Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 ✝ Grétar fæddistá Finnmörk, V- Húnavatnssýslu 1. júlí 1936. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi 24. maí 2013. Foreldrar hans voru hjónin Bogey Ragnheiður Guð- mundsdóttir, f. í Hringsdal í Arn- arfirði, 12. des. 1905, látin, og Jón Leví Sigfús- son, f. á Bjargshóli, V-Hún. 6. maí 1885, látinn. Hálfsystkini Grétars: Björn Jónsson, f. 1. okt. 1905, látinn, Vigdís Jóns- dóttir, f. 20. okt. 1915, látin. Al- systkini Grétars eru Hreiðar Leví, f. 12. jan. 1928, látinn, Sig- fús Bergmann Leví, f. 3. nóv. 1938; Ragnar Leví, f. 2. maí 1940; og Bogey Ragnheiður, f. 8. ágúst 1942. Fyrri kona Grétars var Rós- björg Birna Jónsdóttir. Synir: 1) Jón Leví, f. 19. mars 1959, börn með fyrrv. maka: Jón Grétar Leví, f. 27. feb. 1981, unnusta: Ösp Ásgeirsdóttir, f. 22. maí 1983. Synir þeirra eru Hreiðar Ægir Leví, f. 28. nóv. 2007, og Óðinn Logi Leví, f. 27. okt. 2010; Anita Linda, f. 4. okt. 1985, sambýlismaður: Stefan fósturbörn Grétars: 1) Þórberg- ur Egilsson, f. 29. mars 1963, eiginkona: Guðbjörg Halldórs- dóttir, f. 26. mars 1969. Börn: Hugrún, f. 9. maí 1990; Ólafur Jóhann, f. 11. feb. 1992; Ásdís Helga, f. 16. des. 1994. 2) Jór- unn Egilsdóttir, f. 10. feb. 1965. Börn: Silje Marie Rydland, f. 19. nóv. 1990, og Egill Rydland, f. 27. jún. 1995. Sambýlismaður Jórunnar: Thomas Evegaard, f. 22. ág. 1968. 3) Gunnlaugur Eg- ilsson, f. 19. maí 1971. Grétar útskrifaðist sem bú- fræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1956. Tók við búi í Litla-Hvammi eftir lát föð- ur síns. Fluttist til Hvamms- tanga 1960, vann þar hjá Kaup- fél. V-Húnvetninga og við byggingar um sveitir. Fluttist til Búðardals 1973 og starfaði þar við húsvörslu við félags- heimilið Dalabúð ásamt bygg- ingarvinnu. Fluttist til Hafn- arfjarðar 1975 og hóf störf sem verslunarstjóri hjá bygging- arvöruversluninni Dverg. Frá árinu 1992 var hann umsjón- armaður hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmis þar til hann lét af störfum 2006. Einnig vann hann töluvert við alls konar viðgerðir og end- urbætur á húsum. Grétar var mjög listrænn, teiknaði, málaði, spilaði á harmonikku og orgel og hafði mikið yndi af gróð- ursetningu og allri útiveru. Útför Grétars fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 4. júní 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Schulz, f. 10. des. 1981. Dóttir þeirra er Emilý Rós Schulz, f. 16. jan. 2013. Eiginkona Jóns er Harpa Rannveig Helga- dóttir, f. 15. mars 1975. Sonur þeirra er Andri Leví, f. 23. jan. 2010. 2) Bogi Elvar, f. 17. júlí 1960. Sambýlis- kona: Bryndís Bragadóttir, f. 11. des. 1959. Synir: Eysteinn Sindri, f. 11. ág. 1985; Frans, f. 14. ág. 1990. 3) Björn Rósberg, f. 14. júlí 1967, með fyrrv. mök- um börnin: Sunneva Mist, f. 23. sep. 1993; Brando Blance, f. 28. jan. 2001. Eiginkona Björns: Heiðveig María Einarsdóttir, f. 8. sep. 1979. Börn þeirra: Alexía Karen, f. 3. jan. 2004; Arín Hekla, f. 16. feb. 2009; Elmar Axel, f. 10. júní 2010. Eiginkona Grétars er Helga Jóna Ásbjarnardóttir, f. 26. júlí 1943. Foreldrar hennar voru Ásbjörn Ó. Jónsson, f. 20. júlí 1901, lát- inn, og Jórunn Jónsdóttir, f. 2. mars 1920, látin. Börn Grétars og Helgu: 1) Ragnheiður Jóna Leví, f. 31. jan. 1975. 