Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 14
H inn þjóðþekkti Laddi fer á kostum í ein- leiknum Laddi lengir lífið sem undanfarið hefur verið sýndur í Hörpu við gríð- arlegar vinsældir, en sýningum lýk- ur nú í júníbyrjun. Þessar und- irtektir ættu ekki að koma á óvart því Laddi er einn ástsælasti skemmtikraftur sem þjóðin hefur átt. „Ég tel aldrei sjálfgefið að ég fái góðar viðtökur en þessi einleikur hefur gengið mjög vel og það er mjög gefandi þegar maður nær salnum,“ segir Laddi. „Eftir sýn- ingu kemur fólk oft til mín og þakkar mér fyrir og þá líður mér svo vel að ég get ekki hugsað mér að hætta. Ég held samt að þetta sé síðasta eins manns sýningin mín, en ég ætla að halda áfram að leika í kvikmyndum og leikritum.“ Þetta er mjög persónuleg sýning og þú ræðir þar meðal annars um sjálfan þig og æsku þína. Var það erfið ákvörðun? „Ég er að opna mig á þann hátt sem ég hef aldrei gert áður. Strák- arnir, Sigurður Sigurjóns og Karl Ágúst sem sömdu einleikinn með mér töluðu um það í upphafi að ég ætti að opna mig í þessari sýningu. Ég var ekki alveg til í það, fannst það eitthvað skrýtið og var hrædd- ur um að verða væminn. Svo próf- aði ég að opna mig fyrir þeim. Við settum það allt á blað og svo dró ég aðeins úr því sem ég hafði sagt þar til ég var orðinn sáttur. Það var skrýtið að tala um erfiða hluti á æf- ingatímabilinu, eins og til dæmis það að ég er skilnaðarbarn og var þriggja ára þegar pabbi fór. Ég hef aldrei talað um þetta áður, ekki einu sinni í viðtölum en geri það nú á sviði. Mig hefur reyndar oft lang- að til þess að standa á sviði sem ég sjálfur og vera eðlilegur en ekki byggja allt á skrípakarakterum sem er svo auðvelt.“ Var aldrei ég sjálfur Í sýningunni kemur fram að þú þjáðist af miklu óöryggi í æsku. Segðu mér frá því. „Ég þjáðist af mikilli feimni og minnimáttarkennd sem ég hef að hluta ekki alveg losnað við. Fólki finnst mjög skrýtið að ég skuli ekki vera kominn með mikið sjálfstraust, sem ég hef alls ekki. Þegar ég ákveð að koma fram á sýningum segir fólk í kringum mig: „Já, það verður allt troðfullt“ en ég segi: „Nei, ég held að núna sé velgengn- inni lokið. Hver nennir að sjá mig endalaust?“ Þetta óöryggi hófst í æsku, kannski út af skilnaði foreldra minna. Við bræðurnir vorum fjórir og við skilnaðinn fóru tveir þeir elstu með pabba austur í sveit þar sem hann gerðist hrossabóndi en Hemmi bróðir minn var eftir með mér hjá mömmu. Ég var mikill mömmustrákur og mátti ekki af henni sjá því ég var svo hræddur um að hún færi líka. Krakkarnir stríddu mér á því að ég ætti ekki pabba en ég bjó til ævintýralegar sögur um pabba sem væri uppi í sveit og ætti milljón hesta. Mamma var ein með okkur tvo bræðurna, við vorum nokk- uð fátæk og ég var ekki í flottasta klæðnaðinum og það var verið að stríða mér. Með stríðninni fór að bera á feimni og minnimáttarkennd sem ágerðist. Ég var stöðugt að breiða yfir þetta óöryggi með alls konar fíflalátum. Í skólanum var ég aldrei ég sjálfur, heldur alltaf einhver karakter. Ef ég var kallaður upp á töflu, sem mér fannst alveg skelfilegt, þá brást ég við með því að búa til karakter og lét eins og fífl og var rekinn í sætið aft- ur. Ég var með athyglisbrest, sem þá var kallað að vera tossi, og var í tossabekk. Ég var með hugann alls staðar annars staðar en við námið. Ég var farinn að halda að ég gæti ekki lært og það var ekki fyrr en ég ákvað að fara í Iðnskólann sem mér fór að ganga vel í námi. Þá var ég að læra fyrir sjálfan mig. Um leið áttaði ég mig á því að ég væri kannski ekki svo vitlaus og öðlaðist meira sjálfs- traust.