Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013
Jón Heiðar Gunnarsson
jonheidar@mbl.is
„Ódýrir lúsakambar frá apótekum
erlendis virka miklu betur en þessir
plastkambar sem boðið er upp á í ís-
lenskum apótekum,“segir móðir á
höfuðborg-
arsvæðinu.
Hún vill ekki
láta nafn
síns getið af
ótta við að
börnum hennar
yrði strítt í kjöl-
farið.
„Þetta plast-
drasl sem er selt
hérna heima finn-
ur einfaldlega ekki lýsnar og því er
ekkert skrýtið að svæsinn lúsafar-
aldur hafi verið í gangi síðustu miss-
eri,“ segir hún.
Fann strax lús með
erlendum kambi
„Það hrundi inn tölvupóstur frá
skólanum síðasta vetur um að lús
væri að ganga í bekknum hjá sjö ára
dóttur minni. Þó að ég kembdi hár
hennar á hverjum einasta degi fann
ég aldrei neitt. Að lokum prófaði ég
lúsakamb sem ég keypti erlendis á
sínum tíma og viti menn! Um leið og
ég byrjaði að nota hann fann ég fullt
af pattaralegum lúsum sem höfðu
komið sér vel fyrir í hársverði dótt-
ur minnar.“
Erlendi lúsakamburinn sem kon-
an vísar til er með löngum og þétt-
um stálbroddum en slíka kamba er
ekki hægt að kaupa í íslenskum apó-
tekum. Þar er eingöngu hægt að
kaupa plastkamba með stuttum
broddum.
Tekur nýjum lausnum fagnandi
„Hefðbundnir plastkambar eru
oft á tíðum ekki nægilega góðir,“
segir Ása Atladóttir, hjúkrunar-
fræðingur og verkefnastjóri á sótt-
varnasviði hjá embætti landlæknis.
„Ef stutt er á milli teina og þeir
þokkalega stífir þá hafa þeir reynst
ágætlega en hinsvegar ef plastið er
lint þá virka þeir ekki nægilega vel.
Ég hef hinsvegar enga reynslu af
stálkömbum en tek öllum nýjum
lausnum fagnandi.“ Hún segir
ábendingu konunnar vera góða og
hvetur innflytjendur til að flytja inn
þessa erlendu stálkamba ef þeir
virka í raun betur. „Kembingin er
ávallt aðalatriðið í þessari baráttu
og því skiptir miklu máli að nota
kamb sem virkar vel.“
Óvenjuslæmt ástand
Lúsafaraldur hefur geisað í
grunnskólum landsins á árinu og
sölutölur yfir lúsavörur í apótekum
sýna fram á mikla aukningu á milli
ára. Ása telur ástandið hafa verið
óvenjuslæmt í ár og segir helmingi
fleiri hafa leitað sér aðstoðar vegna
lúsavandamála í febrúar síðast-
liðnum en í sama mánuði í fyrra.
„Það er erfitt að mæla þetta svart á
hvítu þar sem fólk leitar ekki mikið
inn á heilsugæslustöðvar og til
skólahjúkrunarfræðinga til að fá bót
á sínum vanda heldur fer það oft á
tíðum beint í apótek,“ segir Ása en
lúsafaraldur var gerður að skrán-
ingarskyldum sjúkdómi árið 1997.
Það þýðir að heilsugæslustarfsfólk
og skólahjúkrunarfræðingar verða
að senda landlæknisembættinu
mánaðarlegar tölur um lúsatilvik.
Afi og amma gleymast oft
„Það er aldrei hægt að komast hjá
því að kemba hárið ef maður vill
forðast lús,“ segir Ása. Hún mælir
með lúsameðferð en ítrekar að það
þarf alltaf að kemba samhliða slíkri
meðferð. „Það er ekki nóg að skella
lúsasápu í hárið og vona það besta.
