Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kjörseðlareiga ekkiupp á pall-
borðið hjá stuðn-
ingsliði síðustu
ríkisstjórnar eftir
úrslit kosning-
anna. En matseðlar eru í náð-
inni og koma nú mjög við sögu.
Eins og Steingrímur J. hefur
margbent á vann hann öllum
landsmönnum betur og meir
síðastliðin fjögur ár. Bogaði
svo af honum svitinn að það
hefði mátt virkja hann ef
rammaáætlun hefði leyft það.
Gekk hin frækilega vinnusemi
fyrir öllu öðru og var svo kom-
ið, að hans eigin sögn, að hann
neytti stundum ekki matar
„dögum saman“ og hefur að
því leyti minnt á aðra hróp-
endur í eyðimörkinni. Það átti
hann einnig sameiginlegt með
þeim að flestar hans stór-
brotnustu hugmyndir runnu
einmitt út í sandinn.
Fyrst rann Svavarssamn-
ingurinn þangað, svo Icesave
II og loks Icesave III. Frum-
vörp um árásir á sjávarútveg-
inn, sem unnið var að í fjögur
ár, sjálfsagt bæði án svefns og
matar, láku einnig út í sand-
inn. Þá var það umsóknin um
aðild að ESB, sem VG var og
er á móti og hefur því stutt af
alefli, en einnig hún rann út í
sandinn. Þá víkur sögunni að
stjórnarskrármálinu, en að því
var unnið eins og menn væru í
sandkassaleik og þegar kass-
inn var tekinn utan af sást
ekki í verkið sem rann saman
við annan sand á svæðinu.
Skjaldborgina um heimilin
reistu þau Jóhanna á sandi
strax í upphafi svo þau áform
þurftu ekki að renna neitt.
Lögsóknin gegn Geir Haarde
rann út í sandinn og er kölluð
Sandsdómsmálið. Hitt málið,
Efta-dómsmálið, sandblés svo
fylginu af stjórnarflokkunum,
að það sást ekki í iljarnar á
þeim er þau hlupu burt úr
ráðuneytum á sandölunum.
Sín á milli voru þau Jóhanna
og Steingrímur farin að kalla
stjórnarsáttmálann sinn
„sandpappírinn“. – En til að
forða hungurvofunni frá
Steingrími varð það loka-
úrræðið, eins og Steingrímur
J. hefur sagt frá sjálfur ný-
lega, að sett var á laggirnar
sérstök nefnd til að sjá um að
Steingrímur nærðist. Nefndin
mun hafa ákveðið að hafa
sandhverfu í fyrsta mál til að
gleðja hann.
Og matseðlarnir eru enn
táknmynd stjórnmálanna
þrátt fyrir stjórnarskiptin.
Guðmundur Steingrímsson,
sem stundum er sagður póli-
tískt viðhengi Samfylkingar,
las það óvænt út úr matseðli
þingsins að þar
væru senn að
bresta á fundir.
Guðmundur segir:
„Ég hafði vissu-
lega heyrt óljós
áform, hvísl á
göngum, um að hugsanlega
yrði það kallað saman nú á
fimmtudaginn, en í morgun
fékk ég staðfestingu: Hún
kom í vikulegum pósti frá
mötuneytinu, um það hvað er í
matinn í þinginu nú í vikunni.
Þar stendur að á fimmtudag-
inn sé þingsetningardagur, og
að í matinn sé brauð, álegg,
ávextir og súpa. Þetta er það
eina sem mér hefur borist um
væntanlega þingsetningu.“
Ekki kemur fram hjá Guð-
mundi hvort næringarnefnd
Steingríms J. hafi skipt sér af
því, sem boðið verður upp á.
Björn Bjarnason, fyrrver-
andi dómsmálaráðherra,
bendir á að opinberlega hafi
þingfundardagur legið fyrir
löngu fyrr. Þannig hafi t.d.
verið upplýst á vef Við-
skiptablaðsins föstudaginn 31.
maí:
„Sigmundur Davíð segir að
ríkisstjórnin fari nú yfir þau
mál sem verða á dagskrá sum-
arþings sem verður sett 6.
júní, á fimmtudag í næstu
viku.“ En auðvitað er það svo,
að þeir sem ekki lesa mikið
annað en matseðla þingsins fá
ekki allar upplýsingar fyrr en
þær þá birtast þar.
Að sögn Björns ber Árni
Páll Árnason sig upp eins og
Guðmundur á fésbók mánu-
daginn 3. júní. Hann sagðist
líka hafa sínar þingsetning-
arfréttir af matseðlum. Björn
segir: „Og á Eyjunni er haft
eftir Árna Páli að hann hafi
óskað eftir fundi með for-
sætisráðherra fyrir tveimur
vikum, það er á annan í hvíta-
sunnu, á meðan Jóhanna Sig-
urðardóttir stjórnaði enn for-
sætisráðuneytinu og viljað
ræða um dagskrá sumarþings
við ráðherrann.“
Óskaplega hefði verið gam-
an að mega sjá svipinn á Jó-
hönnu þegar hún fékk kröfuna
frá Árna Páli um að fá upplýs-
ingar um væntanlegt sumar-
þing. Það er alþekkt að það
gat tekið menn marga mánuði
að fá stutt viðtal við Jóhönnu.
