Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Árni Stefánsson
hefur verið ráð-
inn forstjóri
Húsasmiðjunnar
og tekur við
starfinu af Sig-
urði Arnari Sig-
urðssyni, sem
hefur ákveðið
að leita nýrra
tækifæra, sam-
kvæmt tilkynn-
ingu frá fyrirtækinu sem send
var í gær.
Árni er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri vöru- og rekstr-
arsviðs N1 og gegndi einnig áður
starfi framkvæmdastjóra Bíla-
nausts.
Árni er nýr forstjóri
Húsasmiðjunnar
Árni
Stefánsson
Hæstiréttur hef-
ur hafnað kröfu
Samtaka at-
vinnulífsins um
að vísa frá máli
sem ASÍ höfaði
gegn SA vegna
aðgerða LÍÚ á
síðasta ári. Því
verður málið
dómtekið. Á síð-
asta ári höfðaði
ASÍ mál gegn SA vegna tilmæla
LÍU til félagsmanna sinna um að
halda ekki til veiða í aðdraganda
mótmæla vegna fyrirhugaðra
breytinga á fiskveiðistjórnunar-
frumvarpinu. Félagsdómur mun
því taka efnislega afstöðu til máls-
ins.
Mál ASÍ vegna LÍÚ
verður dómtekið
Skip LÍÚ vildi halda
sjómönnum í landi
Nyrsti hluti Kjal-
vegar var ekki
lokaður í gær
þegar fimm kín-
verskir ferða-
menn lentu í um-
ferðaróhappi þar.
Talsverða vatna-
vexti gerði þar
skömmu fyrir
helgi og fór veg-
urinn í sundur við
Sandá og ferðamennirnir keyrðu of-
an í gjá sem þar myndaðist. Veg-
inum hefur nú verið lokað. Að sögn
Þorvaldar Böðvarssonar, rekstrar-
stjóra hjá Vegagerðinni, er þessi
kafli Kjalvegar yfirleitt ekki lokaður
nema vegna snjóa. Veginum hefði
verið lokað umsvifalaust hefði verið
vitað um ástandið, en þar er ekkert
eftirlit.
Veginum lokað eftir
óhapp ferðamanna
Kjalvegur Ferða-
menn lentu í vanda
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég er ánægður með að þeir skuli koma og
skoða þetta og hef þá von að einhverjir peningar
verði settir í Bjargráðasjóð í haust, þegar á þarf
að halda. Ég sagði þá skoðun mína að ég teldi
þetta ekki minni hamfarir fyrir bændur en eld-
gosin á Suðurlandi,“ segir Bernharð Arnarson,
bóndi á Auðbrekku I í Hörgárdal, eftir að hafa
hitt Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráð-
herra sem fór um sveitir Norðurlands í gær til
að skoða kalin tún og ræða við bændur.
„Ástandið er misjafnt milli svæða og einstakra
jarða. Sums staðar er gríðarlegt tjón, allt að 90-
95% kal og það jafnvel á heilu jörðunum. Annars
staðar er þetta minna,“ segir Sigurður Ingi.
Hann fór ásamt embættismönnum og ráðunaut-
um um Skagafjörð, Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu.
Veldur miklum búsifjum
Ótíðin í vetur og vor hefur valdið bændum á
Norður- og Austurlandi miklum búsifjum. Vegna
þurrka í fyrrasumar var víða lítil uppskera af
túnum. Gefa hefur þurft skepnum óvenjulengi í
vetur. Ofan á þetta kemur kalið sem veldur
miklum aukakostnaði. Þá eru girðingar illa farn-
ar. „Það er ekki bara eitt, það er allt,“ segir
Bernharð. Hann segist til dæmis hafa þurft að
kaupa 250 heyrúllur sunnan úr Rangárvallasýslu
og flytja norður. Kostnaður einstakra bænda
hleypur á milljónum. Sigurður Ingi segir að ver-
ið sé að skoða umfang vandans og stöðu Bjarg-
ráðasjóðs í ráðuneytinu.
„Vissulega eru margir þreyttir eftir langan
vetur,“ segir landbúnaðarráðherra um hljóðið í
bændum. „Í dag er gott veður og hlýindi í lofti.
