Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013
Þegar ný ríkisstjórn
stórra loforða er tekin
við er öllum ljóst eða
ætti að vera það, að
ekki er hægt að gefa
slík loforð nema vegna
þess að einhver skil-
yrði hljóta að vera til
þess að efna þau.
Hvað sem hver segir
hlýtur forsenda þess
að vera sú að fyrri
ríkisstjórn hafi skilað
það góðu búi eftir áfallið mikla sem
hún tókst á við af myndarskap og
reisn í raun, að núverandi ráð-
herrar sjá að unnt muni að efna
a.m.k. eitthvað af þeim lof-
orðakrásum sem nú eru bornar á
borð.
Það loforð sem Eygló Harðar-
dóttir gefur nú um bætt kjör elli –
og örorkulífeyrisþega vekur mér þó
mesta gleði, miklum mun meiri en
loforð annarra um skattalækkun
handa þeim hálaunuðu svo og ein-
hverja flata lækkun verðtryggðra
skulda þar sem sá fær mest í sinn
hlut sem byggði eða keypti dýrustu
verði og eðli máls samkvæmt sóaði
mestu, allt yfir í hreina óráðsíu,
hafi ég skilið loforðalofsönginn rétt.
Og ekki er ég hrifnari af lækkun á
fjármagnstekjuskatti hjá þeim sem
eiga gnótt fjár innistæðna, þó vel
mætti hinsvegar hækka frí-
tekjumark þeirra sem minnstar
hafa fjármagnstekjurnar.
Þrátt fyrir að mér þætti síðasta
ríkisstjórn hafa hreinlega unnið af-
rek í viðureign við þá risaerfiðleika
sem hrunflokkarnir sem nú eru
teknir við völdum báru mesta
ábyrgð á, þá er mér heldur engin
launung á því hve miklum von-
brigðum ég varð fyrir hjá fráfar-
andi ríkisstjórn að koma ekki til
móts við eldri borgara og öryrkja
strax og eitthvað rofaði til og
ákveðið svigrúm skapaðist. Aðeins
það að sýna myndarlega lit og lag-
færa þessi ofurlágu kjör svo alltof
margra hefði strax breytt miklu og
þá á ég fyrst og fremst við kjör
þeirra sem minnst hafa eða vægast
sagt lítið á milli handanna. Veit ég
vel að því allra lægsta var hlíft að
mestu, en hvoru tveggja var að það
tók til svo sárafárra og eins hitt
sem menn vita að þetta voru laun
alveg við aumustu fátæktarmörk
sem enginn gat í raun
lifað mannsæmandi lífi
af. Fróðlegt væri að
vita hvað þessi „hlífð“
hefði í raun kostað, því
það geta ekki hafa
verið háar fjárhæðir
fyrir ríkissjóð í heild-
ina og eins væri líka
fróðlegt að vita hvað
lágmarksleiðrétting í
þágu hinna tekjulægri
hefði kostað. Það verð-
ur því fróðlegt að sjá
hvað fyrsta skrefið til leiðréttingar
í sumar verður rausnarlegt, það
skref sem nú hefur verið marglofað
að verði stigið.
Eitt enn eftir að hafa lesið síð-
ustu blaðafréttir þar sem fullyrt er
af þeim sem gleggst eiga að vita,
að atvinnuleysið sé trúlegast að
baki, muni á sumardögum komast í
það horf sem sé hin venjulega
staða í þessum efnum. Eitt af því
erfiðasta sem fyrri ríkisstjórn
glímdi við var hið ógnarlega mikla
atvinnuleysi sem hrunið skildi eftir
sig og henni tókst sem sagt það
sem umræddir álitsgjafar eru nú að
segja frá. Atvinnuleysið er eitt
mesta þjóðfélagsbölið og það að
hafa ráðið á því svo mikla bót við
hinar erfiðu aðstæður og vel að
merkja án allra álvera er í raun
ævintýralegt og gæti verið fyr-
irmynd blessaðra evruríkjanna
sælu í þeirra bullandi atvinnuleysi,
margra hverra a.m.k. Og bara til
að halda því til haga, að þessi þró-
un er ekki nýrri ríkisstjórn að
þakka, þó svo ég þykist vita að þau
geti átt til að stæra sig af. Ekki
annað eftir í lokin en að óska þeirri
sömu stjórn allra heilla í starfi, því
árangur hennar varðar okkur öll
sem þjóð.
Eftir Helga Seljan
Helgi Seljan
» Það verður því
fróðlegt að sjá hvað
fyrsta skrefið til leið-
réttingar í sumar verður
rausnarlegt, það skref
sem nú hefur verið
marglofað að verði
stigið.
Höfundur er fv. alþingismaður.
Loforð og
efndir?
Snemma í vor átti
ég leið mína í sund.
