Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 35
Íþróttir, tónlist og veislugleði
Friðfinnur lék knattspyrnu með
meistaraflokki KA 1979-88 og með
Villeurbanne í frönsku 6. deildinni.
Friðfinnur hefur setið í stjórnum
fjölda fyrirtækja og félagasamtaka
síðustu 25 árin. Hann tók virkan
þátt í starfi Leikfélags Húsavíkur,
söng með kórum og hafði gítarinn
alltaf við höndina í vinnunni á Heil-
brigðisstofnuninni, ýmist til að
taka lagið með starfsmönnum eða
að syngja með sóknarprestinum og
sjúklingunum. Hann lærði söng
einn vetur hjá Hólmfríði Bene-
diktsdóttur á Húsavík og tók þátt í
uppfærslu á óperunni Street Scene
eftir Kurt Weill, en í lok þess vetr-
ar flutti Hólmfríður til Kópavogs
og kom ekki til baka fyrr en Frið-
finnur hafði fullvissað hana um að
frekara söngnám væri ekki fyr-
irhugað.
Friðfinnur hefur stjórnað fleiri
veislum og viðburðum en tölu á
festir og hefur t.d. 71,34% success
rate í þeim brúðkaupum sem hann
hefur stýrt (þ.e. það er hlutfall
þeirra hjónabanda sem enn eru við
lýði). Hann var formaður 50 ára af-
mælisnefndar Húsavíkur árið 2000
og sat í sveitarstjórn Húsavíkur-
bæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn
2002-2006.
Áhugamál Friðfinns snúast um
mat og drykk og menningu í víðum
skilningi, sem og bókmenntir, sögu,
tónlist og íþróttir. Hann talar reip-
rennandi helstu tungur álfunnar en
á alltaf erfitt með að finna ein-
hvern innfæddan sem skilur hann.
Fjölskylda
Friðfinnur kvæntist 23.7. 1988,
Berglindi Svavarsdóttur og eiga
þau því silfurbrúðkaup nú í sumar.
Hún er hrl. og einn eigenda lög-
mannsstofunnar Acta ehf. For-
eldrar Berglindar: Svavar Eiríks-
son, f. 12.2.1939, d. 24.3. 2006,
skrifstofustjóri hjá POB og Vega-
gerðinni á Akureyri og Birna Sig-
urbjörnsdóttir, f. 13.9. 1942, hjúkr-
unarfræðingur og fyrrv. deildar-
stjóri Bráðadeildar FSA á
Akureyri.
Börn Friðfinns og Berglindar
eru Freyr Friðfinnsson, f. 13.5.
1992, nemi í hugbúnaðarverkfræði
í HR; Ari Friðfinnsson, f. 14.7.
1996, nemi í VÍ; Sólveig Birna
Friðfinnsdóttir, f. 7.6. 2001, nemi
við Álfhólsskóla.
Systkini Friðfinns: Árni Her-
mannsson, f. 14.3. 1969, fjár-
málastjóri Loftleiða, búsettur í
Reykjavík; Tómas Hermannsson, f.
16.7. 1971, bókaútgefandi hjá
Bókaútgáfunni Sögum – útgáfu,
búsettur í Lundi í Svíþjóð; Jóhann
Gunnar Hermannsson, f. 2.1. 1980,
tölvunarfræðingur hjá DBVision,
búsettur á Akureyri.
Foreldrar Friðfinns eru Her-
mann Árnason, f. 4.9. 1942, löggilt-
ur endurskoðandi, búsettur á
Akureyri, og Guðríður Sólveig
Friðfinnsdóttir, f. 17.1. 1942, fram-
kvæmdastjóri Bókend á Akureyri.
Úr frændgarði Friðfinns Hermannssonar
Friðfinnur
Hermannsson
Guðríður Hafliðadóttir
húsfr. í Strandseljum,
bróðurdóttir Hannibals
vegghleðslumanns, afa
Hannibals Valdimars-
sonar ráðherra
Ólafur Þórðarson
b. í Strandseljum við Djúp
Friðfinnur Ólafsson
bíóstjóri í Háskólabíói
Anna Sigurbjörnsdóttir
húsfr. í Rvík
Sólveig Friðfinnsdóttir
framkvæmdastjóri á
Akureyri
Sigrún Indriðadóttir
á Sveinsstöðum í Grímsey
Sigurbjörn Sveinsson
á Sveinsstöðum í Grímsey
Katrín Ólafsdóttir
frá Lækjarbakka í Mýrdal
Torfi Einarsson
útvegsb. í Eyjum
Ása Torfadóttir
húsfr..
