Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 Ég ætla að fara með fjölskylduna til Akureyrar þar sem ég býðþeim út að borða,“ segir Þingeyingurinn Ingólfur Péturs-son, sem í dag fagnar fimmtíu ára afmæli sínu og hefur skipulagt skemmtilegt kvöld í tilefni þess. Ingólfur er búsettur á Laugum í Þingeyjarsveit ásamt konu sinni, Kristjönu Kristjánsdóttur, og þremur dætrum sem eru á aldrinum 17 til 23 ára. Þar starfar Ingólfur sem umsjónarmaður fasteigna og segir hann starfinu fylgja töluverð ferðalög þar sem um víðfeðmt sveitarfélag með fáum íbúum er að ræða. Ingólfur er þó ekki einungis handlag- inn þegar kemur að fasteignum, heldur nýtur hann þess einnig að endurbæta og gefa gömlum dráttarvélum nýtt líf. Í gegnum árin kveðst Ingólfur hafa haldið upp á stórafmælin, og minnist hann þess helst að hafa haldið þrítugs- og fertugsafmælin hátíðleg. Í ár kveðst hann þó vilja eyða deginum með fjölskyldu sinni og gera sér glaðan dag með þeim. Í sumar hyggur Ingólfur á að ferðast um landið, en hann hefur mikinn áhuga á ferðalögum og ætlar líkt og margir aðrir Íslend- ingar að elta góða veðrið, hvar sem það nú verður. Í því skyni segir hann að gott sé að hafa hjólhýsið sem auðvelt sé að ferðast með vítt og breitt um landið. sunnasaem@mbl.is Ingólfur Pétursson er fimmtugur í dag Á góðri stundu Ingólfur ásamt fjölskyldu sinni í útskriftarveislu tveggja dætra hans. Þær útskrifuðust báðar á sama degi. Ferðast með hjólhýsið í sólina Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. María Rún Benedikts- dóttir, Freyja Sól Kjartansdóttir og Elín Katla Henrysdóttir héldu tombólu fyrir ut- an Kjöthöllina í Skip- holti til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær söfnuðu 7.563 krónum. Hlutavelta Reykjavík Mattías Wilke fæddist 2. september kl. 12.05. Hann vó 3.920 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Juliane Wilke og Kjartan Bragi Bjarnason. Nýir borgarar Keflavík Gabríel Hugi fæddist 14. febrúar. Hann vó 3.460 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Gunnhildur Þórðardóttir og Douglas Arthur Place. F riðfinnur fæddist á Fæðingarheimilinu í Reykjavík og átti heima í Reykjavík fyrstu árin. Þriggja ára flutti hann með foreldrum sín- um í Mývatnssveit og tók þátt í að byggja upp Kísiliðjuna, var þar bú- settur í tvö ár en var í sveit á sumrin í Mývatnssveit fram til 12 ára aldurs. Þar bjó hann hjá Guð- nýju og Snæbirni í Reynihlíð og aðstoðaði Manna við búskapinn. Síðasta sumarið var hann bensín- tittur á Hótelinu og hefur síðan tengst Mývatnssveit órjúfandi böndum. Friðfinnur flutti sjö ára til Akur- eyrar, gekk í Barnaskóla Akureyr- ar, Gagnfræðaskóla Akureyrar, lauk stúdentsprófi frá MA 1983, lauk cand.oecon-prófi á endurskoð- unarsviði frá HÍ 1989, nam frönsku í Lyon veturinn 1989-90 og útskrif- aðist með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu (EMPH) frá HR árið 2010. Friðfinnur starfaði við endur- skoðun hjá Endurskoðunarskrif- stofu Kolbeins Jóhannssonar á námsárunum, var ráðgjafi í fjár- málum og húsnæðismálum hjá Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri og stundakennari í hagfræði við MA, vann við bókhald og uppgjör hjá PWC á Húsavík og var fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga 1994-2007, var ráðgjafi hjá Capacent 2007-2011 og stjórn- arformaður Capacent síðasta árið. Hann hefur verið ráðgjafi og með- eigandi hjá Gekon frá því í nóv- ember 2011 en Gekon er ráðgjafa- fyrirtæki sem sérhæfir sig í samkeppnishæfni og stefnumótun. Aðalverkefni Gekon síðustu árin hefur verið að stýra samstarfinu um jarðvarmann á Íslandi auk þess sem fyrirtækið vinnur að stóru verkefni í ferðaþjónustu. Friðfinnur Hermannsson ráðgjafi – 50 ára Ljósmynd/Árni Torfason Fjölskyldan Friðfinnur og Berglind, ásamt börnunum, þeim Frey, Ara og Sólveigu Birnu. Fjölhæfur og lífsglað- ur viðskiptaráðgjafi Hjónin á fjöllum Friðfinnur og Berglind á leiðinni yfir Fimmvörðu- háls í blíðskaparveðri í fyrrasumar. Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is MORA CERA Sturtusett og tæki Verð áður kr. 64.900 Kynningarverð kr. 51.920.- GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ - ÞAÐ ER TENGI MORA CERA K7 Eldhúsblöndunartæki Verð áður kr. 25.500 Kynningarverð kr. 20.400.- MORA CERA K5 Eldhúsblöndunartæki Verð áður kr. 27.500 Kynningarverð kr. 22.000.- Ný lína af Mora Cera blöndunartækjum kynningarafsláttur20% MORA CERA B5 Handlaugartæki Verð áður kr. 19.900 Kynningarverð kr.15.970.- MORA CERA T4 Bað- og sturtutæki Verð áður kr. 39.500 Kynningarverð kr. 31.600.- Tilboðin gilda til 8. júní nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.