2) Ásbjörn Leví, f. 9. mars 1976. Börn Helgu af fyrra hjónabandi og Elsku hjartans pabbi minn. Ég sakna þín og á eftir að gera alla tíð og ég mun lifa með minningarnar um þig í hjarta mínu. Þú varst æv- inlega svo yndislega góður við mig og svo umburðarlyndur gagnvart veikindum mínum og með mömmu varstu stoð mín og stytta. Þú varst fyrirmynd mín og ég dáði þig alveg frá því ég man eftir mér. Við Ragga systir keppt- umst um að fá að fara með þér í vinnuna að smíða frá unga aldri. Það var svo gott að kúra hjá þér og tala um himin og geim og við töluðum um væntumþykju og þakklæti. Við töluðum um smíðar og viðgerðir fram og til baka síð- ustu árin þegar þú varst ekki lengur fær um að vinna. Ég lærði svo mikið af þér. Þú varst svo nat- inn við öll þín störf og vinsæll sem handlaginn og úrræðagóður við- gerðarmaður. Það dáðu þig allir sem kynntust þér, því þú varst svo mikið ljúfmenni. En hvað ég var heppinn að eiga þig fyrir föð- ur. Ásbjörn Leví Grétarsson. Elsku besti pabbi minn í heim- inum. Mikið á ég á eftir að sakna þín. Alltaf þegar ég kom heim til þín og mömmu þá byrjaði ég alltaf á því að knúsa þig og kyssa, þetta var alltaf það fyrsta sem ég gerði þegar ég sá þig, elsku pabbi minn. Æ hvað ég væri til í knús frá þér núna. Ég veit nú varla hvað ég á að skrifa um þig. Ég á svo margar minningar um þig. Sérstaklega þegar ég fékk að fara með þér að smíða. Mér þótti það alltaf svo gaman. Og þú þurftir svo að bera mig upp á 4. hæð eftir að ég heimtaði að fara með þér að vinna á kvöldin á virkum dögum, þá sofnaði ég á gólfinu þar sem þú varst að vinna. Þegar þú varst að vinna í Dverg (smíðaverslun) var hádeg- ishlé á milli 12 og 13. Þá biðum við Ási í glugganum heima eftir að þú kæmir heim að borða og hvað þessi klukkutími var fljótur að líða. Þú varst aldrei kyrr. Þurftir alltaf að vera að gera eitthvað. Man þegar við vorum í Noregi hjá Obbu frænku í heimsókn. Ég var bara 4 ára og þú endaðir með því að laga eldhússkápana hjá henni í fríinu sem við vorum í. Sumarbústaðurinn var þinn uppáhaldsstaður. Þú varst svo montinn með hann. Enda ekkert slor. Smíðaðir hann nánast með berum höndum með hamri og sög og varla vél við hendina. Ekki að spyrja um allar plönturnar sem þú settir niður. Enda sést varla í bústaðinn í dag, svo mikill gróður. Í fyrra vor þegar þú sýndir okkur Gilla, kærastanum mínum, lóðina þá gekkst þú um allt með stafinn og gast nefnt allar plönturnar. Hvað þær hétu og hvenær þú settir þær niður og jafnvel hversu margar í það sinn. Það verður skrítið að hafa þig ekki í bústaðn- um þegar ég kem í heimsókn næst. Alltaf úti að gera eitthvað. Dytta að einhverju, vökva, slá eða setja niður kartöflur. Aldrei kyrr. Elsku besti pabbi í heimi, eins og ég sagði við alla vini mína, að þú værir besti pabbi í heimi og þú varst það sko. