Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 GJÖRIÐ SVO VEL! Hafðu það hollt í hádeginu HAFÐU SAMBAN D OG FÁÐU TILBO Ð! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og næringaríkan mat í hádegi. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims. AF LISTUM Anna Jóa annajoa@hi.is Listahátíð í Reykjavík beinir íár sjónum að skörun millilistgreina og milli lista- manna og áhorfenda. Hátíðin ber yfirskriftina „Rými, skáld & áhorf- endur“ og fer fram í óskilgreindu „skapandi rými“ þar sem skarast huglæg og hlutlæg svið líkt og heiti eins viðamesta dagskrárliðs hátíðarinnar, Lúðurhljómur í skó- kassa, gefur til kynna. Annars veg- ar er um að ræða yfirlit lifandi verka Magnúsar Pálssonar myndlistarmanns (f. 1929) í Hafn- arhúsinu, sem stendur til 1. sept- ember, og hins vegar flutning sex gjörninga eftir Magnús Pálsson sem er frumkvöðull í gjörningalist hér á landi. Gjörningarnir fóru fram vikuna 18.-25. maí og voru þeir allir fluttir fyrir fullu húsi áhorfenda – enda sannkölluð gjörningaveisla þar á ferð. Magnús á rætur í leikhúsinu sem menntað- ur leikmyndahönnuður, auk þess að hafa verið einn af stofnendum tilraunaleikhópsins Grímu á árum áður. Gjörningar hans eru jafnan byggðir á nákvæmum handritum og við flutning þeirra koma gjarn- an við sögu þekktir leikarar, aðrir listamenn og „venjulegt fólk“. Áhugi Magnúsar beinist m.a. að því að auka skilning og víxlverkun milli leikhússins og gjörningaforms myndlistarinnar, að efla tengsl listamanna og almennings og rækta þannig samruna lífs og list- ar. Lifandi gjörningaveisla Í heiti sýningarinnar er fólgin vísun í tónlist og hljóð, enda Magn- ús þekktur fyrir svonefnda „hljóð- skúlptúra“ og næmt eyra fyrir hljómfalli tungumálsins. Fyrsti gjörningurinn, Sprengd hljóð- himna vinstra megin, er raunar kafli úr sviðsverki frá 1991, hér fluttur undir stjórn Þórunnar S. Þorgrímsdóttur. Þekktir leikarar, þeir sömu og fyrir rúmum tuttugu árum, stigu á svið í Hafnarhúsinu (Listasafni Reykjavíkur) og þöndu raddböndin. Textabrot úr leikriti mynduðu nokk- urs konar hljóm- kviðu þar sem hver „persóna“ flutti sinn texta óháð röklegri framvindu „leik- ritsins“. Stundum töluðu allir í kór og „textinn“ breyttist í klið og hljómfall. Stað- setning og hreyfing leikaranna/ raddanna á sviðinu skapaði rým- istilfinningu – eða tilfinningarými – og áhorfendur hrifust með. Klapp þeirra, að gjörningnum loknum, ómaði í salnum eins og eðlilegur hluti af hljóðskúlptúrn- um. Kliður stigmagnaðrar and- legrar og holdlegrar þrár ómaði í næsta gjörningi, Stunu, sem jafn- framt er nýtt verk eftir Magnús og var flutningnum stjórnað af Herði Bragasyni og Pétri Magnússyni. Myrkvaður salur Hafnarhússins breyttist í eins konar helli þar sem áhorfendur voru umluktir sefj- unaráhrifum hljóða sem bárust frá þeim 60 einstaklingum sem tóku þátt í helgisiðakenndum flutn- ingnum, þ.