Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 NORÐURKRILL Fæst flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna. P R E N T U N .IS Betri einbeiting og betri líðan Þegar maður rekur sitt eigið fyrirtæki, er í fullu fjarnámi og á auk þess tvö ung börn, þá skiptir öllu máli að heilinn virki rétt og vel. Ég byrjaði að nota Norðurkrill fyrir fjórum mánuðum og fann nánast strax mun á mér. Einbeitingin varð betri auk þess sem ég varð vör við mjög jákvæð áhrif á lesblinduna hjá mér. Fyrir utan skarpari einbeitingu líður mér allri betur líkamlega og andlega. Það skiptir mig miklu máli að Omega 3 í Norðurkrill sé hreint og ómengað og eftir að hafa prufað þó nokkuð margar tegundir af Omega 3 olíum get ég fullyrt að Norðurkrill er besta Omgea 3 olía sem ég hef notað. Ég hvet alla þá sem vilja skerpa á minni og einbeitingu að taka inn Norðurkrill. Heilinn í okkur verðskuldar aðeins það besta. Jóhanna S. Hannesdóttir, þjóðfræðinemi og eigandi Sunnlenska.is NORÐURKRILL er eitt hreinasta og öflugasta form af OMEGA 3-fitusýrum. Unnið úr botnsjávardýrinu krill sem er veitt við ómengað Suðurskautið. Aðeins þarf 1-2 hylki á dag til að mæta dagsþörfinni og það er ekkert eftirbragð, uppþemba eða magaólga sem oft fylgir inntöku á fiski- og jurtaolíum. Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is Íbúar fárra lands- hluta á Íslandi eru bet- ur í sveit settir en íbú- ar á Snæfellsnesi. Þar er byggðin í mikilli ná- lægð við gjöful fiski- mið, góð tenging sam- gönguæða er við stærsta markaðssvæði landsins, einstök nátt- úrufegurð með Eld- borg, Löngufjörur, Ljósufjöll, Breiðafjarðareyjar, Kirkjufell, Búðahraun, Þjóðgarðinn og Snæfellsjökul sem laðar að ferða- menn og þjónustan við íbúa er í flestu eins og best verður á kosið. Það eru því mörg tækifæri fyrir fjárfesta og þá sem eru framtaks- samir til þess að grípa boltann á lofti og skapa ný störf fyrir vel menntað ungt fólk sem kemur á vinnumark- aðinn og vill setjast að í heimi nátt- úrufegurðar og tækifæra. Þróun- arfélag Snæfellinga var stofnað til þess að skapa vettvang svo nýta mætti samtakamátt atvinnulífsins á svæðinu í þeim tilgangi að stuðla að bættum búsetuskilyrðum. Þró- unarfélagið hefur í samstarfi við Íslands- stofu, Nýsköp- unarmiðstöð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Atvinnuráðgjöf Vesturlands mótað Framtíðarsýn fyrir Snæfellnes næsta ára- tuginn. Að því verkefni komu um fimmtíu heimamenn og ráð- gjafar. Í kjölfar þeirrar vinnu var efnt til ráðstefnu með góðum gest- um þar sem spurt var; hvernig styrkjum við stöðu atvinnulífsins á Snæfellsnesi og sköpum fleiri og betri störf í anda þeirrar framtíð- arsýnar sem mótuð hefur verið? Í samstarfi við MATÍS hefur verið leitað nýrra kosta við nýtingu auð- linda Breiðafjarðar. Tilgangurinn með þessari grein er að vekja at- hygli á nokkrum þáttum samfélags- ins á Snæfellsnesi sem vinna þarf að og efla með öllum tiltækum ráðum. Í eftirfarandi punktum eru dregin fram atriði sem vert er að vekja at- hygli á. Viðskiptabankar og fjármála- stofnanir sem eiga í viðskiptum við Snæfellinga þurfa að þekkja sinn vitjunartíma og eiga frumkvæði að samstarfi og úrbótum í stað þess að bíða og bíða. Það eru tækifæri fyrir fjárfesta og fjármagnseigendur á Snæfellsnesi. Nýsköpunarsjóðir hljóta að eygja tækifærin og stuðla að raunhæfum uppbyggingarverk- efnum og hafa frumkvæði. Þjóðin þarf á því að halda ekki síður en Snæfellingar. Það er mikil þekking í sjávar- útvegi á Snæfellsnesi sem má virkja enn frekar en gert er. Höfuðstöðvar Fiskmarkaðar Ís- lands eru á Snæfellsnesi og um landið allt liggur þétt net á vegum flutningafyrirtækja sem sjá um að koma fersku úrvals-sjávarfangi Snæfellinga á innlenda og erlenda