“ Hvenær fórstu fyrst að koma fram sem skemmtikraftur? „Um tvítugt fór ég í hljómsveit og ætlaði að verða tónlistamaður. Ég var í hljómsveitabransanum í fimm ár þangað til ég fékk fyrir tilviljun vinnu í Sjónvarpinu. Halli bróðir vann í leikmunadeild Sjónvarpsins og ég vann í Kassagerðinni. Einn daginn kom Halli þangað með Snorra Sveini leikmunahönnuði til að kaupa pappír. „Ég ætla að kynna þig fyrir Ladda bróður,“ sagði Halli við Snorra Svein og þeir fóru inn í mína deild. Ég var alltaf að teikna en henti teikningunum jafnharðan frá mér og samstarfsmenn mínir hirtu þær og festu upp á vegg. Snorri Sveinn sá þarna fullt af and- litsteikningum. „Hver gerir þetta?“ spurði hann. „Laddi,“ sögðu karl- arnir. Snorri Sveinn sagði: „Svona menn eiga ekki að vinna í Kassa- gerðinni, þeir eiga að vinna hjá Sjónvarpinu.“ Stuttu seinna var ég ráðinn sem aðstoðarmaður Halla í leikmunadeildina. Þar var ég stöðugt með sprell og Flosi Ólafsson sagði að það þyrfti að nýta þennan dreng og fékk mér hlutverk í áramóta- skaupum. Verkefnin komu eitt af öðru og við Halli fórum að koma saman í þáttum. Svo var hringt í okkur og spurt hvort við vildum skemmta á árshátíð. Nei, við vildum ekki vera skemmtikraftar. En þegar við sáum að það var peningur í því að koma fram á árshátíð ákváðum við að prófa. Það gekk ekki alltof vel.“ Af hverju ekki? „Við réðum okkur á tvo staði og vorum með skrýtið prógramm, enda vanir að vera í sjónvarpi en kunnum ekki að skemmta á árshátíð. Pró- grammið samanstóð af karakterum eins og Saxa lækni og auk þess hermdum við eftir alls kyns hljóðum og söng með Spike Jones. Við fórum fyrst í lítinn sal á Loftleiðum þar sem gestir voru aðallega eldra fólk. Þegar við kveiktum á segulbandinu og fórum að herma eftir hljóðum Spike Jones, varð dauðaþögn í saln- um þar til gamall maður stóð upp og sagði: „Hverslags helvítis fíflalæti eru þetta!“ Við gátum ekkert annað gert en að slökkva á segulbandinu og fara út. „Já, við vissum þetta,“ sögðum við hvor við annan. „Nú för- um við á hinn staðinn og hættum svo að skemmta.“ Við fórum á skemmtistað í Hafnarfirði með sömu Hef ekki mikið sjálfstraust LADDI HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EINLEIKNUM LADDI LENGIR LÍFIÐ. Í VIÐTALI RÆÐIR HANN UM FARSÆLAN FERIL OG ERFIÐ ÆSKUÁR SEM EINKENNDUST AF VANMETAKENND OG VANLÍÐAN. Kolbrún bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is *„Ég á til að vera þurr á manninn ogþungur, kannski er það eitthvað gamaltfrá því ég var lítill og fannst ég vera út- undan og eitthvað skrýtinn. Þá sat ég oft einn úti í horni, grét jafnvel og hugsaði með mér af hverju ég væri ekki eins og hinir.“ 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013 Svipmynd GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Frá okkur fara skyrturnar skýnandi hreinar og straujaðar Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 ÞVOTTAHÚS EFNALAUG DÚKALEIGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.