Ef allir myndu kemba einu sinni í
viku myndi það leysa vandann.“ Það
er ekki nóg að kemba eingöngu hár
barna heldur verður einnig að
kemba hár foreldra og jafnvel afa og
ömmu en þau gleymast oft og smita
í kjölfarið barnabörnin aftur og aft-
ur.
„Það er algengur misskilningur
hjá fólki að þær herji bara á skítugt
hár. Lús vill helst af öllu komast í
sítt og hreint hár og því þarf enginn
að skammast sín fyrir að fá lús.“
Rafmagnskambar
Margir kennarar segja sökina
liggja að miklu leyti hjá foreldrum
sem gefa sér ekki tíma til að kemba
hár barna sinna. Ása tekur undir
þetta sjónarmið og bendir jafnframt
á að gæði efna og kamba sem not-
aðir eru til að vinna bug á lúsa-
vandamálum skipti að sjálfsögðu
líka máli. Hún kallar eftir úttekt á
vöruúrvali sem er til staðar á Íslandi
en einkaaðilar selja til að mynda raf-
magnskamba sem eiga að drepa lýs
við snertingu. Þá koma reglulega
fram ný og ný efni sem eiga að leysa
allan vanda. Ása segir engar töfra-
lausnir vera til í þessum málum og
ítrekar mikilvægi þess að kemba
hárið.
Skordýraeitur
Mörg efni á markaðnum eru með
svipaða efnisuppbyggingu og skor-
dýraeitur. Af þessum sökum neita
sumir foreldrar að nota slík efni á
börnin sín en þeir þurfa þá að vera
enn duglegri við að kemba hárið en
ella að mati Ásu. „Það er góð ástæða
fyrir því að ný efni eru sífellt að
koma fram á markaðinn. Lýs eru
þrautseig dýr og þær verða oft
ónæmar með tímanum fyrir
ákveðnum efnum og mynda óþol.“
Það er ekki til rannsókn um þetta
hér á landi en rannsóknir í Dan-
mörku hafa sýnt fram á þetta
með óyggjandi hætti.
Sameiginlegt átak
Ása kallar eftir aukinni sam-
félagsvitund um þetta vaxandi
vandamál. „Það er ömurlegt að
eyða miklum fjármunum og
tíma í að losna við lús til þess
eins að barnið smitist aftur þeg-
ar það fer í skólann. Það þurfa
allir að bæta sig og keðjan er
aldrei sterkari en veikasti
hlekkurinn. Þetta er samfélags-
legt mein sem þarf að taka á með
sameiginlegu átaki allra í samfélag-
inu.“
„Íslenskir kambar finna ekki lýs“
Lúsakambar Íslensk apótek bjóða
ekki upp á kamba úr stáli.
Ása Atladóttir
Kambar með stálbroddum leysa vandann, segir móðir grunnskólabarna Eingöngu boðið upp
á kamba úr plasti í íslenskum apótekum Landlæknisembættið tekur nýjum lausnum fagnandi
„Ástandið í vetur var hreint út sagt alveg öm-
urlegt og börnin neyddust til að vera með buff á
höfðinu heilu og hálfu mánuðina,“ segir Hanna
Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Vesturbæj-
arskóla.
Hún sagði foreldra vera langþreytta á ástand-
inu. „Ónefnt foreldri við skólann keypti 200 lúsa-
kamba og dreifði til nemenda og foreldra skólans.
Með þessu móti vildi viðkomandi hvetja aðra for-
eldra til að kemba hár barna sinna,“ segir Hanna
en hún telur foreldra almennt ekki sinna þessu
vandamáli nægilega vel.
Hún tekur undir þá gagnrýni að plastkambar séu ekki nægilega
góðir en telur ástandið hafa skánað með hækkandi sól.
Keypti 200 kamba
FORELDRI FÉKK NÓG
Hanna Guðbjörg
Birgisdóttir
Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is
Gram heimilistækin eru vönduð í gegn
Nilfisk þekkja allir
Fyrsta flokks frá Fönix
Hvern ætlar þú að
gleðja í dag?