Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 ráð fyrir því að það viðri til þess núna en veðrið gæti nú lagast seinnipartinn. Fólk er að fara í hvalaskoðun, það er að fara í Bláa lónið og hluti þess fer á Gullfoss og Geysi,“ sagði Ólafía í samtali við blaðamann í gær og lagði áherslu á að það færu ekki allir austur fyrir fjall á Gullfoss og Geysi. Ólafía kvaðst telja að um 2.800 manns hefðu komið með skipinu. Að sögn Ólafíu er afskaplega ánægjulegt þegar skip eru hérna yfir nótt enda sé þá hægt að bjóða upp á margbreytilegar ferðir. „Í þessum bandarísku skipum er það kannski um helmingurinn, rúm- lega 50%, sem fer í ferðir,“ segir Ólafía aðspurð hversu stór hluti farþeganna fari í skipulagðar ferð- ir í landi. Hún bendir jafnframt á að hlutfallið sé mun hærra í evr- ópskum skemmtiferðaskipum. „Það er mjög algengt hjá þýsku skipunum að svona um 90% fari í ferðir,“ segir Ólafía. Eitthvað í þjóðarsálinni Spurð um ástæðu þess að far- þegar bandarísku skipanna sæki minna í skipulagðar ferðir segist Ólafía telja að þetta tengist lík- lega einhverju í þjóðarsál þeirra. „Það er ekkert aðaltilgangur ferð- arinnar að skoða sig um í landi heldur kannski meira að njóta þess sem skipið hefur upp á að bjóða,“ segir Ólafía og bendir á að hlutfallið sé þó mismunandi eftir skipum. Einnig sé talsvert um að fólk ferðist um á eigin vegum eftir að í land er komið og bóki sig jafn- vel í ferðir á bryggjunni. Aukning í kortaveltu „Sprottið hefur upp mikill fjöldi nýrra bílaleiga og ekki einungis með nýja bíla heldur einnig með notaða bíla,“ segir Emil. B. Karls- son, forstöðumaður Rann- sóknaseturs verslunarinnar (RSV), en setrið gaf í gær út tölur um erlenda kortaveltu á Íslandi, það sem af er þessu ári. Þar kem- ur meðal annars fram að velta bílaleigna hér á landi vegna er- lendra ferðamanna hafi aukist um 77% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs til samanburðar við sama tímabil í fyrra. Þá bendir Emil á að kortavelta vegna heimsókna ferðamanna á söfn og gallerí hafi aukist um 63% á þessu sama tímabili og korta- velta vegna tónleika og leikhúss um 38%. „Þetta sýnir það, eins og allt annað, að ferðamannastraum- urinn er að breytast svo mikið, hann er ekki bara yfir sumartím- ann heldur yfir allt árið,“ segir Emil og bendir á að allt bendi til þess að heildarveltan sé að aukast. Morgunblaðið/Styrmir Kári Stærsta skemmtiferðaskipið Adventure of the Seas (t.h.) er stærsta farþegaskip sem komið hefur til Íslands. Við hlið þess er Crystal Symphony. Risaskip kom til hafnar  Skemmtiferðaskipið Adventure of the Seas kom til Reykjavíkur í gær  Úrval ferða er í boði fyrir farþegana  Kortavelta hjá bílaleigum eykst Skýrsla rann- sóknarnefndar Íbúðalánasjóðs (ÍLS) verður kynnt síðar í þessum mánuði. Um tvö og hálft ár er liðið frá því að nefndin var stofnuð. „Þetta verður núna í mán- uðinum. Það er ekki komin nákvæm- ari dagsetning ennþá. Ég geri ráð fyrir því að það séu svona tvær til þrjár vikur eftir,“ segir Sigurður Hallur Stefánsson, formaður nefnd- arinnar. Rannsóknarvinnu nefnd- arinnar er lokið og stendur nú yfir frágangur á skýrslunni. Að sögn Hrannars Más Hafberg, formanns rannsóknarnefndar um orsakir og fall sparisjóðanna, hefur áætlun nefndarinnar ekki breyst frá því að hún upplýsti forsætisnefnd um hana í febrúar. Þá hafi verið áætlað að um fjögurra mánaða rann- sóknarvinna væri enn eftir. „Við erum enn að vinna af fullu kappi í samræmi við áætlun,“ segir Hrannar. Nefndin er ekki enn búin að tala við alla þá aðila sem hún ætlar sér að tala við í tengslum við rannsóknina. Hún hefur þó þegar rætt við hátt á annað hundrað manns við rannsókn- ina, þar á meðal fyrrverandi starfs- menn og stjórnendur sparisjóðanna, starfsmenn stjórnsýslunnar og full- trúa stjórnvalda. Rannsókn- arskýrslur á leiðinni  Skýrsla um ÍLS kynnt í júní Höfuðstöðvar Íbúðalánasjóðs. Fjórir karlar á aldrinum 18-23 ára voru í gær úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til 10. júní. Farið var fram á gæslu- varðhaldið í þágu rannsóknarhags- muna vegna rannsóknar á ráni og frelsissvipt- ingu karlmanns á sjötugsaldri í Grafarvogi á laugardagsmorgun. Fjórmenningarnir hafa áður komið við