Stórforstjórar fyrirtækja og
fleiri geta vitnað um það.
Kannski fær Árni Páll hádeg-
isfund með Jóhönnu einhvern
tímann í haust. Þá mun ekki
skipta öllu máli hvað verður
rætt, en það gæti verið gaman
að fá að vita hvað verður á
matseðlinum. Allir vita hve
náin þau Jóhanna og Árni Páll
eru, svo kannski verða það
samlokur. Hver veit?
Stjórnmála-
umræðan eftir
kosningar snýst
enn um aukaatriðin}
Umræðan byrjar smátt
Í
sland stendur frammi fyrir hringstiga
og höfum við val um að ganga upp eða
niður. Það veltur á því hvernig við spil-
um úr þeim sóknarfærum sem við
blasa.
Hagstofan hefur gert aðilum í ferðaþjónustu
hérlendis kunnugt að búist sé við að ferðaþjón-
ustan skáki sjávarútvegi í gjaldeyristekjum á
þessu ári. Þetta eru mikil tíðindi og reyndar
hefði slíkt þótt með öllu óhugsandi fyrir ekki
svo löngu; hreinlega fráleitt. En hér var svo-
sem líka að finna nóg af fólki sem taldi hreina
fávisku að ætla að hægt væri að selja ferða-
mönnum siglingu til að skoða hvali. Það er nú
eins og það er.
Daily Mail greindi ennfremur frá því í gær
að Ísland væri vinalegasta land í heimi, sam-
kvæmt könnun World Economic Forum. Ekki
verður sú nafnbót til að draga úr ferðamannastraumnum á
næstu mánuðum, misserum og árum. Undirrituðum verð-
ur þá hugsað til þess að enn er eftir að nýta til fulls tæki-
færin sem felast í ferðaþjónustu sem byggist á sértækum
matvælum þar sem staðbundið hráefni er í aðalhlutverki.
Við Íslendingar erum ennþá óþarflega fastir á gelgju-
skeiðinu hvað þetta varðar enda ætlar seint að eldast af
okkur brandarinn sem felst í því að bera erlendum ferða-
mönnum hákarl, til þess eins að sjá andlit þeirra verpast af
viðbjóði. Hver man ekki eftir íslenska innslaginu í þátt Op-
rah Winfrey fyrir nokkrum árum þegar hinir íslensku
tengiliðir ákváðu að bjóða sjónvarpsdrottningunni upp á
mat sem ljóst mátti vera að félli ekki í kramið.
Stærra dauðafæri til markaðssetningar á land-
inu hefur ekki verið klúðrað í Íslandssögunni.
En það stoðar lítt að gráta glataða fortíð
heldur er mest um vert að draga lærdóm af
fyrir framtíðina. Merkilegt sem það er þá
hljómar – mitt í þessari holskeflu tækifæra –
ennþá söngurinn um að leiðin til velmegunar
hér á landi sé óhjákvæmilega vörðuð frekari
stóriðju og fleiri virkjunum.
Fyrir liggur að langflestir erlendir ferða-
menn sem hingað koma gera það fyrst og
fremst náttúrunnar vegna. Um leið og almenn
sátt hefur ríkt um að verðmætasköpun innan-
lands sé leiðin út úr kreppunni fyrir okkur, á
þá að slátra mjólkurkúnni og gera úr henni
stóriðjuhakk?
Það sér það hver sæmilega gefinn ein-
staklingur að slíkt gengur ekki upp.
Betur færi á því að fjárfesta skynsamlega í ferðaþjón-
ustu innanlands, innheimta hóflegt og sjálfsagt gjald fyrir
aðgang að náttúruperlum víða um land og leggja innviðum
greinarinnar til þá fjármuni sem þarf til að tryggja að
náttúra landsins valdi aukinni aðsókn. Og bjóða þeim vita-
skuld upp á lostætan, íslenskan mat!
Með þeim hætti stendur Ísland undir nafni sem áhuga-
verður ferðamannastaður á heimsmælikvarða og þá liggur
leið okkar upp hringstigann. Að öðrum kosti bíður okkar
þrautaganga niður á við sem ekki er létt að snúa við og
vinda ofan af, þá einu sinni hún er hafin. jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Hringstiginn framundan
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Mikið hefur verið rætt ummikilvægi þess aðtryggja vernd upp-ljóstrara og bent hefur
verið á að úrbóta sé þörf hér á landi.
