Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013 S ólheimar eru hinn fullkomni stað- ur fyrir þetta vegna þess hve ástríkur og fallegur hann er, bæði hvað varðar umhverfið og skipulag samfélagsins þar,“ segir Stefán Árni Þorgeirsson, sem ásamt eig- inkonu sinni, Tristan Gribbin, stendur fyrir hugleiðslu- og jóganámskeiðinu „Endurnýj- un og vöxtur“, sem fram fer á fyrrnefndum Sólheimum helgina 7.-9. júní nk. Stefán Árni og Tristan fluttu heim til Ís- lands síðastliðið haust eftir 11 ára dvöl í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Stefán starf- ar sem kvikmyndagerðarmaður og hefur látið að sér kveða innan auglýsinga- og tónlistarmyndbandageirans í dyggu sam- starfi við Sigurð Kjartansson. Saman starfa þeir undir nafninu Arni & Kinski og eiga það einnig sameiginlegt að hafa verið stofn- meðlimir í GusGus. Á meðal tónlistarmynd- banda sem þeir hafa leikstýrt eru mynd- bönd við Sigur Rósar-lögin Viðrar vel til loftárása og Glósóli auk þess sem þeir hafa unnið með hljómsveitunum Snow Patrol og Travis. Auk þess kennir Stefán hugleiðslu vikulega á Dansverkstæðinu. Tristan er fædd í norðurhluta Kaliforníu- ríkis í Bandaríkjunum og er lærð leikkona en fæst nú fyrst og fremst við hugleiðslu- kennslu hjá Baðhúsinu og heldur úti Face- book-síðunni Modern-Day Meditation Ice- land. Hún kom hingað til lands árið 1995 og gerði m.a. garðinn frægan í einleiknum Ferðir Guðríðar sem sýndur var hérlendis og erlendis árin 1998-2001. Andlegar upplifanir í æsku Stefán Árni og Tristan hafa að eigin sögn verið saman á andlegri vegferð frá síðast- liðnum aldamótum. Þó svo að þau séu sam- stiga í sjálfsræktinni í dag má segja að fyrstu kynni þeirra af andlegum upplif- unum hafi verið harla ólík. „Mamma mín og pabbi skildu þegar ég var tveggja ára og ég man vel eftir því að hafa verið gjörsamlega niðurbrotin og grát- ið í sífellu. Á þeim tíma varð ég fyrir minni fyrstu andlegu upplifun þegar Guð, eða einhver æðri máttur, kom til mín og stóð hjá mér þar sem ég lá í rimlarúmi. Við það hurfu allar mínar áhyggjur um leið og ég fann ekki fyrir neinu nema hlýju og kærleik,“ útskýrir Tristan. „Seinna fékk ég síðan enn meiri kynni af æðri mætti. Sem barn átti ég samtal við Jesú og það var raunverulegra en þetta spjall okkar hér og nú. Þegar ég var þrettán ára upplifði ég það að sjá svipmyndir frá þúsund lífum sem ég hafði lifað fyrir þessa ævi, þar sem ég hafði lifað sem einfrumungur, alls kyns dýr og aðrar manneskjur. Andlegt líf hefur samt aldrei verið tengt við nein ákveðin trúarbrögð fyrir mér,“ bætir hún við. „Ég myndi ekki segja að foreldrar mínir hafi verið mjög andlega þenkjandi,“ segir Stefán Árni. „Uppeldi mitt var ástríkt og það var haldið í ákveðnar hefðir en við fór- um í mesta lagi einu sinni á ári í kirkju. Móðuramma mín átti hins vegar helling af einhverjum bókum um miðla og ég man eftir að hafa hugsað hvað það væri skrýtið. Ég pældi sem sagt lítið í svona hlutum í æsku,“ bætir hann við, en það átti eftir að breytast þegar hann kynntist sorg og sárs- auka raunverulega í fyrsta sinn á ævinni. „Árið 1997 missti ég pabba minn í flugslysi og það breytti sýn minni á tilveruna. Þá fór ég að hugsa: Hvernig vil ég lifa lífinu? Hvað vil ég gera? Ég man eftir því hvern- ig ég fann, í gegnum söknuðinn og sárs- aukann, svo rosalega mikla ást. Í þessum hörmungum upplifði ég sem sagt eitthvað alveg nýtt og með því vaknaði löngun til að skilja þetta allt betur. Ég tengdi það samt ekki við æðri mátt eða hugleiðslu, ég vissi bara að ég vildi kynnast sannleik- anum. Skömmu seinna kynntist ég Tristan og við tengdum vel því við höfðum gengið í gegnum missi á svipuðum tíma, hún hafði þá misst stjúppabba sinn. Í kjölfarið var okkur kynnt hugleiðslunámskeið og ég man eftir að hafa hugsað: Vá, þetta