Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Mössuskór, Akureyri Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum Skóbúðin, Keflavík Hildur Hjörvar hhjorvar@mbl.is „Ég held ekki að við séum að fá full- an skammt af þessari miklu aukn- ingu erlendra ferðamanna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjar- ráðs Fljótsdalshéraðs. Bæjarráðið samþykkti á dögun- um einróma að hvetja til þess að umferð um Egilsstaðaflugvöll verði aukin. Í bókuninni segir að stöðug fjölgun erlendra ferðamanna kalli á skynsamlega dreifingu þeirra, bæði til að vernda viðkvæmar náttúru- perlur á suðvesturhorninu fyrir of miklum ágangi og eins til að stuðla að kraftmikilli ferðaþjónustu um allt land. Þá sé hagkvæmni fólgin í því að nýta Egilsstaðaflugvöll undir millilandaflug, enda krefjist hækk- andi eldsneytisverð og auknar um- hverfiskröfur þess að menn horfi til stystu flugleiða milli Íslands og Evrópu. Þannig ætti Egilsstaðaflug- völlur að verða ein af megingáttum flugfarþega inn og út úr landinu. „Ég hef stundum sagt það að er- lendir ferðamenn fari austur á Höfn og austur á Mývatn, en svo vantar að við sjáum þessa miklu aukningu hér á Austfjörðum,“ útskýrir Gunn- ar. Hann segir verðlag á eldsneyti hafa þar mikil áhrif, og þá sérstak- lega vegna þess að Axarvegur hefur langtímum saman verið lokaður, en hann styttir leiðina inn á Mið-Aust- urland um 70 kílómetra. Telur Gunnar mikilvægt að hann verði gerður að heilsársvegi. Þá telur hann sóknarfæri í ferðaþjónustu við norðurhlið Vatnajökuls. „Það er eins og það þurfi alltaf að byrja og enda hringinn á suðvest- urhorninu,“ segir Gunnar og segist telja að Egilsstaðaflugvöllur geti staðið undir auknum straumi ferða- manna og millilandaflugi. Aðstaða til skimunar vegna flugverndar sé til staðar og einnig sé til skipulag fyrir fleiri flughlöð en hætt hafi ver- ið við þær framkvæmdir í niður- skurði. Gunnar segir umræðuna um mik- inn ágang á ferðamannastaði á suð- vesturhorninu stinga furðulega í stúf þar sem ferðamannaflaumnum sé beint inn á suðvesturhornið í stað þess að fljúga á Egilsstaði, sem sé í ofanálag ódýrara enda styttri leið. „Það er verulegur kostnaðarauki af því að setja upp og halda stöðugu millilandaflugi á svona flugvelli því það krefst heilmikilla umsvifa t.d. í flugvernd,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia sem sér um rekst- ur og uppbyggingu Egilsstaðaflug- vallar. Hann kveður því þörf á tals- verðri umferð ef millilandaflug til og frá Egilsstöðum á að standa undir sér. Vilja millilandaflug til Egilsstaða  Segja Austfirði ekki fá nægilega marga erlenda ferðamenn  Skynsamlegri dreifing ferðamanna minnki ágang á náttúruperlur  Millilandaflugi verði komið á til og frá Egilsstaðaflugvelli Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Egilsstaðaflugvöllur Nú er aðeins flogið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur, en þar hefur áður verið millilandaflug. Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Ís- lands, segir um 5% farþega sem fóru um Egilsstaðaflugvöll í fyrra hafa bókað flugið erlend- is, en 40-50% hafi ætlað í frí eða að heimsækja fjölskyldu. Svanhvít Friðriksdóttir, tals- maður WOW Air, segir ekki vera á döfinni að hefja áætlunarflug frá öðrum landsvæðum en Keflavík en fyrirtækið sé opið fyrir öllum slíkum möguleikum enda mikilvægt að byggja upp ferðaþjónustu á öllu landinu. 5% bókuðu frá útlöndum FLESTIR FLUGFARÞEGAR TIL EGILSSTAÐA ÍSLENSKIR Ráðstefnan TEDx var haldin í fyrirlestrarsal Arion banka í gær. Markmið ráðstefnunnar er að ljá góð- um hugmyndum vægi og boðið var upp á fyrirlestra þar sem nýjar hug- myndir og uppgötvanir voru kynntar. TED eru samtök sem ekki eru rek- in í hagnaðarskyni og standa þau fyr- ir ráðstefnum með það að markmiði að breiða út góðar hugmyndir. X-ið í TEDx stendur fyrir TED viðburð sem er skipulagður af heimamönn- um, en þetta er í þriðja sinn sem slík ráðstefna er haldin hér á landi. Á meðal mælenda var Össur Krist- insson, stofnandi Össurar hf. Erindi hans fjallaði um óhefðbundna og fljótlega aðferð við smíði gervilima. „Einstaklingur sem þarf á gervifæti að halda getur verið farinn að ganga eftir tuttugu mínútur til klukku- stund,“ sagði Össur. Starfsmenn á vegum OK Prosthetics, fyrirtækis í eigu Össurar, ferðast til þróun- arlanda og kenna ófaglærðum heima- mönnum aðferðina. Sigga Heimis vöruhönnuður hélt erindi um hönnun og samfélagslega ábyrgð. Hún sagði m.a. frá hönnun sinni á glerlíffærum og lýsti því hvernig gler og líffæri hefðu svipuð einkenni. „Gler og líffæri eru lík að því leyti að þau geta verið mjög við- kvæm en einnig mjög sterk. Koma þarf fram við báða hluti af virðingu.“ Hún lýsti því hvernig verkefnið hefði opnað augu hennar fyrir slæmu ástandi hvað varðar líffærakaup á svörtum markaði og löngum biðlist- um eftir líffærum. Þá hélt Jess Myra erindi um rafræna arfleifð og kynnti forrit sem hún hannaði og mun nýt- ast fólki til að stjórna þeim upplýs- ingum sem verða til um það eftir að það deyr. Forritið geti þannig tengt saman kynslóðir, gert fólki kleift að fræðast um þá sem eru látnir og kom- ið í veg fyrir að einhver muni gleym- ast. Fyrirlestra á vegum TED má nálg- ast á vefsíðunni www.ted.com. sunnasaem@mbl.is Ráðstefna sem veitir mönnum innblástur  Markmið hennar er að ljá góðum hugmyndum vægi Morgunblaðið/Kristinn TEDx Ráðstefnan var haldin í Arion banka í gær. Markmið hennar var að ljá góðum hugmyndum vægi. Á ráðstefn- unni voru haldnir fyrirlestrar, þar sem nýjar uppgötvanir voru kynntar áhorfendum, sem voru fjölmargir. Jess Myra, kanadískur viðmóts- hönnuður, hélt erindi um raf- ræna arfleifð, en það eru þær upplýsingar sem eftir menn liggja, eftir þeirra dag. Myra hannaði forrit sem menn geta uppfært með völdum upplýsingum og aðrir haft að- gang að. Menn geti þannig tengst á sameiginlegum grund- velli fram yfir dauða og gröf. Forritið ætti að gera mönnum kleift að nýta sér þekkingu og læra af reynslu þeirra sem á undan voru. „Enginn mun gleymast“ FORRIT FYRIR FRAMLIÐNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.