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Þú talaðir oft um það að ef þú hefðir ekki fengið Parkinson þá værir þú að smíða einhvers staðar í ellinni eða í sumarbústaðnum en ég veit það núna að þú ert kominn með hamar í hendina og byrjaður einhvers staðar að smíða. Verst að geta ekki fengið þig hingað norður í Mývatnssveit til að hjálpa mér að dytta að húsinu okkar hér. Ég gæti haldið áfram að skrifa um þig og ég sem vissi varla hvað ég ætti að skrifa um. En ég sakna þín og elska þig, besti pabbi í heimi. Farðu nú samt varlega með hamarinn og sjáumst svo við smíðarnar. Þín dóttir, Ragnheiður Jóna (Ragga) Fallinn er frá góður bróðir og kær vinur. Ég var 3ja ára og Grétar 7 ára þegar móðir okkar veiktist skyndilega. Hún bað Grétar að ná í föður okkar. Morguninn eftir er hún dáin. Þarna man ég fyrst eftir Grétari. Aldrei talaði hann um þessa reynslu sína en móðir okkar var honum mjög kær. Eftir þetta verða straumhvörf í lífi hans og okkar allra. Hann tók að sér um- sjón með okkur yngri bræðrum sínum, mér og Sigfúsi. Systir okk- ar, Bogey sem var eins árs, fór í fóstur til góðra hjóna og elsti bróðir okkar, Hreiðar, fór að vinna fyrir sér í öðru byggðarlagi. Grétar var ungur að árum þeg- ar faðir okkar setti hann á sláttu- vél sem hestum var beitt fyrir. Hann var sérlega laginn að með- höndla þessa dráttarhesta. Grét- ar útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri en svo kom í ljós að hann hafði ekki áhuga á bústörf- um. Hann starfaði í mörg ár hjá kaupfélagi Vestur-Húnvetninga og vann þess utan við smíðar. Grétar var alla tíð frekar hæg- látur og dulur en í góðra vina hópi gat hann verið léttur og kátur og hafði gaman af því að segja sögur frá uppvextinum og rifja upp það sem við höfðum brallað í sveitinni í gamla daga. Hann var mjög bón- góður og hjálpaði mér oft og tíð- um við ýmis verk enda var hann verklaginn og skipti ekki máli um hvaða verk var að ræða. Eftir að hann og Helga fluttust suður, vann hann alltaf við smíðar og önnur störf í hjáverkum og var hann mjög eftirsóttur til þeirra verka. Honum var umhugað að skila góðu verki og hafði hann mikinn verkhraða og gat unnið á við tvo. Hann var líka vandvirkur og útsjónarsamur. Það var mikið lán fyrir þau hjónin þegar þau fengu lóð undir sumarbústað. Þar reistu þau sér sérlega vandað sumarhús sem Grétar smíðaði frá grunni. Þau höfðu líka mikinn áhuga á trjá- rækt og er nú kominn mikill lund- ur við bústaðinn þeirra. Grétar og Helga áttu saman mörg góð ár á þessum sælureit sínum og áttum við margar skemmtilegar sam- verustundir með þeim þar. Það var alla tíð mikill sam- gangur milli þeirra og okkar hjónanna og bar þar aldrei skugga á. Þau eru ófá skiptin sem við vorum boðin í mat til þeirra. Helga reiddi fram dýrindis rétti og Grétar tók á móti okkur með hlýju faðmlagi. Það var alltaf glatt á hjalla hjá okkur og mikið hlegið. Við fórum líka í nokkrar utanlandsferðir með þeim og eig- um við góðar minningar frá þessu stundum. Það er mikill söknuður hjá okkur að þessum tíma sé lokið en við yljum okkur við minning- arnar. Illvígur sjúkdómur herjaði á Grétar og vann á honum að lok- um. Helga hjúkraði honum heima af einstakri alúð með hjálp frá Ás- birni sem var sérlega góður við föður sinn. Seinasta árið dvaldi hann á sjúkrastofnunum. Í einni af síðustu heimsóknunum til hans, kom hann á eftir mér í hjólastóln- um og sagði „Nú förum við sam- an, bróðir, niður í kjallara að ná í verkfæri.