á m. Íslenski hljóðljóð- akórinn, eða Nýlókórinn (kór Ný- listasafnsins). Verkið er innblásið af skáldskap og trúarhita í anda Matthíasar Jochumssonar og Hall- gríms Péturssonar. Trúarlegir textar, muldur, bænir og áköll hrutu af vörum, voru rituð eða þeim varpað á veggi – af sannfær- ingarkrafti sem þó lék á mörkum fullkomins merkingarleysis. Með því að beita húmor og vissum fá- ránleika nær Magnús iðulega að skapa áhrifaríka spennu milli upp- hafningar og ástands sem grefur undan henni jafnharðan. Kvik- mynd af barnsfæðingu, taktfastar stunur og eins konar rísandi „líkn- arbelgur“ juku á áhrif þessa galdragjörnings. Þarna sköruðust ólíkir miðlar og listgreinar – ljóð- list, ritlist, myndlist, leiklist, tónlist – í magnaðri listasinfóníu. Ummerki í Hafnarhúsinu Hljóðhimnur áhorfenda/áheyrenda máttu vara sig á næsta gjörningi, Einsemd (2013), sem stýrt var af Ragnhildi Stefánsdóttur. Þungarokks- hjómsveitin MUCK myndaði þung- an, þéttan og kröftugan hljóðmúr í rými Listasafns Reykjavíkur í um 30 mínútur eða þar til svitalykt tók að metta loftið og „grúvið“ og hljóðbylgjurnar höfðu búið um sig í líkama gjörningagesta – sem skynjuðu sig enn og aftur sem hluta af hljóðskúlptúr. Gifsaf- steypur voru teknar „af hljóðinu“ strax að spilun lokinni og má sjá þær, og þar með ummerki um gjörninginn, í sýningarsölum Hafn- arhússins ásamt öðrum vitnisburði um gjörninga Magnúsar (upptökur, handrit, efnisleg ummerki o.fl.). Gifsskúlptúrarnir eru fallegir, pó- etískir minnisvarðar um hið liðna sem bera jafnframt í sér lifandi þræði. Eftir að hafa hlýtt á óaðfinnanlegan flutning á hinum spaugilega gjörningi Ævintýr (1997) undir stjórn Atla Ingólfs- sonar og Þráins Hjálmarssonar var hátíðargestum boðið upp á verkið Þrígaldur Þursavænn (2000) sem stýrt var af Ingibjörgu Magnadótt- ur og Jóhönnu Friðriku Sæmunds- dóttur. Þar fengu nemendur í Listaháskóla Íslands að spreyta sig með stórskemmtilegum árangri sem í var fólgin raddhrynjandi og leikræn hreyfing um rýmið, húm- or, rökleysa og litríkt „rósaregn“. Gröfur birtust óvænt og kröfsuðu í rýmið. Hljóðin spönnuðu allt frá (langri) þögn, falli rósablaðanna og spóli fjarstýrðs leikfangabíls til dularfullra brjóthljóða, véla- skruðnings, öskurs og hljóðs frá þotu sem flaug fyrir tilviljun yfir húsið meðan á þessum fallega og upplyftandi gjörningi stóð. Síðasti gjörningurinn, Kross (1996), fól í sér virka þátttöku gesta sem að þessu sinni samein- uðust sem „söfnuður“ í andlegum gjörningi sem hófst í Fríkirkjunni í Reykjavík undir stjórn Godds og Daníels Björnssonar. Hljóðlaus kór, táknmál og merkjasendingar (mors) komu í stað hefðbundinnar prédikunar og kirkjutónlistar – meðan gestir mynduðu sjálfir klið með því að nudda saman steinum úr ríki náttúrunnar. Áhrifin voru ljóðræn og dáleiðandi. Því næst var gengið með kross, sem þátttak- endur mynduðu með því að halda á hvítum blöðrum, yfir í Hafnarhúsið þar sem blöðrunum var sleppt upp í hvelfingu hússins. Þar mynduðu þær klasa sem minnti á eggjabú en hver og einn hafði ritað persónu- lega bæn eða ósk á sína blöðru áð- ur en henni var sleppt – á vit von- arinnar, trúarinnar, þrárinnar og annarra óáþreifanlegra sviða sem gefa tilverunni gildi og merkingu og eru þrátt fyrir allt hluti af jarð- bindingu mannlífsins. Upphafning og jarðbinding »Með því að beitahúmor og vissum fá- ránleika nær Magnús iðulega að skapa áhrifa- ríka spennu milli upp- hafningar og ástands sem grefur undan henni jafnharðan. Morgunblaðið/Kristinn Hljóðskúlptúr Frá æfingu á gjörningi Magnúsar Pálssonar „Sprengd hljóðhimna“ sem fluttur var á Listahátíð. Morgunblaðið/Einar Falur Stuna Nýtt verk eftir Magnús, Stuna, var flutt á Listahátíð í ár. Kliður stig- magnaðrar andlegrar og holdlegrar þrár ómaði í þeim gjörningi. Magnús Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.