Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 Heilnæmt norrænt mataræði getur minnkað „slæma“ kólesterólið og dregið úr hættunni á hjartasjúk- dómum, samkvæmt rannsókn sem birt var í Journal of Internal Med- icine. Íslendingar tóku þátt í rann- sókninni. Fjölþjóðlegur hópur vísinda- manna undir stjórn Björns Akesson, prófessors við Háskólann í Lundi í Svíþjóð, gerði rannsókn á ein- staklingum sem eiga í vandræðum með efnaskipti í samvinnu við sex rannsóknarstöðvar í Finnlandi, Sví- þjóð, Danmörku og Íslandi. Í svokölluðu heilbrigðu norrænu fæði er áhersla lögð á heilkorna- vörur, tiltölulega mikla neyslu berja, ávaxta og grænmetis, repjuolíu, þrjár fiskmáltíðir á viku, fituskertar mjólkurvörur og að forðast sykraðar vörur. Á matseðli samanburðarhópsins voru trefjalitlar korntegundir, til dæmis venjulegt brauð, og feitar mjólkurvörur, til dæmis smjör. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að verulegar breytingar mældust á blóðfitu á milli hópanna. Þeir sem voru á heilbrigða norræna fæðinu voru með minna af „slæma“ kólesterólinu (LDL) og meira af „góða“ kólesterólinu (HDL) Góð áhrif norræns mataræðis Heilsa Fiskneysla hefur góð áhrif.  Dregur úr hættu á hjartasjúkdómum Morgunblaðið/Ómar nýja samninginn. Reynt var að selja opnunarhollið en Bjarni segir það ekki hafa tekist og undrast að enginn skuli hafa viljað „kaupa þannig gleði- gjafa“. Reksturinn þungur Bjarni hefur miklar áhyggjur af því hvað sala veiðileyfa hefur verið dræm og segir ekkert launungarmál að rekstur Stangaveiðifélags Reykja- víkur hafi verið þungur. „En með samstilltu átaki og þeirri bjartsýnu trú að eitthvað fari að hreyfast í sölu veiðileyfa um leið og veiðitímabilið hefst, þá er enginn bilbugur á okkur. Það er líka hreyfing til þeirrar átt- ar að ná aðeins niður verðinu. Menn eru byrjaðir að teygja sig aðeins í því og við gerum ráð fyrir að sú hreyfing haldi áfram. Annars er ég jákvæður og bjartsýnn og vona að það verði uppleggið í umræðunni.“ Enginn vildi kaupa „gleði- gjafann“ opnun Norðurár  Laxveiðin hefst á morgun  Verð veiðileyfa lækkað í Alviðru og við Tannastaði Morgunblaðið/Einar Falur Fyrstur Bjarni Júlíusson, ásamt Árna Friðleifssyni, með fyrsta lax sumarsins í Norðurá í fyrra. Þá fór veiðin vel af stað en brást víða þegar á leið og endaði í einu versta laxveiðisumri í manna minnum. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Síðustu daga hefur mikið verið rætt um skýrslu Landssambands stanga- veiðifélaga, um umtalsvert hrun á markaði með veiðileyfi og að nauð- synlegt sé að lækka verð veiðileyfa. Laxveiðitímabilið hefst á miðvikudag og sjá má hreyfingar í þá átt að verð á leyfum lækki, að minnsta kosti á einhverjum svæðum. Þannig hefur Stangaveiðifélag Reykjavíkur, í sam- starfi við Alviðrustofnun, ákveðið að lækka verð veiðileyfa í Alviðru í Sogi um 40 til 50 prósent nú í sumar, í júní, ágúst og september. Landeigendur á Tannastöðum, neðst í Sogi hafa einnig, í samstarfi við leigutakann Lax-á, ákveðið að lækka leyfin um 40 prósent í sumar. Laxar sjást víða Laxveiðitímabilið hefst á morgun, þegar veiðimenn taka að kasta agni sínu fyrir laxa í Blöndu og Norðurá. Síðustu daga hefur sést til laxa í báð- um