Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013 N úna um helgina lýk- ur í Cannes stærstu kvik- myndahátíð í heimi. Það var við hæfi að þessi glamúrhátíð væri opnuð með glamúrmyndinni The Great Gatsby. Þótt þema myndarinnar sé að þú kaupir ekki hamingju með peningum virðast flestir í Cannes vera á því að það sé gott að eiga þá og helst nóg af þeim. Ekki er hægt að segja til um hvaða mynd vinnur keppnina en margar koma til greina. Tímaritið Screen birtir á hverjum degi meðaltal stjörnugjaf- ar áhrifamestu dagblaða heimsins og í þeirri úttekt er það mynd Co- hen-bræðranna, Inside of Llewyn Davis, sem er fremst á meðal jafn- ingja með 3,3 stjörnur að meðaltali. Áhugaverð mynd og ekki langt á eftir er ítalska myndin The Great Beauty eftir Paolo Sorrentino með 2,8 stjörnur. Efni hennar er glam- úrkennt enda fjallar hún um lýta- lækni sem er eins og goð á meðal manna og lengir líf stjarnanna. En í raun er dómnefndinni, með Ste- ven Spielberg í broddi fylkingar, nokk sama um stjörnugjöf gagn- rýnenda því þau ráða þessu á end- anum. Oft hafa myndir sem fengu slæmar viðtökur gagnrýnenda ver- ið settar í öndvegi af nefndinni. Eins og alltaf hafa sumar myndir vakið meiri athygli en aðrar. Þann- ig hefur mynd Stevens Soder- berghs vakið nokkra athygli en hún fjallar um tvo laumuhomma á sjöunda áratugnum. Soderbergh hefur sagt frá því að þrátt fyrir vinsældir hans sem kvikmyndaleik- stjóra hafi öll kvikmyndastúdíóin hafnað handritinu og hann hafi á endanum þurft að fara með hand- ritið til HBO sem fjármagnaði gerð hennar. Að sögn Soderberghs var myndin of hommaleg fyrir Holly- wood. Mynd Nicolas Windings Refns, Only God Forgives, er hrottaleg ofbeldismynd sem hefur vakið hrifningu margra en óhug hjá öðr- um. Með hjartaknúsarann Ryan Gosling í aðalhlutverkinu er aldrei að vita nema hún verði samt bæði vinsæl og virt. Engin svakaleg hneyksli urðu á hátíðinni í þetta skiptið enda vant- aði Lars Von Trier á hana, en hann setur alltaf allt á annan end- ann þegar hann mætir. Síðast þeg- ar hann kom, fyrir tveimur árum, var hann rekinn burt af hátíðinni vegna ummæla hans um að hann væri nasisti. En þótt hátíðin hafi verið skand- alalaus hefur glamúrinn verið næg- ur. Hingað hafa flestar þekktustu stjörnurnar mætt; Leonardo di Caprio, Michael Douglas, Ryan Gosling, Matt Damon, Nicole Kid- man og allar þær stjörnur sem maður getur ímyndað sér. Á sama tíma og þær baða sig í sviðsljósinu hafa myndir gengið kaupum og söl- um fyrir hundruð milljóna dollara. Cannes er og verður stærsta og flottasta kvikmyndahátíð í heimi. Christoph Waltz er austurrískur leikari sem Tarantino gerði heimsfrægan í tveimur bíómyndum sínum: Django og Inglorious Basterds. Carey Mulligan og John Goodman leika í nýjustu mynd Cohen-bræðra. Elsa María Jakobsdóttir og Þórir Snær Sigurjónsson frá Zik Zak mættu á rauða dregilinn þegar kvikmynd Nicolas Wind- ings Refns, Only God Forgives, var frumsýnd enda Þórir Snær einn af framleiðendum hennar. Michael Douglas er í óvæntu hlutverki laumuhomma í nýjustu kvikmynd Soderberghs sem frumsýnd var á hátíðinni og fékk góðar viðtökur. GLAMÚRHÁTÍÐINNI VIÐ FRÖNSKU RIVÍERUNA AÐ LJÚKA Úrslitin ráðast í Cannes um helgina GLAMÚRVEISLUNNI Í SUÐUR-FRAKKLANDI LÝKUR UM HELGINA EN Á SUNNUDAGS- KVÖLDIÐ VERÐA ÚRSLIT KVIKMYNDAHÁTÍÐARINNAR Í CANNES KUNNGERÐ. BÚIÐ ER AÐ FRUMSÝNA ÞÆR TUTTUGU BÍÓMYNDIR SEM KEPPA UM GULLPÁLMANN EN AÐEINS EIN ÞEIRRA VINNUR. Texti: Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Myndir: Halldór Kolbeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.