Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 Allt á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Bílaverkstæði Dekkjaverkstæði Smurstöð Varahlutir Nýlega barst Nesskóla í Neskaup- stað góð gjöf, en þá færði Sam- vinnufélag útgerðarmanna í Nes- kaupstað skólanum að gjöf 40 spjaldtölvur, ásamt hulstrum. „Þessi höfðinglega gjöf á eftir að nýtast nemendum vel á komandi misserum þar sem æ fleiri forrit koma út þessa dagana til náms með spjaldtölvum og þessi nýja tækni á eftir að verða fyrirferðarmeiri í skólastarfi næstu árin,“ segir í frétt frá skólanum. Samvinnufélagið (SÚN) hefur verið traustur bakhjarl skólans undanfarin ár, og til að mynda gaf félagið skjávarpa og hátalara í all- ar umsjónarstofur, auk sér- kennslustofu, á síðasta ári. Gjöfin hefur gjörbreytt vinnuað- stæðum kennara og aukið fjöl- breytni í kennsluaðferðum, nem- endum til bóta, segir í tilkynningunni. SÚN gaf Nesskóla 40 spjaldtölvur Ríkisútvarpið hefur tryggt sér sýningarréttinn af Evrópumóti kvenna í knatt- spyrnu sem fram fer í Sví- þjóð í sumar. Með samn- ingnum gefst al- menningi kostur á að fylgjast að minnsta kosti með leikjum ís- lenska liðsins, undanúrslitum og úrslitum móts- ins. Auk þess verður öllum leikjum íslenska liðsins lýst á Rás 2. Mótið hefst miðvikudaginn 10. júlí n.k. og úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 28. júlí. Ísland er í riðli með Þýskalandi, Noregi og Hollandi. RÚV sýnir frá EM Málþing um um nám og kennslu í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni verður haldið í aðalbyggingu menntavísindasviðs við Stakkahlíð miðvikudaginn 5. júní kl. 9:00-17:00 og er ætlað kennurum á öllum skólastigum. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, fyrirlestra, kynningar og smiðjur. Aðalfyrirles- ari málþingsins verður Michael Reiss, prófessor við University of London. Skráning er á: http:// malthing.natturutorg.is. Málþing um nátt- úrufræðimenntun STUTT Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikil vinna er komin í gang innan margra stéttarfélaga við undirbún- ing fyrir kjaraviðræðurnar í haust, m.a. með kjaramálaráðstefnum og könnunum. Undirbúningurinn er þó mislangt á veg komin eftir félögum og samböndum. Eining-Iðja er langt komin í undirbúningsvinnunni og hefur samninganefnd félagsins sam- þykkt samhljóða að veita samninga- nefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) umboð til að gera viðræðu- áætlun og hefja viðræður við við- semjendur vegna kjarasamninganna í haust, fyrst aðildarfélaga SGS. Kjaramálin eru til umræðu á tveggja daga formannafundi SGS sem hófst á Húsavík í gær. Næst- komandi föstudag er boðaður for- mannafundur ASÍ þar sem rætt verður um mögulegt samráð í að- draganda kjaraviðræðna og um hvernig gera megi viðræðuferlið skilvirkara og markvissara. Þar á m.a. að ræða hvort rétt sé að stíga fyrstu skrefin í þá átt að koma á fót sameiginlegum vettvangi samn- ingsaðila, þar sem safnað verði upp- lýsingum um hagtölur, sem viðsemj- endur geti orðið sammála um að byggja á í haust. Þétt dagskrá fram á haustið Áherslur launamanna í kjaramál- um og fyrir mótun kröfugerðar ættu að skýrast á næstu vikum. