Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 17
Þrjú ný öndvegisrit og ein sígild hljóðbók Manngerðir – hljóðbók Þeófrastos Lesari: Hjalti Rögnvaldsson Manngerðir lýsa á gamansaman hátt þrjátíu ámælisverðum sérkennum í háttum manna og rakin eru dæmi af hegðun þeirra í hversdagslegum aðstæðum; t.d. er hér lýst nískupúkanum, ólíkindatólinu, smjaðraranum, smásálinni, dindilmenninu, hrokagikknum og fruntanum. Ýmislegt í fari persónanna reynist kunnuglegt! Tilviljun og nauðsyn Ritgerð um náttúrulega heimspeki nútímalíffræði Jacques Monod Lífið er bæði fjölbreytt og einsleitt. Innan tegunda eru einstaklingar furðu líkir, en tegundirnar sjálfar nær óendanlega margvíslegar. Í bók þessari er lýst hugmyndum nútímavísinda um orsakakeðjur, afritun hins lífræna efnis og stökkbreytingar. Monod glímir við hinstu rök, verufræðileg, siðferðileg og pólitísk, og eykur þannig skilning á undirstöðum líffræðinnar og vekur umhugsun um tengsl vísinda við grunnþætti veruleikans. Guðmundur Eggertsson prófessor þýddi og ritar ítarlegan inngang. Fjórða Makkabeabók Í riti þessu, sem er frá fyrstu öld e.Kr., sameinast grísk heimspeki og gyðinglegur átrúnaður í trúfræðilegri og heimspekilegri viðureign við hina torleystu gátu um tengsl skynsemi og tilfinninga. Þessi 2000 ára gamla rökræða á því fullt erindi við okkur í dag. Rúnar M. Þorsteinsson þýddi og ritar inngang. Til hins kristna aðals Marteinn Lúther Eitt pólitískasta rit Lúthers. Árið er 1520 og reiði hans yfir harðstjórn og græðgi páfa og kardínála brýst út af mikilli mælsku í þessu klassíska riti. Engu er eirt, orðfærið laust við hik og kurteisi enda tilefnin ærin. Dr. Vilborg Auður Ísleifsdóttir þýddi og ritar inngang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.