Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 47
26.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
1. „Já ég hef mikinn áhuga á pólitík og hef alla tíð tekið þátt í póli-
tísku starfi. Ég ólst upp á heimili þar sem pólitíkin var hluti af
daglegu lífi okkar og í gegnum föður minn Einar Odd Krist-
jánsson fékk ég ung innsýn í stjórnmálin. Ég upplifi því engar
stórar breytingar núna í sjálfu sé þar sem líf okkar hefur verið
samofið stjórnmálum lengi.“
2. „Fjölskyldulífið okkar mótast auðvitað af stjórnmálavafstrinu
og því fylgir álag. Það er ekkert eitt sem mér finnst erfiðra en
annað en auðvitað koma tímar þar sem á móti blæs. Að öllu jöfnu
er þetta mjög ánægjulegt og gefandi.“
3. „Fjarveran er óhjákvæmileg. En ég veit að Illugi yrði líka mik-
ið í burtu ef hann væri í krefjandi starfi í fyrirtæki, nú eða til
dæmis á sjónum. Við reynum að skipuleggja okkur vel og nýta
vel þær stundir sem við fjölskyldan eigum saman. Okkur hefur
tekist það ágætlega hingað til.“
4. „Ég er sögukennari við Menntaskólann við Sund. Ég nýt þess
mjög að kenna og hef gert það núna í 10 ár. Menntamálin eru því
mjög ofarlega á baugi í mínu lífi.“
5. „Ég er fædd og uppalin á Flateyri við Önundarfjörð og þangað
hef ég mjög sterkar taugar. Eins og vanalegt er með krakka úr
sjávarþorpum, þá vann ég öll unglingsár mín í frystihúsinu. Það
gerði mér gott að læra snemma að vinna með fullorðnu fólki. Ég
myndi segja að bakgrunnur minn að vestan hafi mótað mig hvað
mest. Áhugamálin mín eru mörg, við Illugi höfum bæði mikinn
áhuga á tónlist. Frítíma mínum ver ég með Guðrúnu Ínu og Ill-
uga, mér líður best þegar ég er með fjölskyldu minni og vinum.“
BRYNHILDUR EINARSDÓTTIR EIGINKONA
MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐHERRA
Brynhildur Einarsdóttir og Illugi Gunnarsson eiga eina dóttur,
Guðrúnu Ínu 14 mánaða, og búa í Vesturbæ Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Kristinn
Fékk ung innsýn í pólitík
1. „Já, ég hef mikinn áhuga á pólitík, enda held ég að það sé al-
ger forsenda fyrir því að við hjónin erum jafn samrýmd og við
erum. Vissulega hefur maður aðra sýn á stjórnmálin frá þessu
sjónarhorni og hún gefur manni stundum svolítið aðra mynd en
birtist í fjölmiðlum.“
2. „Þegar ég kenndi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum
var ég einhvern tímann spurður hvort ekki væri erfitt að eiga
konu sem væri svona mikið í burtu. Þá hnussaði í eiginkonu tog-
arasjómanns sem sat á næsta borði og hún sagðist ekki vor-
kenna mér neitt. Síðan þá hef ég alveg hætt að velta þessu fyrir
mér.“
3. Þau tæplega 10 ár sem við bjuggum í Vestmannaeyjum vann
Eygló stóran hluta tímans uppi á landi, svo við erum vön.“
4. „Ég er líffræðingur og framhaldsskólakennari, en starfa
sjálfstætt nú um stundir sem þýðandi.“
5. „Ég er fæddur í Vesturbæ Reykjavíkur en uppalinn í Fell-
unum. Bjó um hríð í New York og svo 10 ár í Vestmannaeyjum
með stuttum stoppum í Kópavogi og Hafnarfirði. Fyrir utan
áhuga á pólitík og matseld sem við hjónin deilum er ég með
tölvu- og tækjadellu auk þess sem ég reyni að smíða og spila á
saxófón eftir því sem tími vinnst til.“
SIGURÐUR VILHELMSSON, EIGINMAÐUR
FÉLAGS- OG HÚSNÆÐISMÁLARÁÐHERRA
Sigurður Vilhelmsson og Eygló Harðardóttir eiga tvær dætur;
Hrafnhildi Ósk 12 ára og Snæfríði Unni 6 ára. Þau búa í Hafnarfirði.