Lögmannsstofan LEX hefur í sam-
starfi við dönsku lögmannsstofuna
Horten unnið að þróun verkferla í
tengslum við uppljóstranir. Ingvi
Snær Einarsson, héraðsdóms-
lögmaður hjá LEX, segir mikilvægt
að Ísland fari að fordæmi annarra
þjóða og leiti leiða til þess að styrkja
það umhverfi sem snýr að uppljóstr-
unum. „Í ljósi þess sem á undan hef-
ur gengið hér á Íslandi þá er þetta
eitthvað sem gæti komið að gagni.
Þá eru slíkir verkferlar taldir hluti
af góðum stjórnháttum og sam-
félagslegri ábyrgð fyrirtækja. Verk-
ferlar sem þessir snúa að allri með-
ferð uppljóstrana, bæði gagnvart
þeim sem tilkynnir um ólöglegt at-
hæfi og svo gagnvart þeim sem er
tilkynntur. Það geta verið ýmsar
ástæður fyrir því að fólk veigri sér
við að tilkynna um refsiverða hátt-
semi, til dæmis ótti við að missa
starf sitt. Þá er mikilvægt að til stað-
ar sé kerfi og gátt sem tryggir það
að ábendingar komist til skila á rétt-
an stað, verði teknar til skoðunar af
óháðum aðila og að trúnaður sé
haldinn um nafn viðkomandi.“
Óháður aðili stýri rannsókn
Í Danmörku er gerð sú krafa að
fyrirtæki sem skráð eru á markaði
innleiði verkferla sem snúa að upp-
ljóstrunum eða útskýri af hverju
þeir telji sig ekki þurfa þess. „Þetta
hefur reynst vel þar í landi og mörg
fyrirtæki hafa séð sér hag í því að
innleiða slík kerfi þar sem það gæti
reynst erfitt seinna meir að útskýra
af hverju þau gerðu það ekki ef eitt-
hvað skyldi koma upp á,“ segir
Ingvi. Ein möguleg útfærsla slíkra
verkferla er að fela óháðum aðila að
fara yfir tilkynningar og stýra þeirri
rannsókn sem þarf að fara fram í
kjölfarið. Þá bendir Ingvi á að inn-
leiðing slíkra verkferla sé flókin
vegna laga um persónuvernd og
meðferð persónuupplýsinga. „Það er
ekki sama hvernig upplýsingar eru
meðhöndlaðar og þess vegna er
nauðsynlegt að vel sé staðið að
málum frá upphafi.“
Einkageirinn erfiður
viðfangs
Árið 2010 var samþykkt þings-
ályktun þar sem talað er um að Ís-
land skapi sér afgerandi lagalega
sérstöðu varðandi vernd tjáningar-
og upplýsingafrelsis og í framhaldi
af því var skipaður stýrihópur sem
tekur á málefnum uppljóstrara.
„Helsta áskorunin sem við stöndum
frammi fyrir er það hvernig á að
koma slíkum upplýsingum á til
skila,“ segir Ása Ólafsdóttir, for-
maður stýrihópsins. „Stýrihópurinn
hefur ekki komist að neinni niður-
stöðu enn sem komið er en hug-
myndir um einhvers konar gátt eru
áhugaverðar. Sá þáttur sem snýr að
einkageiranum er erfiður viðfangs
og sérstaklega í svona litlu þjóð-
félagi sem Ísland er. Til þess að upp-
ljóstra þarftu oft á tíðum að taka
myndir eða gögn og þá hafa atvinnu-
rekendur í löndum á borð við Hol-
land gripið til þess ráðs að skýla
sér á bak við höfundarrétt og
þetta er eitt af því sem þarf
að skoða og við munum
leggja fram skýrslu næsta
haust. Þá hefur hópurinn
unnið að gerð frumvarps
þar sem skýrar er tekið á um
þagnarskyldu opinberra
starfsmanna. Það skiptir
máli að þeir viti
hvað segja má frá
og hvað ekki.“
Þróa verkferla fyrir
uppljóstranir
AFP
Uppljóstranir Nýlegustu erlendu dæmin eru uppljóstranir sem voru birt-
ar á vefsíðunni WikiLeaks og ollu miklu uppnámi víða um heim.
Á síðasta þingi var Róbert
Marshall, þingmaður Bjartrar
framtíðar, einn flutnings-
manna frumvarps um vernd
uppljóstrara sem ekki var
tekið fyrir. Aðspurður segist
hann ætla að leggja aftur
fram slíkt frumvarp í haust.
„Já, það ætla ég að gera. Ég
tel þetta mikilvægt mál en
það koma reglulega upp til-
vik sem sýna nauðsyn þess
að tekið sé á þessum mál-
um.“ Í greinargerð sem fylgdi
frumvarpi til laga um vernd
uppljóstrara segir að upp-
ljóstrarar hafi gegnt mik-
ilvægu hlutverki í ís-
lensku þjóðfélagi við að
miðla upplýsingum um
misgerðir sem brýnt er-
indi eigi til almennings.
Þá er bent á að afleið-
ingar þess að leka upplýs-
ingum geta verið
verulegar.
Nýtt frum-
varp í haust
VERND UPPLJÓSTRARA
Róbert Marshall