„Árni úr Eyjum“
frá Háeyri
Hermann Árnason
lögg. endurskoðandi á Ak.
Jónína Sigurðardóttir
húsfr. í Eyjum
Guðmundur Jónsson
útgerðarm. og skipasm. í Eyjum
Bjarni Guðnason
prófessor og fyrrv. alþm.
Jón Guðnason
prófessor
Guðni Jónsson
prófessor
Guðni Bergsson
fyrrv. knattspyrnu-
kempa
Bergur Guðnason
lögfræðingur
Ásta Lúðvíksdóttir
framhaldsskólak. í Hfj.
Lúðvík Geirsson
fyrrv. alþm..
Lúðvík Jónsson
bakaram. á Selfossi
Stefán Friðfinnsson
fyrrv. forstjóri Íslenskra
aðalverktaka
Björn Friðfinnsson
ráðuneytisstjóri
Sólveig Ólafsd.
húsfr. á Ísaf., Selárdal
og í Rvík
Jón Baldvin
Hannibalsson
fyrrv. ráðherra
Aldís
Baldvinsdóttir
lögfr. og leikkona
Arnór
Hannibalsson
heimspekiprófessor
Þóra
Arnórsdóttir
fyrrv.
forsetaframbj.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013
Steinþór fæddist á Hæli íGnúpverjahreppi 31.5. 1913og ólst þar upp. Foreldrar
hans voru Gestur Einarsson, bóndi
á Hæli, og k.h., Margrét Gísladóttir
húsfreyja.
Bróðir Gests var Eiríkur alþm..
Systir Gests var Ingigerður, móðir
Helgu, móður Ingimundar arkitekts
og Benedikts hrl., föður Bjarna
fjármálaráðherra. Önnur systir
Gests var Ragnhildur, móðuramma
Páls Lýðssonar, en þriðja systir
Gests var Sigríður, móðir Einars
Sturlusonar óperusöngvara. Móðir
Gests Einarssonar var Steinunn,
systir Guðrúnar, móður Guðnýjar,
móður Brynjólfs Bjarnasonar,
heimspekings og fyrrv. mennta-
málaráðherra, en systir Guðnýjar
var Torfhildur, langamma Davíðs
Oddssonar Morgunblaðsritstjóra.
Margrét var dóttir Gísla, b. á Ás-
um í Eystrihreppi Einarssonar, af
Urriðafossætt. Móðir Gísla var
Guðrún, systir Ófeigs, langafi
Tryggva Ófeigssonar útgerð-
armanns. Guðrún var dóttir Ófeigs
ríka á Fjalli á Skeiðum Vigfússonar.
Móðir Margrétar var Margrét ljós-
móðir Þormóðssonar af Finsenætt.
Eiginkona Steinþórs var Stein-
unn Matthíasdóttir húsfreyja, systir
Haraldar, menntaskólakennara á
Laugarvatni. Þau Steinþór og
Steinunn eignuðust fimm börn.
Steinþór lauk gagnfræðaprófi frá
MA 1933, var bóndi á Hæli 1937-76,
alþm. Suðurlandskjördæmis fyrir
Sjálfstæðisflokkinn 1967-78 og 1979,
sat í stjórn Framkvæmdastofnunar
og í stjórn Áburðarverksmiðju
ríkisins, sat í hreppsnefnd Gnúp-
verjahrepps 1938-74, var oddviti
1946-74, sat lengi í sýslunefnd og
var endurskoðandi reikninga sveit-
arsjóða Árnessýslu í tuttugu ár.
Steinþór var tvívegis formaður
Ungmennafélagsins Gnúpverja, for-
maður hestamannafélagsins Smára
og formaður Landssambands hesta-
mannafélaga 1951-63. Hann sat í
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, var í
stjórn Búnaðarfélags Íslands og rit-
stjóri Suðurlands 1979.
Steinþór lést 4.9. 2005.
