Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mikil ólga var áfram í Tyrklandi í gær og ungur vinstrisinni úr röðum mótmælenda í Istanbúl dó af völdum meiðsla sem hann hlaut á sunnudag þegar ekið var inn í hóp fólks sem hafði lagt undir sig aðalbraut. Sam- tök tyrkneskra lækna, sem eru óháð stjórn Receps Tayyips Erdogans forsætisráðherra, gáfu í skyn að öku- maðurinn hefði ekið af ásettu ráði á fólkið og ekki sinnt viðvörunum. Samtökin saka stjórnvöld um ósveigjanleika og fordæma hörkuna sem lögreglan beitir við að kveða niður mótmælin. Forseti landsins, Abdullah Gul, hvatti mótmælendur í gær til að beita friðsamlegum aðferðum. „Skoðanir þeirra sem vilja af góðum hug koma þeim á framfæri hafa verið meðteknar,“ sagði forsetinn. Átök urðu milli mótmælenda og lögreglu í Ankara í gær þegar andstæðingar stjórnvalda reyndu að komast inn í skrifstofur Erdogans. Lögreglan notaði táragas og háþrýstisprautur til að sundra mótmælendahópnum. Erdogan hefur beitt sér ákaft gegn Bashar al-Assad Sýrlandsfor- seta. Ráðamenn í Sýrlandi reyna ekki að leyna ánægju sinni með mótmælin gegn Erdogan. „Ef Erdogan getur ekki látið duga aðgerðir án ofbeldis ætti hann að segja af sér,“ sagði Omran al-Zohbi, ráðherra upplýsingamála í stjórn Assads. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði í gær Erdog- an við því að beita „of miklu valdi“ og þýskir ráðamenn hafa uppi svipuð orð. Ekki hefur það lægt óánægju andstæðinga Erdogans að hann seg- ir nú að ætlunin sé að reisa mosku á svæðinu. AK-flokkur hans hampar mjög gildum íslams og hefur beitt ýmsum boðum og bönnum sem fara illa í þá sem krefjast þess að ríkis- valdið sé óháð trúarbrögðum. Ekki neitt „tyrkneskt vor“ Erdogan hefur verið við völd í ára- tug og hefur ekki fyrr þurft að takast á við svo öfluga andstöðu meðal al- mennings en mótmæli hafa verið í tugum borga. Tyrkneski forsætis- ráðherrann vill ekki heyra minnst á „tyrkneskt vor“ í samhengi við mót- mælin en þá er gefið í skyn að um svipaða uppreisn sé að ræða og í arabalöndunum síðustu árin þar sem einræðisherrar hafa fallið hver af öðrum. Hvetja Tyrki til sáttfýsi  Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af mikilli valdbeitingu gegn mótmælendum  Sýrlenskir ráðamenn fagna ákaft og hvetja Erdogan til að segja af sér Gengi lírunnar hrapar » Mannréttindahópar og hjúkrunarfólk segja að hundr- uð manna hafi særst í átök- unum síðustu daga. Kveikja þeirra var deila um breytt skipulag í Istanbúl. » Markaðir hafa brugðist við ástandinu og gengi tyrknesku lírunnar féll í gær um 10%. » Stjórnvöld hafa farið hörð- um orðum um mótmælin og lét Erdogan meðal annars þau ummæli falla að mótmælendur væru ekkert annað en „skemmdarvargar“. AFP Reiði Mótmæli í Ankara í gær, lögreglan beitti táragasi og háþrýstisprautum gegn fólki sem reyndi að ráðast inn á skrifstofu Erdogans. Réttarhöld hófust í gær í Maryland yfir bandaríska hermanninum Brad- ley Manning en hann er sakaður um að hafa komið miklu magni trúnaðargagna til Wikileaks- vefjarins. Manning gæti hlotið lífstíð- ardóm. Hann hef- ur boðist til að játa hluta brot- anna en neitar að hafa grafið undan öryggi þjóð- arinnar og aðstoðað óvini hennar. Er þar átt við hryðjuverkasamtökin al- Qaeda sem sögð eru hafa notfært sér upplýsingar sem Manning lak. Fallið hefur verið frá ákæru um að Manning hafi brotið lög um tölvu- svindl með því að birta skeyti utan- ríkisráðuneytisins sem nefnt er Reykjavik-13. Er þar skýrt frá sam- tölum sendiráðsmanna í Reykjavík við hérlenda ráðamenn um efna- hagsmál Íslendinga. kjon@mbl.is Réttað í máli Mannings  Ekki kært vegna „Reykjavik-13“ Bradley Manning Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mikil flóð og vatnavextir ógna nú byggð í mörgum ríkjum Mið-Evrópu og hafa þúsundir manna þurft að flýja heimili sín. Starf- andi forsætisráð- herra Tékklands, Petr Necas, boðaði til neyðarfundar í ríkisstjórn sinni, og þúsund hermenn hafa verið sendir af stað til að reisa varnargarða á hættusvæðum. „Við munum gera allt til að vernda líf og heilsu fólks. Nóttin [aðfaranótt þriðjudags] og morgundagurinn munu skipta sköpum,“ sagði ráð- herrann. Sex manns hafa látist og átta er saknað í flóðunum, um 7.000 hafa þurft að flýja heimili sín í Þýskalandi og 3.000 í Prag. Óttast er að flóð geti valdið miklu tjóni í miðborg Prag þar sem mikið er af fornfrægum húsum og mannvirkjum. Má nefna Karls- brúna frá 14. öld, en hún liggur yfir Moldá. Dýr í dýragarði borgarinnar hafa þegar verið flutt á örugg svæði, að sögn BBC. Neyðaraðgerðir eru líka hafnar í Austurríki og Þýska- landi. Svo mikil hefur úrkoman í fyrr- nefnda landinu verið á tveim sólar- hringum að hún jafnaðist á við tveggja mánaða rigningu, að sögn veðurfræðinga. Víða hafa orðið aur- skriður, vegir hafa spillst og lesta- samgöngur lamast, einnig hefur raf- magn sums staðar verið tekið af til öryggis. Yfir 300 manns voru flutt frá heim- ilum sínum í Salzburg og Tyrol en hermenn unnu að því að hreinsa til á skriðusvæðum og gera vegi færa á ný. Þúsundir flýja vatnavexti  Manntjón og óttast er um Karlsbrúna Margra enn saknað » Skammt frá Prag fórust tveir og fjögurra er enn saknað eftir að hús hrundi. » Maður sem vann við að hreinsa til eftir skriðuföll fórst í Salzburg eftir að flaumurinn bar hann á brott. » Yfirvöld í Bæjaralandi hafa varað við að flóðin geti haft áhrif á Dóná og Inn. Moldá í vexti. Fulltrúar Líbíustjórnar reyna nú ákaft að hafa uppi á tugum milljarða dollara sem hinn fallni einræðis- herra landsins, Muammar Gaddafi, sankaði að sér. Sunday Times segir að nú hafi liðlega milljarður dollara, 130 milljarðar króna, fundist í nokkrum bönkum í Suður-Afríku. S-afrískir ráðamenn segja að ver- ið sé að ganga úr skugga um rétt- mæti krafna Líbíustjórnar. Gaddafi var drepinn í október 2011. Alls er álitið að hann hafi komist yfir um 80 milljarða dollara sem geymdir séu í bönkum víða um heim. kjon@mbl.is Geymdi fé í S-Afríku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.