Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013
Árleg vorsýning fyrsta árs nema Ljósmynda-
skólans verður opnuð á laugardag klukkan 15 í
húsnæði skólans á Hólmaslóð 6 í Örfirisey.
Að þessu sinni sýna fimmtán nemendur
skapandi ljósmyndir sem eru afrakstur starfs
vetrarins, undir handleiðslu margra kunnustu
ljósmyndara landsins. Viðfangsefnin eru af
ólíkum toga og úrvinnslan ekki síður fjöl-
breytileg; sumir takast á við portrett af fólki
en einnig má sjá portrett af köttum og fulltrú-
um ólíkra starfsstétta, heimildaljósmyndir af
hjartveikum hetjum, gömlum drossíum og
sundmenningu. Sumir takast á við ljóðræna
túlkun en aðrir harðan veruleikann.
Sýningin er opin kl. 16 til 20 virka daga og kl.
14 til18 um helgar.
SÝNING LJÓSMYNDASKÓLANS
MYNDIR AÐ VORI
Eitt verkið á sýningunni. Á henni kennir ýmissa
grasa og sjá má ólíkar glímur við miðilinn.
Flytjendur á tónleikum Kammersveitar Reykja-
víkur þar sem verk Lutosławskis verða leikin.
Kammersveit Reykjavíkur flytur á sunnu-
dagskvöld klukkan 20 verk eftir pólska tón-
skáldið Witold Lutosławski (1913-1994) á
tónleikum í Norðurljósasal Hörpu. Petri
Sakari stjórnar kammersveitinni á tónleik-
unum sem eru á dagskrá Listahátíðar.
Lutosławski var eitt virtasta tónskáld Pól-
lands og skipar stóran sess í evrópskri tón-
listarsögu. Í Póllandi er árið í ár helgað minn-
ingu hans. Í tilefni af aldarafmæli hans flytur
Kammersveitin úrval verka sem er hvert á
sinn hátt opinberun á heillandi hljóðheimi
hans, sem lýst hefur verið sem einu heild-
stæðasta æviverki tónskálds á 20. öld.
LEIKA VERK LUTOSŁAWSKIS
PÓLSK VEISLA
Bandaríski rithöfundurinn
Lydia Davis hreppir hin
virtu alþjóðlegu Man Boo-
ker-bókmenntaverðlaun
sem veitt eru annað hvert
ár. Verðlaunaféð nemur
60.000 pundum eða um
12 milljónum króna.
Gagnrýnendur hafa
löngum átt erfitt með að
skrilgreina skrif Davis en hún hefur einkum
verið sögð skrifa smá- eða örsögur og hafa
margir yngri höfundar talið hana meðal
helstu áhrifavalda. Verðlaunin eru veitt fyrir
heildarverk höfundar og áhrifin sem það hef-
ur haft á samtímabókmenntir heimsins. Phil-
ip Roth hreppti verðlaunin síðast og Alice
Munro þar á undan.
Meðal höfunda sem voru tilnefndir að
þessu sinni má nefna U.R. Ananthamurthy,
Aharon Appelfeld, Intizar Husain, Yan Lianke
og Marie NDiaye.
MAN BOOKER-VERÐLAUNIN
DAVIS VALIN
Lydia Davis
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir kemur fram á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu á mánudagskvöld,
ásamt spænsku kammersveitinni Sonor Ensemble. Hún hefur komið fram víða um lönd með
sveitinni á liðnum árum og flutt spænska tónlist, en þau eru öll búsett í Madríd þar sem hljóð-
færaleikararnir starfa einnig með Sinfóníuhljómsveit Spánar.
„Við höfum komið fram í mörgum löndum Evrópu og Suður-Ameríku, styrkt af spænska ríkinu og
kynnt spænska tónlist. Það er sérkennilegt að koma nú fram á Íslandi sem fulltrúi spænskrar tónlist-
ar,“ segir hún. „Mig langaði að koma með hljómsveitina heim til Íslands og það tókst blessunarlega
að afla styrkja til þess, og það er ánægjulegt að koma fram á Listahátíð,“ segir hún.
Á tónleikunum kemur Guðrún Jóhanna fram með strengjakvintett, píanóleikaranum Sebastíán
Maríné, sem er jafnframt eitt kunnasta tónskáld Spánar í dag, og stjórnandanum Luis Aguirre. Á
efnisskrá eru meðal annars sívinsæl sönglög eftir Manuel de Falla, með rætur í ólíkum héruðum
Spánar, önnur eftir Boccherini og Alís, útsetningar Lorca á þjóðlögum og verk sem Daníel
Bjarnason samdi sérstaklega fyrir söngkonuna, „Three Larkin Songs“. Það var frumflutt á
Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri en hefur ekki verið flutt hér á landi í þessari útsetn-
ingu Daníels. „Við höfum flutt þessi sönglög talsvert ytra og þau hafa vakið umtalsverða athygli,
almennra áheyrenda en einnig spænskra tónskálda.
Ég get lofað litríkri, skemmtilegri og ástríðufullri efnisskrá,“ segir Guðrún Jóhanna síðan.
„Þessi spænska tónlist einkennist af kátínu sem er talsverð andstæða norrænnar tónlistar. Í
anda Spánverja get ég sagt að hún sé býsna „bragðmikil“,“ segir hún. efi@mbl.is
GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR OG SONOR ENSEMBLE Í HÖRPU
Lofar litríkri og
ástríðufullri efnisskrá
„ÞESSI SPÆNSKA TÓNLIST EINKENNIST AF KÁTÍNU SEM ER TALSVERÐ AND-
STÆÐA NORRÆNNAR TÓNLISTAR,“ SEGIR SÖNGKONAN UM EFNISSKRÁNA.
