Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Æðarvarp á Breiðafirði fer ágætlega af stað og eru fyrstu ungarnir farnir að skríða úr eggi. Kuldi og bleyta hafa gert fuglinum erfitt fyrir en koll- an er að skila sér í varpið og það er ágætis dúnn, segir Erla Friðriks- dóttir hjá Íslenskum æðardúni. „Árið í fyrra var alveg einstakt, það var svo hlýtt og þurrt,“ segir hún. „Þar á undan lentum við í snjó á Norðurlandi og Austurlandi, þannig að það er allur gangur á þessu. En mér finnst þetta nú bara allt vera á góðu róli.“ Erla segir lítið um tófu og mink í eyjunum, nema í þeim sem næstar eru landi. Hins vegar sé þar óvenju mikið af flugvargi um þessar mundir. „Ég held hreinlega að við séum með allan svartbaks- og sílamáfsstofninn á landinu hérna á Breiðafirði núna, út af síldinni í Kolgrafafirði. Það er rosa- lega mikið af svartbakseggjum og sílamáfseggjum hérna,“ segir hún. Étur kollurnar frekar en eggin Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, var við æðarmerkingar á Rifi á Snæfellsnesi á laugardag. Hann segir varpið á eðlilegum tíma en að svo virðist sem tíðin hafi reynst einhverjum fuglum erfið. „Þetta eru sem sagt tveir hólmar og í hólmanum þar sem við vorum var ástandið gott en hins vegar virðist hinn hólminn, minni hólminn, hafa orðið fyrir áfalli og þær voru ekki eins vel haldnar þar,“ segir hann. Ein- „Nú þegar borgarráð hefur sam- þykkt breytinguna er málið komið til umhverfis- og skipulagssviðs sem mun sjá um framkvæmdina,“ segir Helga Björk Laxdal, skrif- stofustjóri borgarstjórnar. Borgar- ráð samþykkti einróma tillögur um- hverfis- og skipulagsráðs um nöfnin á fundi sínum nýverið. Um er að ræða botnlangagötu út frá Fiskislóð í vesturbæ Reykjavíkur en sú gata mun heita Djúpslóð, í samræmi við önnur götuheiti á svæðinu. Stígur sem gerður hefur verið á milli Hótels Marina og at- hafnasvæðis Slippfélagsins, heitir Spilhúsastígur en stígurinn liggur milli tveggja spilhúsa dráttar- brautar slippsins. Þá hlutu tveir vegslóðar út frá Hólmsheiðarvegi nafn. Annar þeirra sem liggur frá Hólmsheiðarvegi að vestanverðu Langavatni fékk nafnið Langavatn. Hinn slóðinn sem liggur milli Hólmsheiðarvegs og Vegbrekkna fékk nafnið Mjódalsvegur. Nafni Stekkjarbakka breytt Ein breyting var gerð á gömlu vegheiti. Stekkjarbakki, sem liggur milli hringtorgs við Smiðjuveg í Kópavogi og Höfðabakka, fær nafnið Elliðaárbakki. Í greinargerð með breytingartillögunni er fjallað um að götuheitið Stekkjarbakki hafi verið látið ná yfir tvær götur sem saman mynda 90 gráðu horn sín á milli og tengjast með ljósa- stýrðum gatnamótum. Þetta leiði til óhagræðis þar sem mannvirki og lóðir við þann hluta Stekkjarbakka sem liggur frá norðri til suðurs eru tölusett, en þau mannvirki sem standa við Stekkjarbakka frá aust- ur til vesturs séu ótölusett. Ekki sé hægt að skrá númer hvort í sína áttina. Núverandi fyrirkomulag er því talið geta haft áhrif á við- bragðstíma vegna slysa. Þar sem umræddur hluti Stekkjarbakka liggur í sunnanverðum Elliðaár- dalnum er talið við hæfi að vegurinn fái heitið Elliðaárbakki. bmo@mbl.is Stekkjarbakki mun brátt heita Elliðaárbakki  Nýjar götur í borginni fá nöfn  Breyting gerð á gömlu götuheiti Djúpslóð Spilhúsastígur Fis kisl óð Loftmyndir ehf. Samkomulag ligg- ur fyrir um breyt- ingar á stofnana- samningi SFR og Landspítalans, sem byggist á jafnlaunaátaki fyrrv. ríkisstjórn- ar. Stéttarfélagið gagnrýnir að félög þar sem konur eru í meirihluta fengu mismikið fé til launaleiðréttinga. Er hlutur SFR minni en þeirra háskóla- hópa sem einnig hafa fengið launa- leiðréttingar á spítalanum. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir að þegar fyrrverandi rík- isstjórn ákvað að verja fé til að stuðla að launajafnrétti á milli kynja sem leiddi m.a. til launahækkana hjá hjúkrunarfræðingum, var við það miðað að launaleiðréttingin yrði 4,8% á hvert félag. Aðferðafræðin hafi verið mjög undarleg þegar kom að því að skipta fénu til annarra fé- laga. Þannig hafi SFR, þar sem skipting kynjanna á spítalanum er nokkurn veginn jöfn, aðeins fengið um 3,4% en t.d. Sjúkraliðafélagið þar sem eru nánast eingöngu konur fengið 4,8%. Þessu til viðbótar hafi Landspít- alinn svo lagt til aukaframlag til að leiðrétta laun háskólahópa, sem eru búnir að ganga frá stofnanasamning- um, þ.e.a.s. hjúkrunarfræðinga og lífeindafræðinga, sem fá allt að 6,8%. ,,Það er afar einkennileg nálgun að hærra launuðu stéttirnar, há- skólastéttirnar, beri meira úr býtum í þessu jafnlaunaátaki en lægra laun- aðar stéttir á spítalanum,“ segir hann. Í bókun áskilur SFR sér rétt til að sækja þann mismun sem félagið tel- ur sig eiga inni í tengslum við stofn- anasamning við Landspítalann eða í næsta kjarasamningi við fjármála- ráðherra. Í bókun SFR segir: „SFR stétt- arfélag telur að aðferðafræðin sé al- röng sem viðhöfð var við ákvörðun- artöku um hversu hátt framlagið ætti að vera til SFR miðað við önnur stéttarfélög sem fengu einnig fram- lag. Það birtist með þeim hætti að SFR fékk ca. 3,4% framlag til leið- réttinga meðan mörg önnur félög fengu 4,8% framlag. Einnig mótmælir SFR því harð- lega að ekki hafi náðst að ganga frá því við Landspítalann að stofnunin legði SFR-félögum til aukaframlag líkt og gengið hefur verið frá hjá fé- lögum háskólamenntaðra. Slíkt við- bótarframlag stofnunarinnar gerir það að verkum að hækkun launa fé- lagsmanna þessara háskólafélaga er allt að 6,8%.“ omfr@mbl.is Ójafnt skipt í jafnlaunaátakinu  SFR gagnrýnir aðferðir við launaleiðréttingu á Landspítala  Hlutur SFR minni en þeirra háskóla- hópa sem einnig hafa fengið leiðréttingar  SFR fékk um 3,4% framlag en háskólafélög allt að 6,8% Árni Stefán Jóns- son Jón Einar Jónsson, líffræðingur og forstöðumaður Rannsóknarseturs Há- skóla Íslands á Snæfellsnesi, var við æðarmerkingar á Rifi á Snæfellsnesi þegar hann og félagi hans urðu varir við gest í æðarvarpinu. Umræddur gestur var svartur á lit, með bleikan gogg og brúnt í hliðum og segist Jón nokkuð viss um að þar hafi verið á ferðinni kolönd, Melanitta deglandi á latínu, sem er amerísk tegund og verpir ekki á Íslandi. Jón segir kolönd- ina flækjast hingað reglulega og að hún kunni vel við sig í æðarvarpi. Nánasti íslenski ættingi hennar er hrafnsöndin, sem verpir aðeins á Mý- vatni eða í Þingeyjarsýslu, og þá er korpöndin náskyld evrópsk tegund. Kann vel við sig í æðarvarpi ERLENDUR GESTUR Á RIFI Á SNÆFELLSNESI Endur Hingað til lands flækjast framandi tegundir Ljósmynd/Jón Einar Jónsson hverjir tugir hreiðra hafi tapast af völdum bleytu. Björn Ingi Knútsson, sem er með æðarvarp í Andey við Fáskrúðsfjörð, hefur sömu sögu að segja en þar glöt- uðust um 30-40 hreiður þegar rigndi nær samfellt í þrjá daga í síðustu viku. „Þá var ansi blautt og kollur höfðu yfirgefið hreiður af því að það hafði bara flotið yfir,“ segir hann. Björn segir varpið annars líta ágætlega út og á jafnvel von á að enn bætist í ef veður fer batnandi. Hann segir landvarginn ekki komast út í eyna en flugvargurinn geti reynst skæður. „Veiðibjallan er leiðinleg og krummi á það til að koma og kjói. En versti fuglinn sem við fáum þarna inn er skúmurinn, hann er svo ofboðslega árásargjarn. Hann drepur kolluna og étur hana; hann er ekkert að sækjast eftir eggjum,“ segir hann. Bless- unarlega hafi þó lítið sést af honum. Morgunblaðið/Þorkell Æður Erla segir eftirspurnina eftir æðardún hafa farið vaxandi undanfarin ár og verið umfram framboð. Því hafi gott verð fengist fyrir dúninn. Það muni þó koma að því að verðið verði það hátt að eftirspurnin detti niður. Kuldi og bleyta há æðarfuglinum  Æðarvarp fer ágætlega af stað  Mikið af máfi á Breiðafirði Miðvikudagskvöldið 5. júní kl. 20:30 fagnar Sönghópur Fríkirkjunnar sumri og frumflytur nýjar útsetningar Gunnars Gunnarssonar á sönglögum Tómasar R. Einarssonar. TÓNLEIKAR MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 5. JÚNÍ KL. 20:30 Sönghópur Fríkirkjunnar – Tómas R. Einarsson – Gunnar Gunnarsson Útsetningarnar eru fyrir blandaðan kór og eru lögin m.a. við ljóð eftir Gyrði Elíasson, Guðberg Bergsson, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Halldór Laxness, Lindu Vilhjálmsdóttur, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Snorra Hjartarson, Sigurð Guðmundsson og Stein Steinarr. Gunnar og Tómas munu sjá um undirleik og einnig munu einsöngvarar úr röðum kórsins stíga fram og syngja lög eftir Tómas. Aðgangur ókeypis!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.