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar- Iðju, segir að 6. til 10. maí hafi verið gerð skoðanakönnun á vinnustöðum á meðal félagsmanna Einingar-Iðju til að fá upplýsingar um vilja félag- anna um hvaða áherslur verði lagðar þegar smíði kröfugerðar hefst. Björn segir að þátttakan í könn- uninni hafi verið sérlega góð, alls fengust 1.330 svör. Sumarið verður svo nýtt til að vinna úr könnuninni og niðurstöðurnar kynntar í samninga- nefndinni í lok ágúst. Á þeim fundi verður einnig byrjað að vinna við endanlega kröfugerð félagsins. „Við tókum ákvörðun strax á vor- dögum um að við ætlum að vera und- ir hatti Starfsgreinasambandsins. Mikil vinna hefur farið fram m.a. í sambandi við skoðanakönnunina og svo ætlar samninganefndin í lok ágúst að fara að raða þessu saman. Við erum með þétta dagskrá alveg til 11. september þegar við skilum af okkur til Starfsgreinasambandsins,“ segir Björn en þá á fullmótuð kröfu- gerð að liggja fyrir. Fleiri stéttarfélög hafa ráðist í við- horfskannanir meðal félagsmanna um áherslur í komandi kjarasamn- ingum. Björn, sem einnig er formað- ur SGS, kveðst telja líklegt að flest aðildarfélög SGS muni veita sam- bandinu umboð, enda sé þörf á öfl- ugri og samhentri sveit á vettvangi sambandsins í viðræðunum sem framundan eru. Spurður um áherslur félagsmanna í kjaramálum segir Björn félagið eiga eftir að vinna úr niðurstöðunum en ljóst sé af umræðunni innan hreyfingarinnar að fólk vilji fyrst og fremst fá stöðugleika á nýjan leik. ,,Menn ræða það mikið og að fá vaxandi kaupmátt.“ „Liggi fyrir í byrjun sumars“ Í samkomulagi ASÍ og SA í janúar sl. um endurskoðun kjarasamninga var m.a. samið um að ná samstöðu um atvinnustefnu og „að stefnt skuli að því að sameiginleg sýn allra aðila vinnumarkaðarins á svigrúmi at- vinnulífsins og samfélagsins til auk- ins kostnaðar og bættra lífskjara næstu árin liggi fyrir í byrjun sum- ars og verði mótandi í nýrri lotu kjarasamninga næsta haust,“ eins og það var orðað í samkomulaginu. Fram kom í samtölum við forystu- menn í launþegahreyfingunni í gær að enn hafa engar viðræður farið fram við ríkisstjórnina. Ekkert sam- band hafi enn komist á við hana. Vilja fá stöðugleika og aukinn kaupmátt  Eining-Iðja veitir SGS umboð  ASÍ-formenn til fundar  Ekki komið á samband verkalýðshreyfingar við ríkisstjórn Morgunblaðið/Golli Atvinna Í samkomulagi ASÍ og SA í vetur sagði að í framhaldi af kosningum og myndun ríkisstjórnar yrði aðgerðaáætlun í atvinnumálum fullunnin. Albert Kemp Fáskrúðsfirði Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Fáskrúðsfirði um helgina. Var það ungt fólk sem sá um fram- kvæmd hátíðarhald- anna ásamt félögum í slysavarnadeildinni Hafdísi en hér hefur ekki verið haldið upp á daginn í allmörg ár ut- an þess að siglt hefur verið með skipum um fjörðinn. Hátíðarhöldin stóðu yfir í tvo daga. Á laugardag var m.a. keppt í reiptogi áhafna en á sunnudag var hátíðarmessa í Fáskrúðsfjarð- arkirkju þar sem sóknarprest- urinn, séra Jóna Kristín Þorvalds- dóttir, flutti hátíðarræðu. Sjómenn tóku virkan þátt í guðsþjónustunni og lásu úr ritningunni. Tveir sjó- menn voru heiðraðir við athöfnina og fengu heiðursmerki sjómanna, þeir Eyjólfur Garðar Svavarsson og Jóhannes Sigurðsson. Báðir hafa um langt árabil starfað við sjómennsku. Loðnuvinnslan bauð síðan öllum bæjarbúum til veislu í félagsheim- ilinu Skrúð en fjörutíu ár eru liðin síðan skip félagsins, Ljósafell SU 70, lagðist fyrst að bryggju á Fá- skrúðsfirði. Það var byggt fyrir Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar í Japan 1973. Skipið hefur landað 144 þúsund tonnum síðan það hóf veiðar. Skipið hélt til veiða strax eftir sjómannadag og var 100 tonnum landað úr því í gær. Fyr- irtækið hefur látið gera kvikmynd um komu skipsins og rekstur þess og var gerður góður rómur að því en myndin var sýnd í veislunni. Verkið var unnið af Guðmundi Bergkvist Jónssyni. Morgunblaðið/Albert Kemp Siglt inn fjörðinn Ljósafell SU siglir inn Fáskrúðsfjörð á sunnudag. Hefur fiskað 144 þús- und tonn á 40 árum Minningarathöfn Blómsveigur var lagður til minningar um drukknaða sjómenn.  Bæjarbúum boðið í afmælisveislu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.