Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Kokkurinn og bóndinn Árni Ólafur Jónsson eldar girnilegt í Árdal í Borgarfirði »30 Jú, ég luma á þó nokkrum grillráðum enda veit égfátt skemmtilegra en að grilla. Til dæmis er lyk-ilatrið að grillið sé orðið nógu heitt áður en steikiner lögð á það. Annars soðnar maturinn og það er yfirleitt þannig að fólk heldur að grillið sé orðið nógu heitt þegar það er það alls ekki,“ segir Jói Fel eins og hann er jafnan kallaður. Jói leggur um leið áherslu á að fólk fari ekki frá grillinu nokkurn tíman meðan maturinn er eldaður enda getur fljótt kviknað í feiti. „Fólk þarf að læra inn á sín grill. Það eru engin tvö grill eins og þau eru misfljót að hitna.“ Jói hefur í fjögur ár sankað að sér grilluppskriftum í um 400 blaðsíðna grillbók sem kallast einfaldlega Grillað með Jóa Fel. Í bókinni eru uppskriftir að öll- um tegundum af mat, forréttir, eftirréttir, pitsur og brauð en grillarinn lét eftirréttina vera enda gefið út ófáar bækurnar um slíkar kræsingar. Hann segir að þar sem uppskriftirnar séu afar margar geti allir pottþétt fundið eitthvað sem þeim líkar. „Það passar vel að hafa gott salat með þessari svínasteik sem ég grillaði hér sem og grillaða sveppi, aspas og kartöflustrá. Mér finnst fátt skemmtilegra en að grilla kjöt en það er mikil lyst sem lærist smám saman að grilla nautakjöt til dæmis. Það er af- ar auðvelt að skemma það.“ Morgunblaðið/Kristinn JÓI FEL GRILLAR SEM ALDREI FYRR Hitinn skiptir öllu JÓI FEL HEFUR GRILLAÐ FLEIRI RÉTTI EN HANN HEFUR TÖLU Á UM ÆVINA OG LUMAR Á ÓFÁUM GÓÐUM GRILLRÁÐUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Jói Fel við grillið sitt sem hann segist aldrei yfirgefa meðan á grillun stendur og passa að hafa nógu heitt áður en hafist er handa. 4 svínakótelettur Kryddlögur: 1 dl hunang 3 msk. rifinn sítrónubörkur 1 sítróna, safinn 15 blöð af ferskri myntu, söxuð ½ dl ólífuolía 2 tsk. salt 1 tsk. cayenne–pipar Blandið löginn og setjið í plastpoka. Látið kjötið í pokann og veltið því vel upp úr leginum. Látið marínerast í um það bil 3 klukkustundir en best er ef það er hægt að láta það liggja í leginum yfir nótt. Takið kjötið úr pokanum og látið vökvann leka vel af því áður en það fer á grillið. Grillið við meðalhita í 4-5 mínútur á hvorri hlið, setjið þá kjötið á efri grind og hafið það þar í 7 mínútur. Salat: 1 poki ferskt blandað salat ½ krukka fetagráðaostur 6 konfekttómatar ½ rauðlaukur 10 myntulauf ½ dl ólífuolía safi úr einni sítrónu Setjið salatið í skál, hrærið upp í feta- ostinum og setjið yfir salatið. Skerið tómatana í fjóra báta og laukinn í strimla, saxið myntulaufin létt niður og blandið saman við. Hrærið saman olíu og sítrónusafa og hellið yfir salatið. Berið fram með steikinni. Hunangssvína- steik með salati
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.