Morgunblaðið - 11.06.2013, Qupperneq 17
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
Um helgina var opnaður bænda-
markaður á Kaffi Seli sem er á bæn-
um Efra-Seli sem er skammt frá
Flúðum. Það er fjölskyldan á bæn-
um sem sér um markaðinn í fyrsta
skipti í ár.
„Það hefur verið bændamarkaður
á Flúðum í mörg ár og nú lá fyrir að
hann yrði ekki rekinn í sumar og þá
datt okkur í hug að bæta þessu við
starfsemina hjá okkur,“ segir Unn-
steinn Logi Eggertsson, bóndi á
Efra-Seli. Aðsókn var góð á opnun
markaðarins um helgina. „Það virð-
ist vera heilmikið af fólki sem hefur
sótt þennan markað undanfarin ár
og treystir á að hann sé til staðar.
Hópurinn greinilega færir sig til ef
markaðurinn fer eitthvert annað.“
Fjöldi bænda kemur með vörur á
markaðinn sem fjölskyldan sér svo
um að selja. „Mest eru þetta land-
búnaðarvörur frá svæðunum hér í
uppsveitum Árnessýslu. Mjög fjöl-
breyttar afurðir, lax úr Hvítá og
annar fiskur frá svæðinu, heima-
ræktað korn af ýmsum tegundum,
grænmeti og margskonar handverk.
Ásamt kjötafurðum frá næstu bæj-
um hér úr sveitinni og næstu
sveitum.“
Unnsteinn telur að öll matvæli á
markaðnum komi líkast til innan 50
kílómetra radíuss frá bænum þeirra
og því sé þetta nánast allt úr ná-
grenninu og mjög stutt frá mark-
aðnum í framleiðendurna. En mark-
aðurinn er staðsettur í húsi gegnt
Golfskálanum sem margir þekkja.
Vörurnar á markaðnum eru mjög
fjölbreyttar og að sögn Unnsteins
reyna þau einnig að hafa öðruvísi
vörur sem fást ekki endilega alls
staðar eins og vinsæli brjóstsyk-
urinn frá Svandísi á Selfossi.
„Við höfum ýmiskonar öðruvísi
vörur sem hafa oft einhverja sér-
staka eiginleika. Þar má nefna vin-
sælu sætu snakk tómatana og afurð-
ir eins og hunang og hindberin sem
eru alltaf eftirsótt,“ segir
Unnsteinn.
Bændamarkaðurinn verður opinn
á virkum dögum frá kl. 13.00 til kl.
18.00 en um helgar frá kl.11.00 til
kl.18.00. „Ef það er mikið af fólki þá
verður opið lengur og ef einhver
mætir fyrir opnun þá opnum við
bara. Við erum með heilmikla ferða-
þjónustu á bænum fyrir og erum því
að samnýta starfsfólk og annað og
því er þetta góð viðbót við starfsem-
ina hér,“ segir Unnsteinn að lokum.
Bændamarkaður Hjónin Halldóra Halldórsdóttir og Unnsteinn Logi Eggertsson sem búa á Efra-Seli reka bænda-
markaðinn nú í fyrsta sinn ásamt foreldrum hennar, þeim Ástu Guðnýju Daníelsdóttur og Halldóri Guðnasyni.
Fjölbreyttur bænda-
markaður á Efra-Seli
Nánast allt á markaðnum úr uppsveitum Árnessýslu
Act Heildverslun | Dalvegi 16b - 201 Kópavogur | 577 2150 | avon@avon.is
Bylting frá Remington:
Fyrstir hártækjaframleiðenda
með Lithium rafhlöður í hártækjum
– hleðsla allt að 4 x lengri.
AQ7 – Remington Rotary
VATNSHELD herrarakvél
– 100% vatnsheld, má nota með
froðu og geli
BHT6250 – Wet-Tech
Body Hair Trimmer
– 100% vatnsheld
S6280
Stylist Perfect Waves
– Keramik húðaðar bylgju plötur.
-Hitnar á 30 sek
PG6060 – Lithium-Powered
Grooming Kit
– Lithium rafhlaða,
ending allt að 110 mín
MB4040 – Lithium
– Powered skeggsnirtir
– Lithium rafhlaða, notkun allt að 160 mín.
HC5780 Lithium-
Powered hárklippur
- – Lithium rafhlaða,
notkun allt að 150 mín.
Nýtt frá
Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar:
Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af
hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun,
nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi
skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn
ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi
fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum
(NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum
asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið.
Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri.
Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða
augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi
lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar
hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð
ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum
aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði
við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem
börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á
Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Fæst án lyfseðils
Verkjastillandi
bólgueyðandi
Veldur síður
lyfjaáhrifum um
allan líkamann eins
og þegar töflur eru
teknar inn