“ Þannig vil ég minnast Grétars bróður míns, alltaf reiðubúinn að ná í verkfærin og dytta að. Við sendum Helgu, börnum og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ragnar Leví og Bára. Þann 24. maí 2013 fékk ég þá tilkynningu að Grétar væri dáinn. Ég get ekki sagt að það hafi kom- ið mér að óvörum en þó setti mig hljóðan þar sem ég hef alltaf litið mjög mikið upp til Grétars föð- urbróður og hans verður saknað. Þeir eiginleikar hjá Grétari sem mér fannst skara fram úr voru fyrst og fremst hans hóg- værð og áhugi á öðrum. Þegar við hittumst spurði hann alltaf hvern- ig gengi og gaf hrós fyrir það sem honum fannst við hafa gert vel. Hann talaði aldrei um það sem hann hafði gert eða færði sig fram. Hann hefði þó haft góða ástæðu til þess þar sem hann var mjög laghentur og hafði bæði smíðað og gert marga fallega hluti. Þó þú hafir alltaf verið sallaró- legur þegar ég man gastu farið á kostum. Í brúðkaupinu okkar Gitte stendur það greypt í minn- ingu Gitte að þú dansaðir fjórum sinnum við hana og sveiflaðir henni í kring svo að aðrir gestir áttu fótum sínum fjör að launa. Við hjónin sáum þig síðast á Sólvangi. Þó þú hafir verið rúm- liggjandi varst þú alveg eldklár. Sagðir frá fjölskyldunni þinni og hafðir áhuga á hvernig okkur vegnaði, bæði prívat og í okkar vinnu og fyrirtæki. Ekki hafðirðu orð á því hvernig þú hafðir það annað en að það væri líklegt að þetta væri í síðasta skipti sem við mundum sjást. Þú hafðir rétt fyr- ir þér. Hvíldu í friði, Grétar minn, þú átt það skilið. Síðustu árin hafa örugglega verið erfið en þú hefur sem betur fer haft frábæra konu og börn við hlið þér. Ingibergur Helgason. Í dag er kvaddur góður vinur og sveitungi, Grétar Leví frá Litla-Hvammi í Miðfirði. Ég hef þekkt Grétar frá því ég var að alast upp í Miðfirðinum en á milli heimila okkar var mikill vinskap- ur og samskipti af ýmsu tagi. Grétar missti móður sína ungur og ólst upp hjá föður sínum ásamt yngri bræðrum. Helsta einkenni Grétars var einstök vinnusemi sem kom snemma í ljós. Hann sinnti flest- um störfum innanhúss sem utan eftir fráfall móður sinnar og hik- aði ekki við að reyna fyrir sér við vandasama hluti og mun meðal annars hafa saumað föt á yngri bræður sína. Hvers konar smíðavinna lék í höndunum á honum en auk þess var hann mjög liðtækur við múr- verk, málningarvinnu og hellu- lagnir. Ég fylgdist með Grétari þegar hann var að vinna við endurbætur á heimili foreldra minna og sá að hann var rétti maðurinn til að smíða eitt og annað í því húsnæði sem ég og fjölskylda mín vorum þá nýlega flutt í. Það var aðdáun- arvert að horfa á Grétar vinna og ekki síður að fylgjast með því hvernig hann skipulagði fram- kvæmdirnar þannig að tíminn nýttist sem best. Ungur