Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 4. J Ú N Í 2 0 1 3
Stofnað 1913 128. tölublað 101. árgangur
VILL RÆKTA
SAMRUNA LÍFS
OG LISTAR
ÖKUÞÓR Á
SEXTUGUM
KAGGA
EINSTAKLEGA
FJÖLBREYTTAR
GÖNGULEIÐIR
BÍLAR SNÆFELLSNES 10MAGNÚS PÁLSSON 38
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Takist ekki að semja um lengingu á
290 milljarða erlendum skuldabréf-
um milli gamla og nýja Landsbank-
ans, sem eiga að greiðast upp 2014-
2018, er sennilegt að kröfuhafar
bankans muni sitja fastir með reiðufé
sitt innan hafta á Íslandi um „ófyr-
irsjáanlega“ framtíð.
Með því að samþykkja hins vegar
lengingu og endurskoðun á ýmsum
skilmálum skuldabréfanna eru meiri
líkur á að slitastjórn LBI takist að fá
fyrr en ella undanþáguheimild frá
Seðlabanka Íslands til að halda
áfram útgreiðslum til kröfuhafa.
Þetta kemur fram í bréfi sem Lands-
bankinn sendi til LBI í byrjun síð-
ustu viku og Morgunblaðið hefur
undir höndum.
Í bréfinu, sem er undirritað af
Steinþóri Pálssyni, bankastjóra
Landsbankans, er þess farið á leit við
LBI að lengt verði í afborgunum á
290 milljarða er-
lendum skuldum
bankans um tólf
ár og að núver-
andi vextir haldist
óbreyttir næstu
fimm árin. Bank-
inn óskar eftir því
að hefja formleg-
ar viðræður um
þessar tillögur –
ásamt öðrum sem eru settar fram í
bréfinu – við slitastjórn LBI núna í
júní. Slitastjórnin hefur erindi
Landsbankans til skoðunar.
Í bréfinu segir að það sé beggja
hagur að endursemja um skuldabréf-
in. Á það er bent að Seðlabankinn
hafi verið „óvenjulega hreinskilinn
og berorður“ á opinberum vettvangi
um nauðsyn þess að lengja „veru-
lega“ í endurgreiðsluferli erlendra
skulda Landsbankans áður en hægt
er að stíga skref í átt að afnámi hafta.
Gætu setið fastir í höftum
Í bréfi til LBI segir bankastjóri Landsbankans að kröfuhafar gætu þurft að sitja
fastir í höftum um „ófyrirsjáanlega“ framtíð Vill hefja formlegar viðræður í júní
MLenging forsenda » … »18
Steinþór Pálsson.
Um 80 bátar „þjófstörtuðu“ á fyrsta
degi nýs mánaðar á strandveiðum.
Landhelgisgæslan telur að sjó-
mennirnir hafi brotið lög um
sjómannadaginn með því að halda
til veiða fyrir hádegi á mánudegi en
enginn hefur verið kærður fyrir at-
hæfið.
Í lögum um sjómannadag segir
að öll fiskiskip skuli liggja í höfn á
sjómannadag og láta ekki úr höfn
fyrr en klukkan 12 á hádegi næsta
mánudag. Víkja má frá þessu
ákvæði ef mikilvægir hagsmunir
eru í húfi og samkomulag tekst þar
um milli útgerðar og skipshafnar.
Landhelgisgæslan og Lands-
samband smábátaeigenda túlka lög-
in þannig að menn eigi ekki að róa
fyrr en á hádegi á mánudag. Sjó-
mennirnir sem róa telja það vænt-
anlega mikilvæga hagsmuni að ná í
dagskammtinn sinn snemma.
Samningaviðræður við áhöfnina eru
ekki flóknar því útgerðin og áhöfnin
birtast í sama manninum.
Sama vandamál var uppi í fyrra
og þá var enginn kærður enda segir
Auðunn F. Kristinsson, verkefnis-
stjóri aðgerðasviðs, að Landhelgis-
gæslan gerði ekki annað ef hún færi
að eltast við alla þá sem brytu
ákvæðið. Betra væri að skýra lögin
þannig að enginn vafi léki á um
túlkun þeirra. helgi@mbl.is
80 bátar
„þjóf-
störtuðu“
Morgunblaðið/Eggert
Strandveiði Bátur kemur til hafn-
ar. Lítið var róið á suðursvæðinu.
