Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 23
Léttari sósur Sósur geta bætt mikilli óhollustu við máltíðina, það er of mikilli fitu, aukaefnum og jafn- vel sykri. Í stað majónessósu eða tilbúinnar sósu er tilvalið að nota hreint jógúrt/ab- mjólk, sýrðan rjóma, grískt jógúrt og/eða kotasælu í grunninn og bragðbæta með graslauk, rauðlauk, agúrku, Dijon-sinnepi, pipar, safa úr sítrónu eða lime og kryddjurtum, s.s basil eða myntu. Það tekur enga stund að útbúa slíka sósu og þú veist hvað þú setur ofan í þig. Hér er uppskrift að einni góðri sem passar með fiski, kjöti og grænmeti: ½ dós grískt jógúrt, hræra vel upp Létt ab-mjólk, þangað til grunnurinn er hæfilega þunnur. Hrærið vel sam- an. Safi úr hálfri sítrónu/lime Pipar eftir smekk 2-3 tsk. af Dijon-sinnepi, fer eftir smekk Grænt te Léttvíns- og bjórdrykkja getur leitt til bjúgs, en bjúgur getur einnig myndast vegna mikillar sykur- og skyndibitaneyslu. Ef buxnastrengurinn eða hringarnir eru farnir að þrengjast getur grænt te gert gæfumuninn og hjálpað til við vatnslosun. Hugmyndir um nesti og uppskriftir fyrir ferðalög er meðal annars að finna hér: http://mynewroots.org/site/2013/03/ recipes-and-tips-for-healthy-travel-2/ http://www.seriouseats.com/talk/2008/07/ snack-ideas-for-people-who-travel.html Morgunblaðið/Ásdís 26.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Rhythmic breathing (Taktföst öndun) er ný tækni sem á að hjálpa hlaupurum við að hlaupa hraðar og forðast meiðsli. Þessi að- ferð er kynnt í bókinni Running on Air eftir maraþonhlauparann og framkvæmdastjóra tímaritsins Runner’s World, Budd Coates, en tæknina hefur hann byggt á eigin reynslu sem maraþonhlaupari. Þessi tækni byggist á ákveðnum öndunarstíl sem samhæfir öndun við fótavinnuna, þannig að útöndunin eigi sér ekki aðeins stað þegar stigið er niður í annan fótinn, heldur þegar stigið er bæði niður í hægri og vinstri fót með reglulegu millibili. Coates segir að margir lendi alltaf á sama fætinum við útöndun, sem getur leitt til meiðsla öðrum megin í líkamanum. Hann tel- ur að með því að anda út þegar stigið er nið- ur sitt í hvorn fótinn sé hægt að rétta af ójafnvægi og eyða meiri tíma í að anda að sér, sem heldur bolnum stöðugri og getur dregið úr álagsmeiðslum. Grundvallaratriði til að ná þessari tækni að mati Coates er að anda ofan í maga þegar maður hleypur. Slík öndun eyk- ur hraðann og heldur honum jöfnum í löngum hlaupum. Hann segir að með því að anda ofan í maga fyllist lungun betur af lofti sem færir vöðvunum meira súrefni. Coates segir að Rhythmic breathing-tæknin dragi úr líkum á að maður fari of hratt af stað í upp- hafi hlaups, en með þessari réttu öndun fari maður hægt og rólega upp í sinn hraða og öndunin verði í takt við skrefin. Þannig upp- lifir maður ekki þreytu eða köfnunartilfinn- ingu í upphafi hlaups. Hann segir marga eiga það til að hlaupa of hratt af stað í upphafi vegna spennu og eftirvæntingar. Nánari upp- lýsingar um þessa öndunartækni Coates er að finna á: http://www.runnersworld.com/ running-tips/running-air-breathing- technique. TAKTFÖST ÖNDUN FYRIR HLAUPARA Andaðu léttar þegar þú hleypur! Morgunblaðið/Ernir Á ted.com má finna 1.500 ókeypis fyrirlestra um allt milli himins og jarðar – þar á meðal áhuga- verða fyrirlestra um heilsutengd málefni. Í nýleg- um fyrirlestri Nilofer Merchant tekur hún fyrir vandamálin sem stafa af óhóflegri kyrrsetu. Nefnir Merchant að „21. aldar-maðurinn“ verji meiri tíma sitjandi heldur en sofandi, eða 9,3 klst. á sólarhring. Bregði fólk ekki út af því eykur það líkurnar á að fá ristil- og brjóstakrabbamein um 10%. Á þeim grundvelli kallar hún kyrr- setuvandann „reykingavanda samtímans“ og set- ur fram einfalda lausn við vandanum: að ganga meira yfir vinnudaginn, t.d. á milli funda. Það gengur ekki að mannfólk sitji á óæðri endanum daginn út og daginn inn. Morgunblaðið/Kristinn Er kyrrseta reyk- ingar okkar tíma?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.