Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013
Þú ert í leit að ævintýrum, við erum í leit að tæknilegri fullkomnun. Allar aðstæður eru
kjöraðstæður fyrir BMW XDrive fjórhjóladrifskerfið. Þótt veðrið sé óútreiknanlegt er
akstursánægjan í X línunni eitthvað sem þú getur treyst á.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
7
9
8
6
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Bílahúsið
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
421 8808
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
ÞETTA ER BÍLLINN SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SKOÐA.
DÍSIL xDRIVE 1,8d – 143 HESTÖFL
5,5 L/100 KM Í BLÖNDUÐUM AKSTRI. VERÐ FRÁ 6.090.000
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta er miklu meira en væntingar
okkar stóðu til. Stuðningurinn gefur
okkur góðan byr í seglin eftir þung
og erfið tímabil að undanförnu,“ seg-
ir Hörður Már Harðarson, formaður
Slysavarnafélagsins Landsbjargar,
en hátt í 200 milljónir króna hafa
safnast síðustu daga eftir að átaki
var hrundið af stað í sérstökum söfn-
unarþætti á RÚV sl. föstudagskvöld.
Einnig er verið að safna svonefndum
bakvörðum, stuðningsaðilum Lands-
bjargar, sem heita mánaðarlegum
stuðningi til félagsins. Í gær voru
hátt í 3.000 bakverðir komnir í hús.
„Við erum afar ánægð með þenn-
an frábæra stuðning þjóðarinnar,“
segir Hörður Már en fjármunirnir
munu koma sér vel. Björgunarsveit-
irnar hafa sem kunnugt er staðið í
ströngu síðastliðinn vetur, sem var
snjóþungur og veðrasamur. Einnig
er álagið að aukast árið um kring
samfara aukinni umferð innlendra
og erlendra ferðamanna um landið.
Velta milljarði
Slysavarnafélagið Landsbjörg er
landssamtök um 18 þúsund björg-
unarsveitarmanna á 16 starfs-
svæðum. Alls eru sveitirnar nærri
100 talsins en slysavarna- og
kvennadeildir eru 33 og unglinga-
deildir um 30.
Félagið veltir um einum milljarði
króna á ári og útgjöldin eru orðin
um 500-600 milljónir króna. Á síð-
asta ári varð lítilsháttar rekstrar-
afgangur en þar áður, 2011, varð tap
upp á 60 milljónir króna. Útgjöldin
það sem af er þessu ári hafa verið
gríðarleg og Hörður Már bendir á að
allt frá árinu 2008 hafi rekstur
björgunarsveita verið erfiður.
Margs konar kostnaður hafi aukist,
ekki síst eldsneytið, á sama tíma og
tekjur hafa dregist saman.
„Þörfin fyrir aukið fjármagn er
brýn eftir erfiðan og annasaman vet-
ur. Við höfum verið í látlausum varn-
araðgerðum, dregið úr rekstri og
hætt við ákveðin verkefni. Núna get-
um við náð vopnum okkar að nýju
því verkefnin eru ærin,“ segir Hörð-
ur Már en vinna við endurskipulagn-
ingu Landsbjargar stendur yfir.
Hann segir minnkandi tekjur eiga
sér margþættar skýringar. Meðal
þess sem hefur skilað æ minna af sér
er félagið Íslandsspil, sem Lands-
björg á aðild að ásamt RKÍ og SÁÁ.
Þar hafa tekjur af spilakössum
hrunið á seinni árum, að sögn Harð-
ar, og spilarar fært sig í meira mæli
yfir á netið. Flugeldasalan er áfram
stærsta einstaka fjáröflunin fyrir
björgunarsveitirnar og Landsbjörg
fær góðar tekjur af sölu á Neyðar-
kallinum.
Sigmundur gat ekki hætt
Um 70 manns voru í því að svara í
söfnunarsímann hverju sinni og um
tíma biðu 70 manns á línunni eftir
því að leggja Landsbjörg sitt lið.
Meðal þeirra sem svöruðu í símann
var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra.
„Hann var hjá okkur í tvo tíma og
sagðist ekki geta hætt,“ segir Hörð-
ur Már.
Áfram er hægt að gerast bakvörð-
ur Landsbjargar með því að fara inn
á vef félagsins, landsbjorg.is.
„Gefur okkur góðan byr í seglin“
Söfnun skilaði Landsbjörg hátt í 200 milljónum króna Um þrjú þúsund manns hafa gerst bakverðir
björgunarsveitanna Kemur sér vel eftir erfiðan og annasaman vetur Meiri erill á sumrin en áður
Morgunblaðið/Eggert
Landsbjörg Björgunarsveitarmenn eru til taks árið um kring, dag og nótt, allt í sjálfboðaliðastarfi.
Landsbjörg fékk stuðning úr öll-
um áttum á söfnunardeginum
og ekki síður að honum loknum.
Meðal þeirra sem tóku á móti
símtölum var Ólafur Örn Har-
aldsson, þjóðgarðsvörður og
formaður Ferðafélags Íslands.
Hann átti brúðkaupsafmæli
þennan dag en kaus frekar að
styðja Landsbjörg en að fara út
að borða með eiginkonunni,
eins og til stóð. Gáfu þau and-
virði kvöldverðarins í söfnunina.
Hörður Már segir þetta aðeins
lítið dæmi um fórnfýsi og fal-
legan hug í garð björgunarsveit-
anna, sem landsmenn hafa sýnt
síðustu daga. Þannig hafi ófáir
sparibaukar verið tæmdir.
Brúðkaups-
afmæli fórnað
STUÐNINGUR VÍÐA AÐ