sögu lögreglu, en mismikið. Í varðhald vegna frels- issviptingar María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Mikill ferðamannastraumur hefur legið um Siglufjörð undanfarin ár og ljóst er að bærinn hefur í kjölfarið bæði vaxið og dafnað. Margir njóta góðs af en talið er að hátt í 80 þúsund gestir muni heimsækja veitinga- staðinn Rauðku í ár. Finnur Yngvi Kristinsson sem rekur staðinn þakkar bættum samgöngum þessa miklu fjölgun gesta. „Það fer af staðnum gott orðspor sem hefur vissulega mikið að segja í veitingarekstri. Þá er jafnframt ljóst að Héðinsfjarðargöngin skipta öllu máli. Það er þeim að þakka að mögulegt var að ráðast í viðamikla uppbyggingu hér á Siglufirði.“ Siglufjörður í tísku Það er ekki aðeins annasamt á sumrin heldur er veitingastaðurinn vel sóttur jafnt að vetri til sem og sumri. „Nálægðin við Akureyri gerir það að verkum að mikill straumur fólks er hér allan ársins hring auk þess sem Siglufjörður er svolítið „inn“ í dag,“ segir Finnur Yngvi. Ekkert lát virðist vera á vinsældum Siglufjarðar en fyrir skemmstu var vísað á bæinn sem áhugaverðan áfangastað fyrir ferðamenn á vefsíðu þýska tímaritsins Der Spiegel. Héðinsfjarðargöngin skipta öllu máli  Mikill straumur ferðamanna til Siglufjarðar síðustu ár Siglufjörður Gestum Rauðku fer ört fjölgandi. Erlendum ferðamönnum sem koma hingað til lands hefur fjölgað um 34% fyrstu fjóra mánuði þessa árs til sam- anburðar við sama tímabil á síðasta ári. Þetta segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er búin að vera gríð- arleg aukning frá áramótum,“ segir Erna. Hún segir ýmsar ástæður valda þessari aukn- ingu. „Við erum náttúrlega í gríðarlegri markaðsherferð sem heitir „Ís- land allt árið“,“ segir Erna og bætir við að jafnframt hafi sætaframboð flugfélaganna aukist og ým- islegt hafi vak- ið athygli á landinu, t.d. eld- gos. Ferðafólki fjölgar um 34% AUKNING FYRSTU FJÓRA MÁNUÐI ÁRSINS Erna Hauksdóttir BAKSVIÐ Skúli Hansen skulih@mbl.is Risaskipið Adventure of the Seas kom til landsins rétt fyrir klukkan tíu í gærmorgun. Um er að ræða stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins en það er rúm 137 þúsund brúttótonn að stærð. Skipið kom til Reykjavíkur frá Southampton á Englandi. Klukkan þrjú í dag mun skipið fara úr höfn og er stefnan sett til Akureyrar. Þangað er von á því klukkan hálftíu í fyrramálið. Auk Adventure of the Seas komu einn- ig farþegaskipin Crystal Symph- ony og Sea Explorer til Reykja- víkur í gær en þau eru þó talsvert minni, það fyrrnefnda rúm 51 þús- und brúttótonn og hið síðarnefnda 4.200 brúttótonn. Margs konar ferðir í boði Ferðaskrifstofan Atlantik sér um ferðamennina sem koma hing- að til lands með Adventure of the Seas. „Það er allt mögulegt sem þeir eru að gera yfir daginn,“ seg- ir Ólafía Sveinsdóttir, deildar- stjóri siglinga hjá Atlantik, að- spurð hvað ferðamennirnir geri þegar í land er komið. „Það er talsvert mikið um ferðir um Reykjavík. Fólk er að fara styttri jeppaferðir út fyrir borgina. Út- sýnisflug er planað, ég geri ekki Lýsing telur að dómur um bílasamn- ing Landsbankans sem féll í Hæsta- rétti í síðustu viku veiti leiðbeiningu um tiltekin atriði og hefur ákveðið að hefja undirbúning að endurreikningi sambærilegra samninga. Gert er ráð fyrir því að fyrstu samningarnir verði endurreiknaðir í júlí. Fyrirtækið tekur fram að frekari leiðbeiningar dómstóla þurfi til að skýra tiltekin álitaefni varðandi fullnaðarkvittanir, til dæmis um van- skil og festu á framkvæmd, áður en hægt verður að meta endanleg áhrif dómsins á samninga félagsins. Í frétt á vef Lýsingar er vakin athygli á því að fyrirtækið er aðili að fimm dóms- málum þar sem reynir á gildi fulln- aðarkvittana við ýmsar aðstæður í endurreiknuðum samningum. Nið- urstöðu þeirra sé ætlað að skýra frekari ágreiningsefni. Tekið er fram að Lýsing uppfylli ekki lagaskilyrði um fjárhagslegan styrk fjármálafyrirtækja en hafi þegar gert ráðstafanir til að mæta mögulegum útgreiðslum eða samn- ingsniðurfærslum vegna dóma. Lýsing hefur end- urreikning í júlí  Telur þörf á fleiri dómsniðurstöðum Morgunblaðið/Ómar Bílalán Dómur hefur fordæmisgildi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.