Enginn kærður
Almenningi, ungum sem öldnum, gafst kostur á að líta leikmenn landsliðs-
ins í knattspyrnu augum á opinni æfingu á Víkingsvellinum í gær. Þessi
ungi peyi brosti út að eyrum þegar hann nýtti tækifærið og nældi sér í
eiginhandaráritun hjá skærustu stjörnu íslenska liðsins, Eiði Smára Guð-
johnsen. Strákarnir okkar undirbúa sig nú af kappi fyrir leik gegn Slóven-
um í undankeppni heimsmeistarakeppninnar sem fram fer á föstudag.
Ungviðinu gafst kostur á að hitta hetjurnar
Morgunblaðið/Kristinn
„Ódýrir lúsakambar frá apótek-
um erlendis virka miklu betur en
þessir plastkambar sem boðið er
upp á í íslenskum apótekum. Þetta
plastdrasl sem er selt hérna heima
finnur einfaldlega ekki lýsnar,“
segir móðir í Kópavog-
inum. Erlendi lúsakamb-
urinn sem hún vísar til er
með löngum og þéttum
stálbroddum en slíka
kamba er ekki hægt að
kaupa í íslenskum apó-
tekum. Þar er eingöngu
hægt að kaupa plast-
kamba með stuttum
broddum.
„Ef stutt er á milli teina
og þeir eru þokkalega stífir þá
hafa plastkambarnir reynst ágæt-
lega en hins vegar ef plastið er lint
þá virka þeir ekki nægilega vel,“
segir Ása Atladóttir, hjúkrunar-
fræðingur og verkefnastjóri á sótt-
varnasviði hjá embætti
landlæknis. Hún hefur
litla reynslu af lúsa-
kömbum úr stáli en tek-
ur nýjum lausnum fagn-
andi ef þær virka. Ása
óskar eftir samfélags-
legri vakningu um lúsa-
faraldurinn sem hefur
verið óvenjuslæmur á
yfirstandandi skólaári.
»17
Telur erlenda lúsakamba með löngum
stálbroddum leysa íslenska lúsavandann
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins seg-
ir mikilvægt að ríkisstjórnin taki nú
þegar af skarið um að hún muni að-
stoða bændur vegna ótíðarinnar á
Norðurlandi. Bætur Bjargráðasjóðs
muni aldrei bæta tjón bændanna að
fullu en það skipti máli að koma með
þeim í málið svo þeir gefist ekki upp.
Haraldur Benediktsson, bóndi og
alþingismaður, fyrrverandi formað-
ur Bændasamtakanna, hefur kynnt
sér ástandið í Skagafirði vegna kals í
túnum og haft fréttir úr Eyjafirði og
víðar að. Hann
segir að ástandið
hafi verið sér-
staklega slæmt í
Hjaltadal. Þar
hafi verið búið að
plægja upp undir
100 hektara á
nokkrum bæjum
þegar hann og fé-
lagar hans voru
þar á ferð í lok síðustu viku.
Tjón bænda sé mikið, ekki minna
en varð í eldgosunum á Suðurlandi
en þáverandi ríkisstjórn hljóp þá
undir bagga með Bjargráðasjóði
þannig að hægt var að styðja bænd-
ur við endurreisn búa sinna.
Haraldur segir að í ljósi þess að
þetta sé þriðja eða fjórða stóráfallið
á örfáum árum eigi að hugsa til þess
að endurreisa Bjargráðasjóð á ný
sem stóráfallatryggingasjóð bænda.
„Þetta sýnir að við þurfum á honum
að halda,“ segir Haraldur.
helgi@mbl.is »2
Þarf að aðstoða bændur
Haraldur Benediktsson, bóndi og þingmaður, óttast að
bændur á kalsvæðunum gefist upp fái þeir ekki stuðning
Haraldur
Benediktsson