Það er ekki merki-
legt nema fyrir þær
sakir að ég tilheyri
þeim flokki fólks sem
stígur sjaldan fæti
inn á sundstaði
landsins af ótta við
að vera ekki nógu
smekklegt í laginu.
Mér til aðstoðar dró
ég systur mína með
mér en hún er af sama sauðahúsi
og ég. Hún er þó þannig úr garði
gerð að hún getur ekki sagt nei
við systur sína, og þaðan af síður
systurdóttur sína sem horfir ámát-
lega upp fyrir kámug gleraugun
og beitir öllum töfrum sem hún
býr yfir til að fá að fara í sund.
Þegar við vorum í þann mund
að fela nekt okkar í stórum
strandhandklæðum, arkar hópur
af skólastelpum inn, á að giska 9
ára. Stúlkurnar byrja að búa sig í
sundtíma þegar ein stúlknanna lít-
ur á aðra stúlku í hópnum og
hrópar með aðdáun: „Vá hvað þú
ert mjó! Stelpur, sjáið hvað hún
getur verið mjó!“ Um-
rædd stúlka dregur
inn magann sem mest
hún má svo greina má
hvert einasta rifbein
án þess að hafa fyrir
því. Önnur stúlka í
hópnum segir þá
dreyminni röddu, full
öfundar: „Hvað borð-
arðu eiginlega?“ Svo
hlaupa stúlkurnar
blaðskellandi í sund-
kennslu dagsins en
eftir stöndum við syst-
ur, hálfslegnar.
Við hlaupum út í heita pottinn
sem er næstur innganginum til að
þurfa ekki að sýna eigin ófull-
komnun of lengi fyrir alheiminum.
Við sökkvum okkur í rjúkandi
vatnið svo það nemur við höku.
Það er enn snemma morguns og
meirihluti gesta er eldri borgarar
og börn í skólasundi. Á bakkanum
ganga eldri konur með rósóttar
sundhettur og magamiklir eldri
menn sem heilsa kumpánlega og
virðast þekkja annan hvern mann.
Morgunleikfimin er að hefjast og
hinn sígildi slagari „Jón er kominn
heim“ ómar undir taktföstum
hreyfingum þeirra sem stunda
morgunleikfimina samvisku-
samlega.
Eftir sundferðina – sem var
auðveldari og ánægjulegri en við
höfðum þorað að vona, stöndum
við lúpulegar í sturtunni og skol-
um af okkur klórlyktina sem virð-
ist vera föst við húðina. Álengdar
standa tvær eldri konur í djúpum
samræðum. Þær eru báðar kvik-
naktar og afslappaðar og virðast
ekki hafa neitt að fela. Tvær full-
komlega eðlilegar konur sem sjálf-
sagt hafa upplifað margt í gegnum
tíðina. Önnur konan bisar við að
setja á sig augnháralit áður en
hún svo mikið sem fer í sokka.
Það er þá sem systir mín hnipp-
ir í mig. Hún horfir í augun á mér
og segir í forundran: „Hvað er
eiginlega að okkur? Finnst þér
eitthvað athugavert við þessar?“
Ég heyri sjálfa mig stynja upp
vandræðalegu „nei-i“ og skamm-
ast mín fyrir grunnhyggnina.
Næst þegar ég fer í sund ætla
ég að æfa mig í að vera stolt af
því sem ég hef. Ef ekki fyrir mig,
þá allavega fyrir dóttur mína sem
er enn nógu ung til að vera stolt
af líkama sínum. Ef marka má
reynslu dagsins gæti það breyst
fyrr en ég átti von á.
Lítið eitt um útlitskröfur og tilvistarkreppu
Eftir Eygló Idu
Gunnarsdóttur
Eygló Ida
Gunnarsdóttir
»Um sundferð dags-
ins þar sem út-
litskröfur gerðu und-
irritaðri erfitt fyrir.
Mikill lærdómur átti sér
stað í þessari ferð.
Höfundur er leikskólakennari.
Sérsmíðaðar baðlausnir
Speglar • Gler • Hert gler
Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar
Sandblástur • Álprófílar
Máltöku- og uppsetningaþjónusta
Við leggjum metnað
okkar í að bjóða sérhæfðar
og vandaðar lausnir á
baðherbergi.
Við bjóðum upp á
sérsmíðaða spegla,
sturtuklefa og sturtu-skilrúm.
Þá erum við komnir með nýja
útgáfu af ljósaspeglunum
okkar vinsælu.
Á nýrri heimasíðu okkar
glerslipun.is er gott yfirlit yfir
það sem er í boði. Auk þess
bjóðum við alla velkomna
í Vatnagarða 12 þar sem
fagfólk veitir góða þjónustu
og allar þær upplýsingar sem
þarf.
Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922