eru bara einhverjir þvílíkir furðufuglar, en á sama tíma var spennandi hvað allir þar voru frjálsir og hispurslausir. Ég var líklega dá- lítið týpískur íslenskur karlmaður sem þótti eðlilegast að sitja á tilfinningum sínum en Tristan var miklu opnari og tilbúnari að prófa allan andskotann svo hún sló til og fór að hugleiða,“ segir Stefán og þá kom að öðru áfalli sem ýtti honum endanlega út í hugleiðslu. „Þegar hún kom heim af hugleiðslu- námskeiðinu var hún breytt manneskja og það braut upp allar ranghugmyndirnar sem ég hafði um það hvað það var að vera karlmaður og hvert hlutverk mitt gagnvart konunni minni var. Ég hélt að ég ætti bara að vera „sá sterki“ og vernda konu mína, en þessi heimsmynd hrundi til grunna þeg- ar hún kom heim sem þessi orkubolti. Þá fattaði ég að ég yrði líka að „kýla á þetta“ því það var greinilega ekki allt í góðu hjá mér,“ bætir hann við og hlær. Rétt áttu fyrir flugmiðunum Það var um svipað leyti og Stefán og Tristan fóru að stunda hugleiðslu sem þau fluttu búferlum til Bandaríkjanna, nánar til- tekið Los Angeles. „Í kringum árið 2000 áttaði ég mig á því að GusGus var ekki alveg það sem mig langaði að gera þar sem kvikmyndagerðin átti hug minn allan. Við Siggi (samstarfs- félagi Stefáns) vorum komnir með sambönd í auglýsingabransanum úti í LA og það hafði alltaf staðið til hjá okkur að prófa að fara út. Ég man að við Tristan áttum í rauninni ekki neitt nema börnin okkar tvö og sumarið 2001 gerðum við Siggi mynd- bandið Viðrar vel til loftárása og pening- urinn sem við fengum fyrir það varð til þess að við rétt náðum að safna fyrir flug- miðum svo við fluttum út um haustið,“ rifj- ar Stefán upp. Eftir flutningana vann Tristan fyrir sér með auglýsingaleik. „Það var nú kannski ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert en það var bara það sem maður þurfti að gera,“ segir hún. „Eins og Stefán segir fluttum við fyrst út vegna vinnunnar hans, en á sama tíma var þetta auðvitað gott skref á okkar andlegu leið, að kynnast fjöl- breyttari flóru af fólki sem stundaði hug- leiðslu,“ bætir hún við og Stefán kinkar kolli. Á Bandaríkjaárunum tóku Stefán og Tristan hugleiðsluna fastari tökum og fóru að læra og síðar kenna svokallaða nútíma- hugleiðslu og „breathwork-hugleiðslu“, sem verða á dagskrá á Sólheimum um næstu helgi ásamt „Hatha-jóga“. Um jógakennsl- una sér hinn bandaríski Peter Sterios, sem kom m.a. að heilsuátaki Hvíta hússins gegn offitu barna í Bandaríkjunum sem for- setafrúin Michelle Obama stóð fyrir árið 2011. Andleg vinna tekur aldrei enda Líkt og fyrr segir ákváðu hjónin að snúa heim síðastliðið haust. „Það er svo gott fyr- ir börnin okkar að hafa betri fjölskyldu- tengingu og hafa allt frelsið sem felst í því að vera ungur á Íslandi,“ segir Tristan, en saman eiga þau tvær dætur auk þess sem Stefán Árni og Tristan hafa stun hugleiðslu í 13 ár en leggja áher á að andleg vinna taki aldrei en Vilja byggja líf sitt í kringum hugleiðslu HJÓNIN STEFÁN ÁRNI ÞORGEIRSSON OG TRISTAN GRIBBIN FLUTTU HEIM TIL ÍSLANDS Í HAUST EFTIR 11 ÁRA DVÖL ERLENDIS. ÞAU ERU Á ANDLEGRI VEGFERÐ OG STANDA FYRIR HUGLEIÐSLUNÁMSKEIÐI Á SÓLHEIMUM UM NÆSTKOMANDI HELGI SEM BER YFIRSKRIFTINA ENDURNÝJUN OG VÖXTUR. Einar Lövdahl elg@mbl.is Viðtal Er búið að senda boðskortin? Í Rekstrarlandi færðu mikið og glæsilegt úrval af vönduðum veislubúnaði, þar á meðal dúka, servíettur, kerti, kertastjaka, einnota og fjölnota glös, diska, hnífapör og áhöld. www.rekstrarland.is Tilboð 1.190kr. 1.937 Löber 40x2400 cm Kerti – 12 cm, verð frá 369 kr. Kertavasi – egglaga, verð frá 890 kr. Servíettur – 40x40, 3ja laga, verð frá 199 kr. Servíettur, dúkar, kerti og kertastjakar PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 17 09
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.