Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013 N ýr stjórnarsáttmáli átti sinn dag og svo stálu stólaskiptin sen- unni. Það er auðvitað hug- myndin að stjórnarsáttmáli sé vegvísir og sáttargjörð ólíkra flokka til að auðvelda þeim fjögurra ára samstarf. Leiðsögurit um lok deilna Tækifærið til málamiðlana er notað á meðan að vilj- inn er heitur til að komast í ríkisstjórn, úr kuldanum og inn í hlýjuna. Sú þrá sér um þrýstinginn. Og þótt menn þekki vel til þeirra gagnkvæmu sjónarmiða sem uppi eru er óhjákvæmilegt að samþykkja bæði leiðir og aðferðir, sem geta gengið upp þótt tillit sé tekið til beggja. Annars gætu átakaefnin orðið erfið viðureignar, þegar ástleitnin víkur fyrir pólitísku brauðstriti og skoðanakannanir eru farnar að gera nýjum ráðherrum lífið leitt. En hitt er vel þekkt að stjórnarsáttmálar verða fljótt „eins og böglað roð fyrir brjósti“ eins og sagt var um annað testament og langlífara. Allt fram til vorsins 1991 tíðkaðist að hafa stjórnarsáttmála langa, ekki síst þegar þriggja flokka ríkisstjórnir áttu í hlut. Eftir kosningar 1987 tók til að mynda marga mánuði að mynda „starfhæfa“ stjórn. Hún byggði á löngum og ítarlegum stjórnarsáttmála sem margir höfðu komið að því að semja. Hálfu ári síðar var allur trún- aður rokinn úr því stjórnarsamstarfi, þótt dauða- stríðið sjálft tæki ömurlega átta mánuði til viðbótar. Mátti vera knappari Nýi stjórnarsáttmálinn er í lengra lagi. Kannski hafa ábyrgðarmenn hans talið að þeir gætu varla birst með styttra plagg eftir svo langa setu í sumarhúsum Suðurlands. En fyrir vikið eru innantómar setningar „fjölmennar“ eins og sagt var um kýrnar forðum. Enginn ríkisstjórnarsáttmáli eða stjórnmálaflokkur í kosningaham kemst hjá því að vera með eitthvað af innantómum (en helst áferðarfallegum) setningum. Þær gegna líklega sams konar hlutverki og lyftiduft í bakstri, breyta ekki bragði, en gera afurðina bosma- meiri. Dæmi þessa í nýja sáttmálanum eru: „Sam- félag er samvinnuverkefni þar sem öll störf skipta máli og haldast í hendur.“ „Unnið verður að því að tryggja jafnrétti allra landsmanna, óháð einstakl- ingsbundnum þáttum og stöðu þeirra að öðru leyti, svo sem vegna búsetu og að rækta með þjóðinni þær dyggðir sem best tryggja farsæld og jafnræði.“ „Með verkum sínum mun ríkisstjórnin gera landsmönnum kleift að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þeir standa frammi fyrir, þjóðinni allri til heilla.“ „Rík- isstjórnin leggur áherslu á samfélagslegt mikilvægi frjálsra félagasamtaka og sjálfboðaliðastarfs og mun greiða götu slíkrar starfsemi. Æskilegt er að stjórn- völd viðurkenni í auknum mæli í verki mikilvægi samtaka á borð við …“ Eins og sést af þessum setningum, sem teknar eru af handahófi, hefði ekkert gert til þótt plaggið hefði verið lesið betur yfir áður en það fór út. Svo eru það hinar setningarnar, sem virðast hafa merkingu, en vantar skýringu á: „Ríkisstjórnin mun vinna að því að Ísland verði í fararbroddi í umhverfismálum á heimsvísu og öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði um- hverfisverndar.“ Ekkert er minnst á hvernig þessu háleita markmiði verði náð. Sem betur fer er háttur Jóhönnu ekki brúkaður með því að tilkynna að þessu marki verði náð „á allra næstu dögum“ eða „öðrum hvorum megin við helgina“. Á réttum nótum En þótt mörg dæmi af þessu tagi megi nefna og þau hefðu flest mátt missa sín er andinn í plagginu já- kvæður og það skiptir mestu. Það er rétt, sem þar segir, að nú verður að létta af margvíslegri pólitískri óvissu í landinu. Og það sem ekki er sagt en er aug- ljóslega undirliggjandi er að hin nýja ríkisstjórn ætl- ar að hætta þeim hernaði gegn almenningi sem gamla stjórnin var þekkt fyrir. Það eru sterkar vísbendingar um að stjórnarflokk- arnir hafi náð saman um að milda með einhverjum Glæðist nú hugarkætin * Spor gömlu stjórnarinnarhræða. Vegferð hennar varvörðuð sviknum fyrirheitum. Ekki aðeins þeim sem birtust í stjórn- arsáttmála, heldur ekki síður þeim sem flokkarnir sögðust standa fyrir áður en að honum var komið. Reykjavíkurbréf 24.05.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.