Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir
gunnhildur@mbl.is
Ég byrja þessa ferð umSnæfellsnes við gömlusýslumörkin við Hítará.Síðan er farinn allur
hringurinn þar til endað er við önn-
ur gömul sýslumörk, á milli Dala-
sýslu og Snæfellsnessýslu, við ána
Skraumu,“ segir Reynir um svæðið
sem gönguleiðirnar 25 liggja um í
nýju bókinni.
Að sögn Reynis er bókin nú,
rétt eins og þær fyrri, hugsuð fyrir
allan almenning, ekki síst
fjölskyldur.
„Ég byggi leiðirnar þannig upp
að þær eru alltaf hringur – enda
sér maður helmingi meira þannig
en að fara sömu leiðina fram og til
baka,“ segir hann léttur í bragði.
Áður hafa komið út bækur með
25 gönguleiðum um höfuðborgar-
svæðið, Hvalfjarðarsvæðið og
Reykjanesskaga en allar hafa þær
mælst afar vel fyrir hjá lands-
mönnum. Er fjórða prentun fyrstu
bókarinnar væntanleg í verslanir
þessa dagana og því ljóst að fróð-
leikur Reynis er kærkominn víða.
Leitast við að bæta við hefð-
bundna túrinn
Í þetta sinn eru gönguleiðirnar
frá tveimur kílómetrum og upp í tíu
kílómetra þær lengstu. Allar eru
þær aðgengilegar að sögn Reynis
og ættu að henta öllum þeim sem
eru í sæmilegu gönguformi, án þess
þó að vera endilega færir á hæstu
tinda. „Ég geng út frá því að farið
sé út frá þessum aðalvegum.
Gönguferðir og fróð-
leikur á Snæfellsnesi
Fyrir skömmu kom út bókin „25 gönguleiðir á Snæfellsnesi“ á vegum bókaforlags-
ins Sölku. Um er að ræða fjórðu bókina í gönguleiðaflokki Reynis Ingibjartssonar
en fyrri þrjár bækurnar hafa allar notið mikilla vinsælda. Nú leiðir Reynir fólk
um kima og króka Snæfellsness. Eru sögurnar og fróðleikurinn þar síst minni en í
fyrri bókum hans enda hefur ýmislegt gerjast undir Jökli í gegnum tíðina.
Saga Aðeins baðkerið stendur eftir við fjárhúsrústirnar í Einarslóni, inn af
Djúpalónssandi. Þangað liggur góður göngustígur og er vert að fara.
Horft yfir Á Ásmundarhóli, efst á Axlarhólum er frábært útsýni til allra
átta. Þeir Axlar-Björn og landnámsmaðurinn Ásmundur hafa því séð víða.
Vinsældir jaðarsportsins folf, einnig
þekkt sem frisbígolf, hafa farið vax-
andi á síðustu misserum. Um er að
ræða íþrótt sem svipar til golfs en í
stað golfkylfu og golfkúlu nota leik-
menn frisbídiska. Íþróttin var mótuð
á áttunda áratug síðustu aldar og
samkvæmt upplýsingum eflir íþrótt-
in efri og neðri hluta líkamans án
þess að skapa hættu á álags-
meiðslum eða sambærilegum kvill-
um. Búð er að koma upp fimm folf-
völlum á landinu, þar á meðal í
Gufunesi, en auk þess má finna
folfkörfur á fleiri stöðum. Búið er
að stofna Íslenska frisbígolf-
sambandið, ÍFS, og er hægt að skrá
sig í það á heimasíðu félagsins, folf-
.is. Þar má einnig finna nýjustu
fréttir úr heimi frisbígolfsins auk
annarra upplýsinga.
Vefsíðan www.folf.is
Morgunblaðið/Kristinn
Folf Frisbígolf fer vaxandi en það má finna slíkan völl í Gufunesi í Grafarvogi.
Frisbígolf er holl hreyfing
Fyrsta þriðjudagsganga sumarsins í
Viðey verður leidd af hinum marg-
fróða bókaútgefanda Örlygi Hálfdán-
arsyni. Hann sleit barnsskónum í
eynni og þekkir sögu Viðeyjar og
náttúru einna manna best. Í sumar
verða aukaferðir á þriðjudags-
kvöldum til Viðeyjar frá Skarfabakka
kl. 18.15 og 19.15. Kaffihúsið er opið
þessi kvöld og því hægt að njóta
kvöldverðar áður en leiðsögn byrjar.
Gangan hefst kl. 19.30 við Viðeyjar-
stofu og tekur eina og hálfa til tvær
klukkustundir. Ferjan siglir til baka
um kl. 22. Nánari upplýsingar má
finna á heimasíðunni videy.com.
Endilega...
...gakktu í
Viðey í kvöld
Morgunblaðið/Ómar
Sagnfræði Farið yfir sögu Viðeyjar.
Sjóvár-kvennahlaup ÍSÍ verður haldið
24. árið í röð laugardaginn 8. júní
næstkomandi. Hlaupið er á 90 stöð-
um út um allt land og í 10 löndum er-
lendis. Kvennahlaupið höfðar til allra
kvenna þar sem hægt er að velja mis-
langar vegalengdir. Engin tímataka er
í hlaupinu og því ekki hlaupið nema
til persónulegs sigurs. Tilgangur
hlaupsins er ekki síst að vekja athygli
á mikilvægi reglulegrar hreyfingar til
að stuðla að bættri heilsu og vellíðan.
Frá árinu 2002 hefur verið hlaupið
undir ákveðnu þema og slagorði þar
sem vakin er athygli á málefnum
tengdum heilsu kvenna. Þema
hlaupsins í ár er „Hreyfum okkur
saman“ af tilefni samstarfs Íþrótta-
og ólympíusambandsins og styrkt-
arfélagsins Göngum saman. Árlega
greinast um 195 konur með brjósta-
krabbamein, sem er algengasta
krabbamein meðal kvenna. 90%
þeirra sem greinast með brjósta-
krabbamein eru á lífi fimm árum eftir
greiningu. Árið 2012 veitti Styrkt-
arfélagið Göngum saman 10 milljónir
króna til íslenskra rannsóknaraðila á
sviði grunnrannsókna á brjósta-
krabbameini. Með þessari styrkveit-
ingu hefur Göngum saman úthlutað
alls rúmum 32 milljónum króna til
grunnrannsókna á brjóstakrabba-
meini á fimm árum.
Kvennahlaupið haldið um allt land 24. árið í röð
Vinkonur, dætur, ömmur, mæður
og systur hreyfa sig saman
Morgunblaðið/Júlíus
Kvennahlaup Í fyrsta Kvennahlaupinu árið 1993 tóku 2.500 konur þátt. Í fyrra
voru þær aftur á móti rúmlega 15.000. Aukningin hefur verið veruleg ár frá ári.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
13
14
26
www.jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
Smart kriftargjafirúts
Okkar hönnun og smíði