Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Page 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Page 39
26.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 K vikmyndahátíðin í Cannes stendur nú yfir í 66. skipti en fyrsta hátíðin var hald- in 1946. Allar helstu þokkagyðjur úr heimi kvik- myndanna hafa átt ógleymanleg augnablik í Cannes. Í alíslenskri vorrigningu og jafnvel hagléli er hressandi að skoða kjólana og skartið og fá fréttir af því hver hafi verið með hverjum og hver vildi ekki hvern á þessum eftirsótta stað. Mbl.is sagði frá því í vikunni að unga og eft- irsótta ofurfyrirsætan, Cara Delvinge, hefði hafnað leikaranum Leonardo DiCaprio, sem er 38 ára. Delvinge mætti í eftirpartí í til- efni af sýningu The Great Gatsby í Cannes klædd svörtum blúndukjól frá Burberry. Þegar hann reyndi að stíga í vænginn við hana sneri hún upp á sig og vildi lítið með leikarann hafa. Þeir sem hafa séð kvikmynd Baz Lu- hrmanns um hinn mikla Gatsby eru eflaust eitt spurningarmerki yfir við- brögðum Delv- inge. Maður hefði haldið að töfrar mynd- arinnar hefðu kannski haldist út eftir- partíið, en svo varð víst ekki. Skýr- ingin sem Delvinge gaf var að henni fyndist DiCaprio of gamall fyrir sig … Konur sem komnar eru yfir þrítugt í kringum mig stóðu á öndinni yfir þessu. Hver hafnar DiCaprio? Þegar Smartland bauð les- endum sínum á myndina í vikunni þurfti að ræða DiCaprio sérstaklega eftir sýninguna. Ekki var rætt hvað hann hefði leikið vel í mynd- inni heldur hvað hann væri vel klæddur og liti vel út. Einhverjar höfðu líka orð á því að það væri eins og hann væri í formalíni, hann eltist ekki neitt. Ég veit ekki alveg hvort það er jákvætt eða neikvætt en það skiptir svo sem engu máli. DiCaprio hafði þó ekki bara áhrif á kvenpeninginn því fleiri en einn karlmaður sem ég talaði við í vikunni höfðu orð á því að þá langaði að breyta um fatastíl eft- ir að hafa séð myndina. Ég hef bara eitt að segja um það. Látið það eftir ykkur! martamaria@mbl.is Úr myndinni The Great Gatsby. Hún hafnaði honum … Hún hafnaði honum ... Brigitte Bardot í Cannes1953. Joan Collins í Cannes 1979. Sophia Loren í Cannes 1959. Cara Delvinge í kjól frá Burberry. Sean Connery í Cannes á sjö- unda áratugnum. Jerry Hall í Cannes 1983. Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Opið: mán.-fös 8:30-18:00, lau 11:00-16:00 Öryggi – gæði - leikgildi MIKIÐ ÚRVAL af garni, blöðum, prjónum, tölum, og öðrum prjónavörum Þönglabakka 4, sími: 571-2288, www.gauja.is Lopi frá Ístex - mögulega besta verð á landinu!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.