Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Page 17
Þrjú ný öndvegisrit og ein sígild hljóðbók Manngerðir – hljóðbók Þeófrastos Lesari: Hjalti Rögnvaldsson Manngerðir lýsa á gamansaman hátt þrjátíu ámælisverðum sérkennum í háttum manna og rakin eru dæmi af hegðun þeirra í hversdagslegum aðstæðum; t.d. er hér lýst nískupúkanum, ólíkindatólinu, smjaðraranum, smásálinni, dindilmenninu, hrokagikknum og fruntanum. Ýmislegt í fari persónanna reynist kunnuglegt! Tilviljun og nauðsyn Ritgerð um náttúrulega heimspeki nútímalíffræði Jacques Monod Lífið er bæði fjölbreytt og einsleitt. Innan tegunda eru einstaklingar furðu líkir, en tegundirnar sjálfar nær óendanlega margvíslegar. Í bók þessari er lýst hugmyndum nútímavísinda um orsakakeðjur, afritun hins lífræna efnis og stökkbreytingar. Monod glímir við hinstu rök, verufræðileg, siðferðileg og pólitísk, og eykur þannig skilning á undirstöðum líffræðinnar og vekur umhugsun um tengsl vísinda við grunnþætti veruleikans. Guðmundur Eggertsson prófessor þýddi og ritar ítarlegan inngang. Fjórða Makkabeabók Í riti þessu, sem er frá fyrstu öld e.Kr., sameinast grísk heimspeki og gyðinglegur átrúnaður í trúfræðilegri og heimspekilegri viðureign við hina torleystu gátu um tengsl skynsemi og tilfinninga. Þessi 2000 ára gamla rökræða á því fullt erindi við okkur í dag. Rúnar M. Þorsteinsson þýddi og ritar inngang. Til hins kristna aðals Marteinn Lúther Eitt pólitískasta rit Lúthers. Árið er 1520 og reiði hans yfir harðstjórn og græðgi páfa og kardínála brýst út af mikilli mælsku í þessu klassíska riti. Engu er eirt, orðfærið laust við hik og kurteisi enda tilefnin ærin. Dr. Vilborg Auður Ísleifsdóttir þýddi og ritar inngang.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.