markaði. Lífmassi Breiðafjarðar með krabbadýr, þang og þörunga er lítt nýttur enn sem komið er. Þar bíða tækifærin eftir samstarfi fyrirtækja, einstaklinga og þeirra byggða sem liggja að gullkistu Breiðafjarðar. Heitar og kaldar lindir sem finn- ast víða á Snæfellsnesi skapa skil- yrði til fiskeldis þar sem jarðnæði gefur tilefni til. Stutt er á markað innanlands og stutt á alþjóða- flugvöllinn. Miklir uppbyggingarmöguleikar eru í þjónustu við ferðamenn sem sækja í einstaka náttúrufegurð, sigl- ingar, hestaferðir, sögustaði, söfn, tónleikahald í kirkjum og bæjarhá- tíðir. Jarðvarmi er víða og gefur ný tækifæri til uppbyggingar heilsu- tengdrar ferðaþjónustu. Góðar bújarðir skapa skilyrði fyr- ir hefðbundinn búskap. Mennta- og rannsóknarstofnanir skapa margþætt atvinnutækifæri fyrir vel menntaða einstaklinga. Þar má nefna grunnskóla, Fjölbrauta- skóla Snæfellinga, Háskólasetur HÍ, Náttúrustofu Vesturlands, starfs- stöð Hafró, Sjávarrannsóknarsetrið Vör og starfsstöð Matís. Og í gangi eru rannsóknir Sjávarorku ehf. þar sem virkjunarkostir sjávarfalla eru rannsakaðir. Snæfellingar eiga góða granna á Vestfjörðum, í Dalasýslu og í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Náið sam- starf milli héraða er mikilvægur lyk- ill að velmegun íbúanna. Í þessari stuttu samantekt er vak- in athygli á þeim möguleikum sem búa í náttúruauðlindum og sam- félaginu á Snæfellsnesi. Það er markmið Þróunarfélags Snæfellinga að efna til samstarfs innan atvinnu- lífsins og við opinbera aðila í þeim tilgangi að bæta búsetuskilyrði og byggja á þeim sterka grunni sem til staðar er. Snæfellsnes er landshluti tækifæranna Eftir Sturlu Böðvarsson » Það eru því mörg tækifæri fyrir fjár- festa og þá sem eru framtakssamir til þess að grípa boltann á lofti og skapa ný störf fyrir vel menntað ungt fólk… Sturla Böðvarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Þróunarfélags Snæfellinga. Allir Íslendingar vita að hér varð efna- hagshrun. Flestir vita að það átti sér stað þrátt fyrir til- stilli opinberra stofn- ana sem eiga að sjá til að slíkt gerist ekki. Margir álykta sem svo að þessar stofnanir hafi sofnað á verðinum og hafa sumir dregið þann lærdóm af fenginni reynslu að nauðsynlegt sé að efla opinbert eftirlit og taumhald á mark- aðinum. Fáir taka hins vegar að efast um tilgang eftirlits op- inberra stofnana með mörkuðum en undirritaður er einn af þeim. Þessar efasemdir kunna að virð- ast öðrum fráleitar en sé málið skoðað ofan í kjölinn kemur annað á daginn. Almenn skynsemi segir okkur, í fyrstu, að ef fyrirtæki brjóta af sér ítrekað, þá sé eftirliti með þeim ábótavant. Þá er samt eðlilegt að velta fyrir sér hver eigi að ráða á því bót. Augljósasta lausnin er að setja á fót opinbera eftirlitsstofnun með starfsfólki sem gegnir því ábyrgðarhlutverki að hafa eftirlit með markaðinum. En þá má spyrja sig á ný hver eigi að gæta þess að starfsfólk hennar sinni skyldum sínum. Það er órökrétt að segja að þeim verði bara að treysta því þá má á móti spyrja af hverju ekki megi bara treysta kaupfólki fyrir því að hafa eftirlit með sjálfu sér. Einhverjir kunna að svara því á þann veg að það hafi hagsmuna að gæta en þá má á móti spyrja hvernig sé hægt að tryggja, með óyggjandi hætti, að eftirlitsfólkið hafi ekki hags- muna að gæta hjá kaupfólkinu. Af þessu leiðir að það verður að hafa eftirlit með starfi opinberu stofnananna. Vitað er að fólk eitt getur borið ábyrgð svo ráða þarf fólk sem hafa á eftirlit með eft- irlitsfólkinu. En þá koma sömu spurningarnar upp og í efnisgrein- inni að ofan. Sama niðurstaða fæst og við höfum nú þegar fengið, þ.e. að hafa þurfi eftirlit með eftirlits- fólkinu sem hefur eft- irlit með eftirlitsfólk- inu. Þennan leik má leika út