég skal sýna ykkur.“ Kannski er ég búinn að sýna það.“ Fólki finnst mjög skrýtið að ég skuli ekki vera kominn með mikið sjálfs- traust, sem ég hef alls ekki. Morgunblaðið/RAX 26.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.