ánum. Laxveiðiumræðan síðustu mánuði hefur aðallega snúist um verð og veiðihrunið í fyrra, en hvað segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, nú þegar veiðin er að hefjast? „Ég er bjartsýnni á laxveiði- tímabilið fyrir sumarið í sumar held- ur en ég var í vetur. Fyrir því eru þær ástæður að nú eru að heyrast sögur um laxa víða; fyrir norðan hafa laxar sést í Miðfirði og í Blöndu, mér er sagt að laxar hafi sést og veiðst í Húseyjakvísl, við Þrastarlund í Sogi sást stórlax stökkva, lax hefur sést í Elliðaánum, og að sjálfsögðu í Norð- urá. Útlitið er með bjartara móti og til að toppa þetta allt þá er gott vatn í ánni og hlýindi,“ segir Bjarni. Samkvæmt hefð hefur stjórn SVFR veiðar í Norðurá, þetta síðasta sumar sem félagið leigir þessa róm- uðu veiðiá, en eins og kunnugt er náðust ekki samningar um að endur- Franskur laxaverndunarsinni og veiðimaður, Marc-Adrien Marcel- lier, hefur verið sleginn til riddara í Frakklandi fyrir 27 ára baráttu fyrir vexti og viðgangi laxastofna og ann- arra fiskitegunda við Frakkland. Marcellier hefur um árabil verið ná- inn samstarfsmaður Orra Vigfús- sonar í Verndarsjóði villtra laxa í Norður-Atlantshafi, NASF, og sæmdi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hann fálkaorðu árið 2008 fyrir störf hans að laxavernd- armálum. Marcellier hefur komið til veiða á Íslandi árum saman og sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum ár- um að þeir Orri Vigfússon hefðu kynnst 1992. Tveimur árum síðar kom hann fyrst hingað til að veiða. „Ég hef mest verið í því að berjast fyrir laxastofnunum í Frakklandi, en við höfum fengið styrk frá franska ríkinu allar götur frá 1994,“ sagði hann. Marcellier hefur leitt stefnumót- andi laxaverndarverkefni í hér- uðunum vestan Pýreneafjalla, sem og í ánni Loire og þverám hennar en þar er lengsta samfellda lax- veiðisvæði í heiminum. Þá hefur hann unnið að samningum við fiski- menn á Grænlandi og í Færeyjum auk þess að vera aðalsamn- ingamaður NASF við uppkaup lax- aneta í Biskajaflóa. Morgunblaðið/Einar Falur Veiðimaður Marc-Adrien Marcellier kveður nýgengna hrygnu áður en hann sleppir henni aftur út í Selá í Vopnafirði. Laxaverndunarsinni heiðraður í Frakklandi „Það er töluvert mikið vatn í Laxá enda var gríðarlega mikill snjór í vetur og eru leysingar ennþá. Áin er um feti yfir venjulegu rennsli,“ segir Bjarni Höskuldssson, stað- arhaldari á urriðasvæðunum í Mý- vatnssveit og Laxárdal. Veiði hófst á báðum svæðum fyrir helgi og var heldur erfiðari við að eiga en undanfarin ár. Síðustu ár hefur opnunarhollið í Mývatnssveit veitt yfir 300 fiska en fékk að þessu sinni 142 og fékkst stór hluti þess í Geirastaðaskurði. Veiðin í Laxárdal var þó svipuð og und- anfarin ár, milli 70 og 80 urriðar. „Veiðimenn eru ánægðir með fiskana, enda eru þeir í fínu standi, vænir og góðir,“ segir Bjarni. „Það virð- ist líka vera tölu- vert af honum en hann er dreifð- ur. Þegar vatnið er svona mikið er þetta erfitt við að eiga, allir veiði- staðir bólgnir og vatn upp á alla hólma.“ Minni veiði í Mývatnssveit ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Í URRIÐAVEIÐINNI Í LAXÁ Urriða landað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.