sonur okkar fylgdist með því hvernig Grétar smíðaði og lagaði hina ýmsu hluti innan dyra sem utan á heimilinu. Hann fékk því ofurtrú á hæfni Grétars og taldi að hann gæti lagað allt mögulegt. Það var eitt sinn þegar við vorum að fá okkur appelsínu að það kom í ljós að hún var skemmd. Þá sagði drengurinn : „Grétar laga“. Það var á þessum tíma þegar hann var að vinna fyrir okkur sem ég kynntist persónunni Grétari og vináttutengsl urðu sterkari. Þar fór maður sem var ljúfur og þægilegur í samskiptum og með góða nærveru. Hann hafði skemmtilega frásagnargáfu þar sem frásagnir hans af fólki og að- stæðum gátu orðið mjög lifandi. Árin liðu og samverustundum fækkaði en tengslin héldust og heimsóttum við þau hjón Grétar og Helgu nokkrum sinnum í sum- arbústað þeirra í Grímsnesinu. Sumarbústaðinn hafði Grétar að sjálfsögðu smíðað algjörlega frá grunni og þar var hvert handtak unnið af mikilli natni. Í einni slíkri heimsókn sýndi hann okkur með stolti lítið hús á lóðinni sem hann hafði smíðað og kallaði Litla- Hvamm. Grétar var sívinnandi og ávallt með hugann við að bæta að- stöðuna í sumarbústaðnum til hagsbóta fyrir fjölskylduna. Í síð- ustu heimsókn okkar til þeirra í bústaðinn höfðu veikindin dregið mjög úr þrótti hans. Hann lá fyrir og hvíldi sig og trúði okkur fyrir því að líklega hefði hann verið of lengi deginum áður að vinna verk sem hann vildi ljúka. Hann var af þeirri kynslóð Íslendinga sem hlífði sér í engu þegar vinnan var annars vegar. Við hjónin kveðjum Grétar með virðingu og þakklæti um leið og við vottum Helgu og fjölskyld- unni allri okkar dýpstu samúð. Hafdís Sigurgeirsdóttir. Fáum mönnum hefur verið yndislegra að vinna með en Grét- ari. Hann var einstakt ljúfmenni, hjálpfús og sást aldrei skipta skapi eða setja upp fýlusvip. Það var fátt ef ekkert sem hann gat ekki lagað og hann fann fljótt og auðveldlega lausnir á öllum vandamálum. Við unnum saman hjá Kirkju- görðum Reykjavíkurprófasts- dæma í fjölda ára og þar var hann afar mikils metinn og vinsæll. Eitt sinn var ég beðinn að fara með arkitekt fyrirtækisins og rekstrarstjóra í vettvangskönnun til að skoða ákveðin vandamál og til að reyna að finna skynsamleg- ar lausnir á þeim. Arkitektinn horfði lengi á aðstæður og rekstr- arstjórinn líka, en fátt af viti kom í hugann. Að lokum eftir talsverða yfirlegu varð niðurstaðan náttúr- lega sú að láta Grétar sjá um þetta. Ég man ekki hvenær hann veiktist af parkinson-sjúkdómn- um, en það var aldrei að sjá að það truflaði hann mikið í vinnu, aldrei féll honum verk úr hendi. Það eina var að hann kom sjaldnar í kaffi, átti erfitt með að sitja kyrr og kaus að vinna í staðinn. Menn eins og Grétar er ómet- anlegt að hafa hjá hverju fyrir- tæki sem starfsmenn og sam- starfsmenn. Ég veit að það eru mjög margir hjá kirkjugörðunum þakklátir fyrir að hafa fengið að vinna með honum og kynnast honum og sáu mikið eftir honum þegar hann hætti vegna aldurs. Og nú er hann farinn á braut til annarra heima og ekkert eftir nema að þakka kærlega fyrir samfylgdina í þessu jarðlífi. Helgu og fjölskyldu