Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013 Menning Í liðinni viku voru 120 ár frá fæðingu Ásmundar Sveins- sonar myndhöggvara (1893-1982), eins af jöfrum ís- lenskrar myndlistar. Af því tilefni stendur Listasafn Reykjavíkur fyrir ýmsum viðburðum undir yfirskriftinni „Ásmundur Sveinsson – Meistarahendur“ og er sjónum beint að ýmsu því sem einkenndi lífshlaup Ásmundar. Saga Ásmundar er merkileg; saga manns sem fæddist í stóra fjölskyldu á Kolsstöðum í Miðdölum, fimmti í röð ellefu systkina. Ásmundur lærði tréskurð hjá Ríkarði Jónssyni, hélt eftir fyrra stríð til náms í Kaupmannahöfn og þaðan til Stokk- hólms þar sem hann nam höggmyndalist í sex ár við Listaaka- demíið. Þá flutti hann til Parísar og tók inn nýjustu strauma í listinni samhliða því að læra hjá myndhöggvaranum Charles Despiau. Þegar Ásmundur var fluttur heim til Íslands árið 1929, bar hann með sér nýjar og framsæknar hugmyndir, um listina og sýnina á heiminn, hugmyndir sem vissulega féllu ekki öllum vel í geð í þröngsýnu samfélagi. En Ásmundur var dugnaðar- forkur og baráttumaður; hann hélt sínu striki, verk hans fóru að sjást víðar, og sum voru sett upp á torgum og í opinberum görðum. Þau þróuðust líka jafnt og þétt og urðu smám saman óhlutbundnari, þótt listamaðurinn sækti hugmyndir að þeim iðulega í sagnaarfinn, bókmenntir og goðsögur. „Alltaf að byggja“ Ásmundur reisti tvö hús eftir eigin teikningum, sem vinnustof- ur, heimili og sýningarsali. Það fyrra reis við Freyjugötu árið 1933, fyrir hann og fyrri eiginkonu hans Gunnfríði M. Jóns- dóttur myndhöggvara, en það hýsir nú Listasafn ASÍ. Árið 1942 hóf hann síðan byggingu húsanna við Sigtún, þar sem hann bjó til dauðadags ásamt seinni konu sinni, Ingrid Håk- ansson sem var af dönskum og sænskum ættum. Ásmundur ánafnaði Reykjavíkurborg listaverkasafn sitt og húsin áður en hann lést og hefur síðan verið reist tengibygging, hönnuð af Manfreð Vilhjálmssyni, milli kúlunnar og píramídanna, eins og fremri hlutinn hefur verið kallaður, og myndaskemmunnar eða skeifunnar sem síðar reis, allt byggt af listamanningum sjálf- um. Ásmundur var einn þeirra sem mótuðu íslenskt samfélag um miðja síðustu öld með afgerandi hætti. Í merkri samtalsbók Matthíasar Johannessen, Bókinni um Ásmund, sem Helgafell gaf fyrst út árið 1971 prýdda framúrskarandi ljósmyndum Ólafs K. Magnússonar ljósmyndara Morgunblaðsins, má lesa stórfróðleg og skemmtileg samtöl listamannanna um lífið, sköpunina og listina. Þá eru samtölin góðar heimildir um byggingarnar við Sigtún og verkin sem Ásmundur stækkaði upp úti í garðinum. „Menn eru að tala um, hvers vegna ég sé alltaf að byggja,“ sagði hann eitt sinn við Matthías. „Þeir segja að ég drepi mig á þessu. Nú, ef ég hefði aldrei byggt hér heima, væri engin stór mynd til eftir mig. Ekki ein einasta. Það er ekki hægt að stækka höggmyndir nema hafa góðar vinnustofur, háar og bjartar. Slík hús eru ekki til hérlendis, enda ekki von, hér eru svo fáir myndhöggvarar. Það eru einkum útlendingar, sem hingað koma, sem eru undrandi á þessu. Þeir segjast ekkert skilja í því, hvernig einn maður hafi getað afkastað þessu lífsstarfi: að byggja húsin og vinna höggmyndirnar. Ég held mér sé óhætt að segja að for- sjónin hafi gefið mér töluvert vinnuþrek hvað svo sem listinni líður.