Morgunblaðið/Golli
Þýðandi með tækjadellu
1. „Ég er ekki mikil áhugamanneskja um pólitík en reyni að
fylgjast með. Frá þessu sjónarhorni upplifir maður pólitíkina
öðru vísi og sér hversu mikil vinna þetta er. Vinnutíminn er all-
ur sólarhringurinn og fáir dagar þar sem pólitíkin kemur ekki
eitthvað við sögu.“
2. „Ég veit nú ekki hvort ég geti sagt að eitthvað mæði sér-
staklega mikið á mér án þess að það hljómi neikvætt en óneit-
anlega er Gunnar Bragi lítið heima og skreppur ekki svo auð-
veldlega heim þegar eitthvað á bjátar. Erfiðast finnst mér hvað
hann missir af miklu hjá strákunum sínum og þá vantar pabba
sinn oft. En svona er þessi vinna og ánægjan því enn meiri þeg-
ar hann er heima og við getum gert eitthvað saman fjöl-
skyldan.“
3. „Það verður spennandi að fylgjast með honum í þessu starfi
og ljóst að hann verður sjálfsagt minna heima en við breytum
bara um takt og ætli ég komi ekki oftar suður með strákana til
að hitta hann.“
4. „Ég er „bara“ heima eins og sagt er, en það hefur verið meira
en full vinna að hugsa um drengina og heimilið í gegnum árin.
Það er í nógu að snúast með stóra fjölskyldu.“
5. „Nei ég held að heimilishaldið verði bara svipað og síðustu ár
án utanaðkomandi hjálpar. Við vinnum þetta bara allt saman
fjölskyldan og spilum þetta svolítið eftir eyranu.“
6. „Ég er Skagfirðingur og kem úr stórri tónelskri fjölskyldu og
hef alltaf haft áhuga á söng og leiklist og reynt að sinna því eins
og ég hef getað og svo finnst mér voða gaman að rækta mín eig-
in sumarblóm. En stundir með fjölskyldunni eru nú samt alltaf
langskemmtilegastar og ekkert sem tekur þeim fram.“
ELVA BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR,
EIGINKONA UTANRÍKISRÁÐHERRA
Elva Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson eiga
saman þrjá syni: Svein Rúnar 19 ára og tvíburana Inga Sigþór og
Róbert Smára 12 ára. Stjúpsynir Gunnars og synir Elvu eru Arn-
ar Þór 25 ára og Frímann Viktor Sigurðssynir 23 ára.
Morgunblaðið/Kristinn
Tónelskur Skagfirðingur
1. „Ég hef örugglega svipaðan áhuga á pólitík og flestir lands-
menn en í samanburði við Kristján myndi hann líklega teljast
takmarkaður. Það getur verið gefandi að fylgjast með þjóð-
félagsumræðunni frá þessu sjónarhorni en því má heldur ekki
gleyma að pólitík er ekki alltaf dans á rósum. Ég held samt að
það sé alltaf gefandi að fylgjast með starfi makans, hvert svo
sem það starf er.“
2. „Umrótið er nú varla byrjað svo það er ekki gott að segja
hversu mikið mun mæða á mér í þessu og ég veit ekki hvað
kemur til með að vera erfiðast. Ánægjulegast er að fá að fylgj-
ast með Kristjáni takast á við þetta krefjandi starf sem ég veit
að hann mun vinna af krafti og heilindum.“
3. „Ég er vön töluverðri fjarveru. Við höfum haldið heimili á
Akureyri frá árinu 1998 og Kristján sótt vinnu til Reykjavíkur
síðastliðin 6 ár svo þetta er ekkert nýtt fyrir mig.“
4. „Ég er myndlistarmaður og rek líka leikfangasafn á Ak-
ureyri.“
5. „Áhugamál mín eru myndlist og gömul leikföng fyrst og
fremst. Reyndar allt sem er gamalt og hefur sögu. Líka fjöl-
skyldan, útivera og hreyfing, tónlist, leiklist, góðar kvikmyndir
og góðar bækur. Ég er fædd og uppalin á Brekkunni á Ak-
ureyri og kem úr stórri fjölskyldu; við erum 6 systkini og ein
uppeldissystir. Gatan mín, Langamýri, var barnmörg þegar ég
var að alast upp og mér eru minnisstæðir útileikirnir á kvöld-
in.“
GUÐBJÖRG RINGSTED EIGINKONA
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA
Guðbjörg Ringsted og Kristján Þór Júlíusson eiga 4 börn. Maríu
28 ára, Júlíus 26 ára, Gunnar 22 ára og Þorstein 16 ára. Þau eiga
heimili á Akureyri.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Rekur leikfangasafn
1. „Sem betur fer hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum og hef
tekið virkan þátt í pólitísku starfi gegnum tíðina. Með því að
vera einskonar ,,rödd grasrótarinnar“ í hjónabandinu tel ég
mig geta veitt eiginmanninum góðan stuðning í sínum póli-
tísku verkum.“
2. „Starf Sigurðar Inga sem þingmanns hefur gefið mér ein-
stakt tækifæri til að kynnast áhugaverðu fólki í fjölbreyttu
umhverfi. Ég hef lært að meta óeigingjarnt starf stjórn-
málamanna, hvar í flokki sem þeir standa. Ég er líka orðin
þakklátari því fólki sem vill vinna vel fyrir land og þjóð. Nei-
kvæði fylgifiskurinn er fyrst og fremst ómakleg umfjöllun og
ummæli í garð ástvinar. Mér finnst erfiðast þegar það særir
börnin.“
3. „Í hinum fullkomna heimi væri gott að geta verið saman
öllum stundum. En það á ekki við um okkur frekar en þorra
fólks. Þar sem við búum í Hrunamannahreppi hafa síðast-
liðin fjögur ár verið ágætur reynslutími á fjarveru- og
samverustundir. Hér munum við áfram eiga okkar heimili.