votta ég mína innilegustu samúð. Kristján K. Linnet. Grétar Leví Jónsson HINSTA KVEÐJA Minningar. Myndir sem birtast huga mínum í, minningar, andlitin sem lifna enn á ný, liðin tíð hin ljúfu ár, þeir léttu tónar, björtu brár, nú vitjar mín, það allt sem áður var og langar stundir sækja að mér, ljúfar minningar. Ég hugsa um þau sem hurfu á braut og hlýju veittu í sælu og þraut og gáfu okkur af sjálfum sér, með söng og tónum – fagrar minningar. Minningar, þau hverfa aldrei munu úr huga mér, minningar. Minningar, svo ljóslifandi lýsa mér og þér, minningar - minningar, glöð og sæl á góðri stund, þau gefa munu endurfund, í andans ferð um ókunn lönd, er okkur ber á leið til eilífðar. Minningar, lýsa upp það sem verður, er og var, minningar, öll á sömu leið til eilífðar. Minningar. Minningar. (Ómar Ragnarsson) Við sendum ástvinum samúðarkveðjur. Sigfús og Bogey Jónsbörn. Stefán Ó. Guð- mundsson er fallinn frá. Stebbi hennar Svönu eins og við kölluðum hann oft. Nú eða Stebbi á golfbílnum, en þannig birtist hann okkur oftast nú seinni ár. Það var alltaf létt yfir Stebba, stutt í grín og glens og engin vandamál. Ættarmótin, Kjóamót- in, í gegn um árin eru ógleyman- leg m.a. vegna Stebba. Alltaf verið að keppa eitthvað. Það var pílu- kastskeppnin hér áður, en í seinni tíð stóð hann fyrir fjölmennasta Stefán Ó. Guðmundsson ✝ Stefán Ó. Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 10. júní 1947. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 21. maí 2013. Útför Stefáns fór fram frá Fossvogs- kirkju 31. maí 2013. púttmóti uppsveit- anna ár hvert. Og verðlaunin voru veg- leg, Stebbi sá um það. Þegar Stebbi kom í heimsókn, golf eða af öðru tilefni, þá sýndi það sig að hann var góðu vanur að heiman. Hann var varla kominn inn úr dyrunum, þegar hann spurði: „Hvar er kaffið? Fæ ég ekki herbergið mitt? Er völl- urinn ekki nýsleginn, ég er kom- inn!“ En hann átti nú aldeilis fyrir því. Hann var nefnilega sá sem skilaði mesta framlaginu í kring- um golfvöllinn. Hann sá um funda- aðstöðuna fyrir alla fundi, poka- merkin á vorin, hann lánaði golfbílinn takmarkalaust, hann skilaði flestum mótunum á völlinn ár hvert, stjórnaði þeim, dæmdi á þeim og svona mætti lengi telja. Hann var að sjálfsögðu búinn að græja pokamerkin þetta árið. Þau voru klár heima hjá honum, ef við ættum ferð í bæinn. En annars ætlaði hann að koma með þau í fyrstu ferð á völlinn. Það verður ekki af því að sinni. Hann var stoltur af merkjunum í ár. Hann hafði komið bleikum lit í þau, sem er markmiðið hjá honum á hverju ári. Alltaf gay eins og Stebbi sagði. Vonandi er Stebbi kominn inn í hlutina á nýjum stað og farinn að keppa á púttvellinum með Bjössa heitnum Brink. Miklar yfirlýsing- ar í gangi hjá þeim félögunum og sjálfsagt búið að leggja bjór undir. Allavega leyfum við okkur að vona að eitthvert framhald verði á. Elsku Svana, Maja, Beta og fjölskyldur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Stebba verður sárt saknað. Ágústa, Einar og synir, Haukadal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.