Menn horfa til þess að ástandið geti batnað. Þeir
sýna aðdáanlega þrautseigju,“ segir ráðherra.
Telur hann að margir sjái tækifæri í erfiðleik-
unum, eins og bændur á Suðurlandi gerðu eftir
eldgosin. „Hér er tækifærið falið í endurræktun.
Þótt hún sé vissulega kostnaðarsöm geta menn
horft með bjartsýni til næstu ára í von um betri
tíð og að nýju túnin verði gjöful,“ segir Sig-
urður.
Sýna mikla þrautseigju
Landbúnaðarráðherra segir tækifæri bænda á Norðurlandi felast í endurrækt
Bóndinn á Auðbrekku líkir ótíðinni við hamfarir af völdum eldgosa
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Túnið skoðað Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra landbúnaðar-, sjávarútvegs- og umhverfismála, kom við hjá Bernharð Arnarsyni, bónda á Auðbrekku í
Hörgárdal, í skoðunarferð sinni um sveitir Norðurlands. Ástandið er ekki gott á Auðbrekku en þó víða verra. Á stöku stað eru næstum öll tún ónýt.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, hefur samkvæmt tillögu
Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar forsætisráðherra ákveðið að
Alþingi skuli koma saman til fund-
ar næstkomandi fimmtudag.
Í forsetabréfi sem birt var í
Stjórnartíðindum í gær kemur
fram að Alþingi verði sett fimmtu-
daginn 6. júní að lokinni guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni sem hefst
klukkan hálftvö.
Að sögn Ragnheiðar Ríkharðs-
dóttur, þingflokksformanns Sjálf-
stæðisflokksins og starfandi for-
seta Alþingis, mun hún sem
starfandi þingforseti funda á
morgun með þingflokksformönn-
um.
„Síðan hefur
okkur Sigurði
Inga Jóhanns-
syni verið falið
að ræða við for-
menn stjórnar-
flokkanna um
nefndaskipan og
annað í þeim dúr
og við munum
væntanlega gera
það á morgun,“
sagði Ragnheiður í samtali við
blaðamann í gær og bætti við:
„Þannig að það geti allir haldið
þingflokksfund á miðvikudaginn
fyrir þingsetningu og þá liggi
nefndaskipan og annað fyrir.“
skulih@mbl.is
Formenn þingflokka
koma saman í dag
Rætt verður um nefndaskipan
Ragnheiður
Ríkharðsdóttir
Ríkisstjórnar-
flokkarnir tapa
fylgi samkvæmt
nýjum Þjóð-
arpúlsi Gallup.
Þetta kom fram í
kvöldfréttum
RÚV í gær.
Framsókn-
arflokkur mælist
með 21% fylgi og
tapar þremur
prósentustigum frá kosningum,
Sjálfstæðisflokkur tapar einu pró-
sentustigi og mælist með 26%. Sam-
tals eru stjórnarflokkarnir því með
47% fylgi en fengu 51% í kosning-
unum. 62% segjast styðja nýju
stjórnina.
Stjórnarandstaðan bætir við sig
fylgi. Samfylkingin mælist með 16%
og bætir við sig 3% fylgi, VG bætir
við sig 2% og mælist með 13%. Björt
framtíð fer úr 8 í 10% fylgi og Pí-
ratar úr 5 í 6%. Könnunin var gerð í
maí og svarhlutfall var 60%.
Stjórnarflokkar tapa
fylgi í nýrri könnun
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
„Það er engan bilbug á mér að finna. Þetta
er erfitt en maður tekst bara á við það,“
segir Bernharð Arnarson á Auðbrekku.
Tæplega helmingur túnanna er alveg
ónýtur og hinn hlutinn blettóttur. Í heildina
eru 75-80% ræktunarinnar ónýt. Bernharð
er að ljúka við að plægja og sá grasfræi og
grænfóðri í 40 hektara.
Hlýindi voru í Hörgárdalnum í gær, sunn-
anvindur með 17-20 stiga hita en sólar-
laust. „Ætli sumarið sé ekki að koma. Mað-
ur sér grösin sem eru lifandi vera að
grænka.“
Grösin sem lifðu
eru að grænka
SUMARIÐ KOMIÐ Í HÖRGÁRDAL