í hið óend- anlega og niðurstaðan verður alltaf sú sama. Aftur á móti er fjöldi fólks endanlegur svo ljóst er að eftirlitsfólk þarf að ráða sem eft- irlitsfólk til að hafa eftirlit með eftirlits- fólki. Fólk verður, með öðrum orðum, farið að hafa eftirlit með sjálfu sér og öðrum og eig- inlegu eftirlitsstofnanirnar í sjálfu sér óþarfar. Þessi niðurstaða svarar til þess háttar sem hafður yrði á í draumalandi frjálshyggjumanns. Merkilegt þykir undirrituðum að þessi niðurstaða er samt sem áður fengin með rökum þeirra sem að- hyllast opinberar eftirlitsstofnanir. Muninn á niðurstöðunum má skýra með því að rökleiðslunni er ekki lokið þegar búið er að komast að því að eftirlits er þörf. Kannski þykir höfundum stuttu rökleiðsln- anna hentugt að láta gott heita við þá uppgötvun því eflaust er mjög þægilegt að hafa einhverja ákveðna í því hlutverki að sinna eftirliti fyrir sig og þar af leiðandi ekki bera ábyrgð á því að réttur manns sé virtur í hvívetna. En hverra er samt ábyrgðin ef eft- irlitsfólkið sofnar á verðinum? Sama hvort okkur líkar það betur eða verr þá er ábyrgðin á eigin högum alltaf okkar. Við erum hið eina sanna eftirlitsfólk, því sinnum við ekki starfi okkar er það okkar og aðeins okkar að takast á við af- leiðingarnar. Þó margir vilji að einhverjir ákveðnir sinni eftirliti fyrir alla hlýtur það samt sem áð- ur að vera réttur allra að sinna því sjálfir því, eins og áður sagði, þá er ábyrgðin á högum manns hans og aðeins hans. Nokkur orð um eftirlit og ábyrgð Eftir Hjalta Þór Ísleifsson Hjalti Þór Ísleifsson » Við erum hið eina sanna eftirlitsfólk, því sinnum við ekki starfi okkar er það okk- ar og aðeins okkar að takast á við afleiðing- arnar. Höfundur er menntaskólanemi. Fyrir nokkrum árum kynntist ég unglings- manni, sem hafði mátt reyna sitt af hverju. Beiddi ég hann að koma og ávarpa börn, sem þá gengu til spurn- inga hjá mér. Honum mæltist svolátandi: „Mér fannst mamma og pabbi ekki eðlileg. Þú veist. Mér fannst það ekki merkilegt líf, að vakna á morgnana, fara í vinnuna, koma heim á kvöldin, borða kvöldmat, horfa á fréttirnar, líta í bók og fara að sofa. En núna sé ég, að þau eru bara ógeðslega heilbrigð, skilurðu. Og núna veit ég, að þetta líf er ekkert smá brilljant. Og núna lifi ég svona lífi. Þú veist. Gæti ekki haft það betra. Þetta er hevý gott líf. Ég meina, án djóks. Líf í dópi er aftur á móti ekkert glamúr. Pældu í þessu. Krakkar halda stundum, að líf í dópi sé eintómt sönsjæn og lollý- popps. En þá sjá þau ekki kvölina á bak við allt þetta dæmi. Skilurðu. Það er geðveikt kúl að vera edrú. Þetta rugl byrjar allt á hassi. Þú ferð í partí. Það kemur til þín einhver gaur og býður þér hass, þú heldur að hann sé töff og flottur og eigi skít- nóga peninga, hús og bíl og sum- arbústað og hund og hesta og allt þetta kjaftæði. En þá veit maður ekki, að daginn eftir sendir þessi gæi kannski kúlu í gegnum hausinn á sér á hótelherbergi suður með sjó. Að prófa bara einu sinni, það er mega- rugl. Það prófa fæstir einu sinni. Áð- ur en maður veit er maður orðinn húkkd á hörðum efnum. Líkaminn geggjaður af ógeði og heilinn súr. Ég er ekki að grínast. Svo endar þetta á tótal blakkáti. Það eru eiginlega bara þrír möguleikar: Að vera edrú, að deyja, eða vera á geðdeild eða í fang- elsi. Ég meina, þú veist, skilurðu. Núna gæti ég t.d. ekkert lært, það tollir ekkert í hausnum á mér. Og eins og þið sjáið, get ég ekki staðið kjur og ekki verið kjur með hend- urnar. Ég er ekki að djóka.“ Ég er ekki að grínast Eftir Gunnar Björnsson » Það eru eiginlega bara þrír mögu- leikar: Að vera edrú, að deyja, eða vera á geð- deild eða í fangelsi. Gunnar Björnsson Höfundur er prestur. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.