Við höfum því einsett okkur að hafa samverustundirnar upp-
byggjandi og gefandi fyrir okkur sem hjón og fjölskylduna í
heild.“
4. „Ég starfa sem framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits
Suðurlands og er skrifstofan á Selfossi en starfssvæðið er
gamla Suðurkjördæmi.“
5. „Félagsmál og hestamennska eru mín aðaláhugamál og
tel ég mig heppna að geta sinnt hvoru tveggja. Ég ólst upp í
foreldrahúsum í Garðabæ og er Stjarnan mitt félag. Ég er
hins vegar ættuð úr Reykjadal í Þingeyjarsýslu og var svo
heppin að fá að eyða tíma mínum þar, sem barn og ungling-
ur. Þar umhverfi mótaði mig mest.“
ELSA INGJALDSDÓTTIR EIGINKONA
SJÁVARÚTVEGS-, LANDBÚNAÐAR- OG
UMHVERFISRÁÐHERRA
Elsa Ingjaldsdóttir og Sigurðar Inga Jóhannssonar eiga samtals
fimm börn. Sigurður á Nönnu Rún, 29 ára, Jóhann Halldór 22 ára
og Bergþór Inga 21 árs. Ingibjörg Elsa á Sölva Má 22 ára og Hildi
Guðbjörgu 16 ára. Þau búa á Flúðum.
Nóg að gera í hesthúsinu
1. „Já, ég hef nokkurn áhuga á pólitík. Það er gaman að fylgjast
með umræðunni frá þessu sjónarhorni, sjá hvernig mál eru
unnin inni á þinginu. En ég er afskaplega þakklát öllu því góða
fólki í öllum flokkum sem vill starfa í pólitík.“
2. „Óhjákvæmilega fæ ég flest verkefni sem tengjast heimilinu
og fjölskyldumeðlimum en mér þykja þau skemmtileg. Það ætl-
ar að reynast mér erfiðast að læra að taka ekki inn á mig illt
umtal um fjölskylduna. Ánægjulegast er, án nokkurs vafa, að
hafa kynnst góðu fólki um allt land.“
3. „Mikil vinna og fjarvera frá heimilinu hefur fylgt starfi Sig-
mundar síðan hann tók við sem formaður Framsóknarflokksins
svo ég held að það verði ekki mikil breyting þar á. Við mæðgur
söknum hans auðvitað og vildum gjarnan hafa hann oftar með,
sérstaklega á stærri stundum í lífinu. En við njótum þess þá
bara betur að vera saman þegar tími gefst til.“
4. „Ég er með BA-próf í mannfræði en er heimavinnandi núna.“
5. „Helstu áhugamálin eru að komast aðeins á skíði á veturna
og í veiði á sumrin. Annars nýt ég þess mest að vera með fjöl-
skyldunni í sumarhúsi foreldra minna, fá að hjálpa þar til og
læra af þeim um garðyrkju og skógrækt. Svo er algjör lúxus að
fá tíma til að lesa, er alltaf með stafla á náttborðinu. Ég er
fæddur Reykvíkingur og ól fyrstu árin mín í Vesturbænum. Ég
flutti síðar með foreldrum mínum, eldri bróður og móðurömmu
í Garðabæinn þar sem ég gekk í skóla.“
ANNA SIGURLAUG PÁLSDÓTTIR EIGINKONA
FORSÆTISRÁÐHERRA
Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
eiga 16 mánaða gamla dóttur, Sigríði Elínu, og búa í Breiðholtinu.
Morgunblaðið/Golli
Söknum hans mikið