“ „Húmor og lífsgleði“ Í annað sinn sagði Ásmundur, þar sem rætt var um eðli list- arinnar: „Það skapar enginn neitt án lífsgleði. Og sem betur fer hef ég heyrt útlendinga segja við mig: „Það er húmor og lífsgleði í myndunum þínum.“ En mér finnst það ekkert und- arlegt. Það skapar enginn neitt í fýlu. Listin verður að tendr- ast af gleði og lífsfögnuði. Það er mín stefna. Myndhöggvarar, sem taka sig of hátíðlega, fara í taugarnar á mér. Ég sagði nokkur orð, þegar Raforkan var afhjúpuð austur við Sog: „Ég hef leyft mér að gera nonfiguratífa mynd af rafmagninu, því ég hef aldrei séð figuratíft rafmagn,“ sagði ég. Sérhvert við- fangsefni kallar á sitt form. En auðvitað er nauðsynlegt að standa á gömlum merg. Því er eins farið um listina og fjöllin. Þau fjöll, sem eru vel veðruð, fá skarpar línur og tigið yf- irbragð.“ Ásmundur minnist á útlendinga í þessum samtölum og enn eru útlendingar í meirihluta þeirra sem heimsækja Ásmund- arsafn, þennan merkisreit sem allar íslenskar fjölskyldur ættu að þekkja. Þarna byggði Ásmundur upp aðstöðu, sem honum fannst nauðsynleg, svo við gætum notið verkanna að honum gengnum. Þessa dagana er unnið að nauðsynlegu viðhaldi á húsnum en því á að vera lokið um miðjan næsta mánuð. „Mér finnst þetta allt vera ein heild og ekkert megi vanta,“ sagði hann eitt sinn við Matthías þar sem þeir horfðu á húsin hans og stytturnar. „Þetta er mitt ævistarf. Ef ég hefði ekki stundað erfiðisvinnu, hefðu myndirnar mínar orðið öðruvísi en þær eru. Sumir hafa sagt að ég hefði ekki átt að eyða tíma í að byggja þessi hús, en ég svara því til, að eitthvað mundi vanta í lífsstarf mitt, ef ég hefði ekki gert það.“ efi@mbl.is Ásmundur með verkum sínum og allskyns áhöldum í vinnustofunni í öðrum píramídanum. „Það er ekki hægt að stækka höggmyndir nema hafa góðar vinnustofur, háar og bjartar,“ sagði hann. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 120 ÁR ERU LIÐIN FRÁ FÆÐINGU ÁSMUNDAR SVEINSSONAR MYNDHÖGGVARA „Það skapar enginn neitt í fýlu“ „SUMIR HAFA SAGT AÐ ÉG HEFÐI EKKI ÁTT AÐ EYÐA TÍMA Í AÐ BYGGJA ÞESSI HÚS, EN ÉG SVARA ÞVÍ TIL, AÐ EITTHVAÐ MUNDI VANTA Í LÍFSSTARF MITT, EF ÉG HEFÐI EKKI GERT ÞAÐ,“ SAGÐI ÁSMUNDUR SVEINSSON VIÐ MATTHÍAS JOHANNESSEN. Ásmundur Sveinsson í myndaskemmunni sinni fokheldri ein- hverntíma snemma á sjötta áratugnum. „Ljós og efni tala saman í höggmyndum,“ sagði Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem hér steypir upp eitt hinna stóru og mikilfenglegu verka við vinnustofuna við Sigtún. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Mörgum árum síðar, á sama stað. „Ef ég hefði aldrei byggt hér heima, væri engin stór mynd til eftir mig,“ sagði Ásmundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.