Merkir Íslendingar
Steinþór
Gestsson
85 ára
Halldóra Jónsdóttir
Helga Hólm Helgadóttir
Þórarinn S. Halldórsson
80 ára
Sigmundur Friðriksson
Sæmundur Guðlaugsson
75 ára
Áki Jónsson
Elísabet Valmundsdóttir
Gísli Baldur Jónsson
Guðjón Jóhannsson
Kristinn Árnason
70 ára
Gunnlaugur Hreiðarsson
Hafþór Rósmundsson
Valur Jóhannsson
Þórunn Magnúsdóttir
60 ára
Björg S. Björnsdóttir
Bryndís Júlíusdóttir
Guðjón Pétur Jónsson
Hjördís Jóhannsdóttir
Margrét Árný
Sigursteinsdóttir
Pétur Pétursson
Sesselja Katrín
Helgadóttir
Þorvaldur Jóhannesson
Þórdís Mikaelsdóttir
Þórunn Lúðvíksdóttir
50 ára
Anna Jóna Guðmundsdóttir
Árdís Lára Gísladóttir
Borghildur Stephensen
Gísli Tryggvason
Hassan Jamil Chahla
Ingólfur Pétursson
Linda Björg Halldórsdóttir
Marina Jurjevna
Zolotariova
Óttar Víðir Hallsteinsson
Sigrún Guðfinna
Þorgilsdóttir
Sigurður Ágúst Ragnarsson
Snæbjörn Guðmundsson
40 ára
Arnar Ingi Guðlaugsson
Ásmundur Þór Steinarsson
Guðbjörg Óskarsdóttir
Gunnhildur Rögnvaldsdóttir
Helena Ína Jóhannesdóttir
Lárus Orri Sigurðsson
Magni Snær Steinþórsson
María Inga Hjaltadóttir
Rakel Óttarsdóttir
Rósa Björk
Gunnarsdóttir
Shaun Conway Roberts
Sigrún Freysdóttir
Símon Adolf Haraldsson
30 ára
Arnar Gunnarsson
Atli Guðbrandsson
Álfrún Pálsdóttir
Benedikt Magnússon
Guðlaug Marion Mitchison
Halldór Haukur
Andrésson
Hildur Hrönn
Þorsteinsdóttir
Ingi Þór Pálsson
Jóhannes Svansson
Jón Ragnar Jónsson
Norma Dís Randversdóttir
Rúnar Þorsteinsson
Sabina Anna Brania
Sigríður Ösp E.
Arnarsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Kristín lauk MA-
prófi í myndlist í Vín,
stundar nám í hjúkr-
unarfræði og starfar við
bráðamóttökuna á Land-
spítalanum.
Systkini: Hólmfríður
Kristín, f. 1973, tækni-
teiknari, og Benedikt
Bragi, f. 1977, sálfræð-
ingur.
Foreldrar: Sigurður Axel
Benediktsson, f. 1955, og
Ólöf Erla Bjarnadóttir, f.
1954.
Kristín Erla
Sigurðardóttir
40 ára Rósa ólst upp í
Mosfellsbæ, er þar nú bú-
sett, lauk prófi í tölv-
unarfræði frá HR og er
sérfræðingur hjá Íslands-
banka.
Maki: Óskar Sigurðsson,
f. 1973, grafíker.
Dóttir: Freydís Arna, f.
2012.
Foreldrar: Ásgeir Sig-
urðsson, f. 1941, verktaki,
og Guðrún Gunnarsdóttir,
f. 1950, starfsmaður hjá
Hlein á Reykjalundi.
Rósa María
Ásgeirsdóttir
30 ára Irma ólst upp í
Hafnarfirði, býr nú í Vog-
um, útskrifaðist frá Kvik-
myndaskóla Íslands, lauk
hljóðtækninámi frá Tækni-
skólanum og er hljóð-
maður við Þjóðleikhúsið.
Börn: Ástbjört Viðja, f.
1999; Kjartan Veturliði, f.
2005, og Kristinn Vopni, f.
2008.
Foreldrar: Guðfinna Hulda
Þorvaldsdóttir, f. 1953, og
Þorsteinn Veturliðason, f.
1949.
Irma Þöll
Þorsteinsdóttir
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070
fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is