Menning
É
g er mjög ánægður með að hafa
farið að safna teikningum en ekki
málverkum; ég tel teikningar iðu-
lega vera persónulegri og meira
upplýsandi verk,“ segir Wynn
Kramarsky. Þessi Bandaríkjamaður veit sitt-
hvað um söfnun listaverka, og hefur ákveð-
inn smekk eins og sjá má á sýningunni Art-
=Text=Art sem var opnuð á dögunum í
Hafnarborg og er á dagskrá Listahátíðar. Á
sýningunni er á níunda tug listaverka, eftir
hátt í fimmtíu alþjóðlega listamenn, úr safni
Kramarsky-hjónanna, Wynn og Sally. Þau
hafa undanfarna áratugi safnað verkum af
ástríðu og fyrst og fremst teikningum; í
safninu munu vera um 3.000 verk og 2.000 til
hafa þau gefið ýmsum söfnum og menning-
arstofnunum víða í Bandaríkjunum. Um ára-
bil ráku hjónin rómaðan sýningarsal í New
York, þar sem þau settu upp sýningar með
verkum úr safneigninni. Undanfarin ár hafa
þau sett saman margar farandsýningar á
borð við þessa sem hér er; metnaðarfullar
sýningar með verkum eftir forvitnilega lista-
menn sem einkum eru kenndir við mínimal-
isma og konseptlist.
Verkin á sýningunni eru unnin á tíma-
bilinu 1960 til 2012 og eru meðal annars eftir
Dan Flavin, Jasper Johns, Sol LeWitt, Ed
Ruscha, Cy Twombly, Trisha Brown og
Lawrence Weiner. Þá eru sýnd tvö verk eft-
ir Jón Laxdal. Sýningin veitir innsýn í það
hvernig myndlistarmenn nota texta sem efni-
við og sem hugmyndalegan grunn í verk sín.
Söfnun byrjar með verki á vegg
Áður en sýningin Art=Text=Art kom hing-
að til lands hafði hún verið sett upp í tveim-
ur háskólasöfnum í Bandaríkjunum. Wynn
Kramarski segir hugmyndina að efnistök-
unum hafa komið upp í samtali þeirra Rac-
hel Nackman sýningarstjóra safneignar
þeirra hjóna, um það hvað stór hluti safnsins
tengdist texta á einn eða annan hátt. „Þetta
var tækifæri til að hella sér út í nýja og
áhugaverða greiningu á safneigninni,“ segir
Kramarsky og bætir við að hann hafi fyrir
nokkru ákveðið að hætta að láta prentaðar
sýningaskrár fylgja sýningum sínum, þær
safni bara ryki á hillum og séu ekki um-
hverfisvænar. Þess í stað fái hver sýning
sinn vef. En þegar þessi snaggaralegi 87 ára
safnari er spurður að því hvort ráði för þeg-
ar hann velur teikningar að kaupa, ástríðan
eða skynsemin, spyr hann á móti: „Getur þú
aðskilið þetta tvennt þegar myndlist á í hlut?
Nei, ég hélt ekki.
En enginn byrjar að safna listaverkum
með því að lýsa yfir að hann ætli að verða
safnari. Maður setur eitthvað upp á vegg hjá
sér því manni finnst það fallegt eða áhuga-
vert, svo kaupir maður kannski fleiri eða
skiptir á verkum. Sjálfur byrjaði ég að safna
um miðjan sjötta áratuginn en þá var ég
með fína vinnu og ágætar tekjur, á meðan
margir vinir mínir sem voru listamenn höfðu
litla innkomu. Þegar við fórum út saman
keypti ég oft bjór fyrir okkur alla og í stað-
inn var stundum gaukað að mér papp-
írsblaðið með teikningu á. Það var líklega
öllum í hag. En að því kom, einhvern tímann
á sjöunda áratugnum, að mér fannst ég
verða að taka söfnunina alvarlega. Þá hafði
ég kynnst verkum Sol LeWitts, og skrifum
hans og félaga hans; ég ákvað að þar lægi
áhugi minn í myndlistinni. Formfesta míni-
malismans og vitsmunalegt innihaldið hreif
mig; hinn áþreifanlegi þáttur kenninganna.
Ég hafði ekki áhuga á kenningum um eitt-
hvað sem hafði þegar verið gert.“
Keypti mest beint af listamönnum
Kramarsky segist lengi hafa haft áhuga á
sköpunarferlinu, hvernig listaverk verði til,
og hvað það varðar sé mínimalisminn sér-
staklega áhugaverð liststefna. „Ég er að
skoða ferli í verkunum frekar en frásögn og
þegar maður veltir ferlinu fyrir sér þá er
nauðsynlegt að taka annaðhvort þátt í því
huganum eða bregðast við því, á vits-
munalegan eða tilfinningalegan hátt. Hvað
Á SÝNINGUNNI ART=TEXT=ART Í HAFNARBORG ERU MYNDVERK ÚR SAFNI KRAMARSKY-HJÓNANNA
Mínimalisminn fær
mann til að hugsa
„ALLAR TEIKNINGAR Í MÍNU SAFNI ERU ÞAR VEGNA ÞESS AÐ ÉG HAFÐI ÁHUGA Á FERLINU, HVERNIG ÞÆR
URÐU TIL,“ SEGIR BANDARÍSKI MYNDLISTARSAFNARINN WYNN KRAMARSKY. Í SAFNI HANS ERU UM 3000 VERK.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Verk eftir Jane Hammond á sýningunni, „Four
Ways to Blue“, frá árinu 2006.
Á sýningunni eru tvö verk eftir Jón Laxdal sem
Kramarsky keypti í galleríi hans í Berlín. Þetta
nefnist „Dagbókarsíða“ og er frá 1994.